24 stundir - 08.12.2007, Side 58

24 stundir - 08.12.2007, Side 58
Á Suðureyri búa um 300 manns, 200 Íslendingar, 60 Pólverjar og 40 frá öðrum löndum. Það er ekki síst innflytjendunum að þakka að sjávarútvegur er enn aðalatvinnuvegurinn á Suðureyri. Anna og Jaroslaw (Jarek) komu sitt í hvoru lagi til Suðureyrar ár- ið 1998. Nú eiga þau tvo drengi, báða fædda á Íslandi, og öðluðust íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum. Pawel, sem er fimm ára, æfir pólska þjóðdansa á Ísafirði og fjölskyldan fer í kirkju einu sinni í viku, enda kaþólsk. Þegar Anna kom fyrst til landsins fyrir níu árum voru fimm til tíu Pólverjar búsettir í bænum og margt hefur breyst síðan þá, t.d. var erfitt að verða sér úti um pólskan mat. Anna vinnur í fiskvinnslu hjá Íslands- sögu en er reyndar í fæðing- arorlofi, enda Piotr (sem þau kalla reyndar oftast Pétur) aðeins þriggja vikna gamall. Jarek vinn- ur við beitningar og hentar sú vinna fjölskyldunni vel. Brynjar Gunnarsson ljósmyndari fylgdist með degi í lífi fjölskyldunnar. Pólska fjölskyldan á Suðureyri Í upphafi dags Það er enn dimmt þegar Jarek þrammar til vinnu klukkan átta eftir að hafa fylgt Pawel í leikskólann. Gott að fá pásu Jarek tekur reykingapásu eftir að hafa beitt í fyrsta balann. Það tekur hann einungis um klukkustund að beita alla 500 króka á línunni. Í fæðingarorlofi Á meðan Jarek og Pawel eru úti við vinnu og leik, sinnir Anna Piotr litla. Trúin er sterk Fjölskyldan er trúrækin og fer til kirkju til Ísafjarðar alla sunnudaga. Eftir messuna hittast kaþólskir á Vestfjörðum í messukaffi, flestir eru þeir pólskir. Í fiskvinnslunni Stígvélin bíða þolinmóð eftir að fæðingarorlofi Önnu ljúki. Af þeim 60 Pólverjum sem búa á Suðureyri vinna um 30 hjá Íslandssögu. Í GEGNUM LINSUNA frettir@24stundir.is a Á Suðureyri búa nú um 300 manns. Laus- lega talið búa þar 200 Íslendingar, 60 Pól- verjar og 40 koma frá öðrum löndum.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.