24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 21

24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 21
sýndu umhverfismálum alveg sérstakan skilning. Dan- ir eru örgustu slóðar í samanburði og Norðmenn líka. En ef nánar er litið á vísitöluna kemur í ljós að mæl- ingin byggir á orðum á blaði. Efndirnar eru eftir og stóriðjuverin íslensku sem eru að hefja starfsemi eða gera það fljótlega eru ekki komin inn í skráninguna. Hvar stendur Ísland þá? Dúndrum við niður listann á næstu árum eða náum við að halda góðri mælingu? Eða skiptir það í rauninni nokkru máli? Ef allir legðu spilin á borðið í loftslagsmálum og reyndu að vinna saman að raunverulegum markmiðum, þyrfti ekki heldur að taka saman neina lista þar sem löndin punta sig með skrautfjöðrum til að sýna að hlýnun andrúms- loftsins sé ekki þeim að kenna heldur einhverjum öðr- um. Ýmislegt sem vitað er um kemur ekki fram á list- anum. Sumt af því eru bakreikningar, neikvæð þróun sem á eftir að mæla, annað er viðleitni til að snúa þró- uninni við. En orð eru til alls fyrst og vonandi tekst að standa við fyrirheitin. Ef eitthvað er að marka vísindin er það bráðnauðsynlegt ef ekki á illa að fara. Íslenska fórnfýsin Sérákvæði fyrir Íslendinga um losun gróðurhúsa- lofttegunda hefur lengi verið áhugavert dæmi um fórnarlund sem kostar ekkert og er jafnvel hægt að græða á. Græna orkan á Íslandi á að leysa vanda ann- arra. Síðasta ríkisstjórn hafði þessa fórnarlund í ríkum mæli og ekki er útséð með þessa. Viljinn er til staðar að minnsta kosti hjá öðrum stjórnarflokknum. Hjá hin- um er horft til annars og sérákvæði látin liggja milli hluta. Sóknin í sérákvæði hefur minnt svolítið á kon- una sem varð alkóhólisti eftir að hafa reynt að forða drykkfelldum eiginmanni sínum frá þeim örlögum með því að taka frá honum áfengið og drekka það sjálf. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Ekki er það efnilegt fyrir framtíðina að viljinn til að- gerða lýsi sér aðallega í því að koma byrðunum á aðra. Margar þjóðir hafa þó mjög háleit framtíð- armarkmið, en eiga meira eða minna eftir finna út hvernig á að uppfylla þau. 24stundir LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 21 Valdhroki sjálfstæðismanna er nú sem fyrr með nokkrum ein- dæmum. Í stað þess að bæjarstjóri Reykjanesbæjar geri hreint fyrir sínum dyrum í málefnum Kefla- víkurflugvallar hangir hann í því að krefjast leiðréttingar á mislestri sem undirrituðum varð á í ræðu- stól Alþingis í vikunni. Fela á raunverulega umfjöllun um málið bakvið orðhengilshátt sem stöku fjölmiðlar hafa kosið að blása upp. Þetta var mislestur sem náfrændi og nafni bæjarstjórans Árni John- sen vakti góðfúslega athygli á og ég leiðrétti á sama vettvangi, í ræðu- stól Alþingis þremur tímum eftir að ummælin féllu og bað um leið þá bræðrunga og nafna afsökunar. Það kom mér því nokkuð á óvart að fregna af því á heimleið undir kvöld að Árni Sigfússon væri þá enn að fara fram á afsökunarbeiðni af minni hálfu og endurtæki það sama á vef Morgunblaðsins að morgni föstudags. Ég skrollaði líka! Mislestur minn var í því fólginn að yfirsjást orðið ekki í texta um bæjarstjóra Reykjanesbæjar þar sem ég fjallaði um samtvinnun ættar- og hagsmunatengsla Ka- decomálsins. Textinn sem ég las af minnisblaðinu hljóðaði þannig, rétt lesinn klukkan 14:28 í ræðu- púlti Alþingis: „Þá vil ég geta þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að fimm af sjö bæjarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ tengjast kaupum og sölu á fasteignum á varnarsvæðinu á einhvern hátt. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar er í stjórn Þróunarfélags Keflavíkur- vallar og stjórnarformaður Keilis. Persónulega á hann E K K I hlut í þessum félögum samkvæmt því sem ég best veit en er fulltrúi Reykjanesbæjar. Annar bæjarfulltrúi er stjórn- arformaður Base sem einnig hef- ur keypt eignir á varnarsvæðinu. Þessi sami bæjarfulltrúi er einn eigenda Hótels Keflavíkur sem á 9 prósent hlut í Base. Þriðji bæj- arfulltrúinn er stjórnarformaður Sparisjóðs Keflavíkur sem á rúm- lega 22 prósent hlut í Háskóla- völlum og hlut í Base. Eignarhaldsfélagið 520 ehf., í eigu fjórða bæjarfulltrúans, hefur keypt 800 fermetra skemmu af Base á varnarsvæðinu. Þá er fimmti bæjarfulltrúi sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ að- stoðarmaður fjármálaráðherra, en fjármálaráðherra er fulltrúi ríkisins í samningum við Þróunarfélagið. Því til viðbótar má nefna að bróðir fjármálaráðherra er stjórn- arformaður Klasa og einn af eig- endum þess fyrirtækis.“ Persónulegir hagsmunir Svo mörg voru þau orð og ég skal alveg viðurkenna að það er leitt að þurfa að draga persónulega stjórnarþátttöku manna inn í um- ræðu eins og þessa en það hafa þeir menn kallað yfir sig sem raðað hafa sér við borðið með þessum hætti. (Tilvitnun í þingræðu lýk- ur.) Að ætla að fela þann óskapnað hagsmunatengsla sem hér á sér stað með einu mismæli er vald- hroki af því tagi að engu tali tekur. Og reyndar er það svo að ég skroll- aði líka við þennan lestur og ef bæjarstjóranum er í því fró get ég einnig beðist afsökunar þar á. Um hitt þarf ekki að tala að menn sem raða sér með viðlíka hætti við öll borð eiga eftir það hagsmuna að gæta í málinu og skilin milli trúnaðarstarfa og per- sónuhags verða í því meira en óglögg. Eða datt engum í hug að Reykjanesbær ætti fleiri en einn heimamann sem vermt gæti stjórn- arstóla í þessum Sturlungaleik sjálfstæðismanna Suðurnesja- manna. Höfundur er alþingismaður og bóksali Af mismæli og valdhroka VIÐHORF aBjarni Harðarson Í stað þess að bæjarstjóri Reykjanes- bæjar geri hreint fyrir sínum dyrum í málefnum Keflavíkurflugvallar hangir hann í því að krefjast leiðréttingar á mislestri sem undirrit- uðum varð á í ræðustól Alþingis í vikunni. Fela á raunverulega umfjöllun um málið bakvið orð- hengilshátt sem stöku fjölmiðlar hafa kosið að blása upp. Jólastundin - Jólabragðið - Jólastemningin R O YA L Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7         Opið alla virka daga frá 10-18, Laugardaga 10:00-18:00 og Sunnudaga 13:00-16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.