24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 32

24 stundir - 08.12.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 24stundir FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Við Íslendingar sækjum okkur menntun erlendis í meira mæli en aðrar þjóðir, sem skiptir miklu máli. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Gott rekstrarumhverfi, öflugir stjórnendur, mikill vilji til vaxtar og sérstök fyrirtækjamenning eru ástæður þess hversu hratt íslensk útrásarfyrirtæki hafa vaxið á síð- ustu árum, segir Snjólfur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. „Rekstrarumhverfið hér á landi er í dag gjörbreytt frá því sem var fyrir 20 árum,“ segir Snjólfur. Hann nefnir sérstaklega að aðgang- ur að gjaldeyri og frelsi til viðskipta hafi aukist til muna. Þá hafi lágir skattar á fyrirtæki einnig sitt að segja, og eins almennt góður að- gangur að fjármagni. Smæðin rekur þau í útrás Snjólfur segir rekstrarumhverfið hér á landi í dag þó vera svipað því sem er í nágrannalöndum okkar. Gott rekstrarumhverfi skýri því ekki það hversu miklu hraðar ís- lensk fyrirtæki hafa alþjóðavæðst og stækkað en fyrirtæki í ná- grannalöndunum. Það geri hins vegar mögulega smæð íslensks markaðar og metnaður stjórnenda fyrirtækjanna. „Þetta er metnaðar- fullt ungt fólk sem rekur sig fljótt á það að vilji þau stækka verða þau að fara í útrás,“ segir Snjólfur. Hann segir ennfremur að stemningin sem skapast hefur á ís- lenskum markaði hafi sitt að segja og jafnframt almenn fyrirtækja- menning sem mótast af erfiðum aðstæðum. „Þetta er ákveðin hóp- hugsun; það er samkeppni á milli þeirra sem stýra íslenskum fyrir- tækjum og þeir sjá að fyrst aðrir geti farið í útrás geta þeir það líka. Þá er líka mikil frumkvöðlahugsun hjá íslenskum stjórnendum. Þeir eru ófeimnir við að taka áhættu.“ Síðast en ekki síst segir Snjólfur íslenska fyrirtækja- stjórnendur hafa mjög fjölbreytta reynslu. „Við Ís- lendingar sækjum okkur menntun erlendis í meira mæli en aðrar þjóðir, sem skiptir miklu máli, og höfum almennt mikla reynslu af menningu annarra þjóða. Þá hefur mjög fjölbreytt reynsla og mörg tækifæri gert stjórnendur íslenskra fyrirtækja mjög öfluga,“ segir Snjólfur. Bjartsýnn á framhaldið Snjólfur hefur litlar áhyggjur af afkomu útrásarfyritækjanna. Það séu frekar fjárfestingarfélög sem hafi lent í vandræðum undanfarið og nýsköpun og vöruþróun sé mjög mikil innan bankanna og stóru íslensku framleiðslufyrir- tækjanna. Þá segir hann útrásarfyr- irtækin hafa að undanförnu byggt upp starfsemi erlendis sem hafi burði til að skila áfram miklum tekjum á næstu misserum. Davíð og markaðsgreinendur Á fundi Viðskiptaráðs í síðasta mánuði sagði seðlabankastjórinn að setja þyrfti útrás- arfyrirtækjum skynsamleg mörk. Erfiðar aðstæður gert okkur gott  Gott rekstrarumhverfi, öflugir stjórnendur, vilji til vaxtar og ein- stök fyrirtækjamenning eru ástæður vaxtar útrásarfyrirtækjanna ➤ Snjólfur Ólafsson hélt fyr-irlesturinn „Ástæður fyrir ör- um vexti útrásarfyrirtækja“ á ráðstefnunni Þjóðarspegl- inum í gær. ➤ Snjólfur fjallaði um viðhorfstjórnenda og umhverfi innan fyrirtækjanna íslensku sem staðið hafa í útrás síðustu ár. ÁSTÆÐUR VAXTARINS Snjólfur Ólafsson MARKAÐURINN Í GÆR              !!                                                                             ! "!! "!##"$  $ $%# % ""#$%$ #$"$$ ! $#"$ ! $ $%$ !%%!! "$   $#"$$$ !!#$$$ "  "##"## $ % $"$! "#%$$$$ #! !" #$%% !$$$$$ %$$# $&$ "%&$ &"$ "& $ &%" # &$" &!$ % &$$ #"&!$ "&!" "&$ %&$$ &# &$ %#$&$$ "&$$ &$ $&$$ "&# %&"$ #&$ $&$ #"!"&$$ $&$ "%&$ &"" "& " #&$" # &!$ & $ % &$$ #"&$ "&"" "&" &$$ &" & %!&$$ "#"&$$ &$ &"$ "&!$ &$ $&$ #"%$&$$ &!$ '()   % $ !" " " #  % !" "  "  "  $ !  " #%   *       $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ #$$ $$ $$ $$ $$ $$ $$ %$$ $$ $$ $$       +  , -. /  ), -. 01 -. '2, -. ,   -. .03 .45  67 , -. 8   -. 2   5   -. 3 / 9 '(9. -. :3-. ; -.    # "-. +. 7-. + 7< 3<=' 0 /  ', -. '> :/ 67 7, -. ?-. @A-(-. <BC@ : 3 )  -. D  )  -.     ! E :+3 3E  /, -. 3 ( -. ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi banka, fyrir rúma 4,4 millj- arða. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Century Aluminium, eða um 2,16%. Bréf í Kaupþingi hækk- uðu um 1,76 % og bréf í Marel um 1,12%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í 365, en þau lækkuðu í þetta skiptið um 2,51%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,54% og stóð í 6.432,82 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,04%. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan styrktist um 1,1% og þýska DAX-vísitalan um 0,7%. Tryggingafélagið Vörður mun sjá um brunatryggingar á öllum fast- eignum ríkisins næstu þrjú árin. Samningur þessa efnis var und- irritaður 27. nóvember síðastlið- inn milli fulltrúa Ríkiskaupa og Varðar en Sjóvá hafði áður séð um þessar tryggingar. Fasteignir ríkisins eru um 2000 talsins og eru þær staðsettar víða um land. Heildarvirði samningsins eru rúmlega 400 milljónir króna. fr Vörður tryggir eignir ríkis Margir breskir stórmark- aðir og mjólkursamlög hafa samið um greiðslu stjórnvaldssekta vegna óeðlilegrar verðlagningar á mjólkurvöru. Sektirnar eru taldar nema að minnsta kosti 15 milljörðum króna. Er áætlað að neytendur hafi að meðaltali borgað 6 krónum of mikið fyrir hvern mjólkupott. Talsmenn Sainsbury’s segj- ast vonsviknir að þurfa að greiða sekt í málinu, enda hafi keðjan borið hag bænda fyrir brjósti. „Aðgerðum okkar var ætlað að styðja við breska mjólkurbændur á sama tíma og mikil umræða átti sér stað í þjóðfélaginu um það hvort bændur fengju sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína.“ Dótturfyrirtæki danska matvælaframleiðandans Arla, sem er einn stærsti framleiðandi mjólkurvöru í Evrópu, mun sleppa við sektar- greiðslur gegn samvinnu við rannsóknina. andresingi@24stundir.is Refsað fyrir að okra á neytendum Baugur á í viðræðum um sölu á hlut í tískuvörukeðjunni Whist- les til fyrrum yfirmanns Topshop verslunarkeðjunnar, Jane Shep- herdsson, sem myndi taka við sem stjórnarformaður. Talið er að samningarnir verði klárir í byrj- un næsta árs. Þetta kemur fram á telegraph.co.uk. Sagt er að Baug- ur vilji gjarna losna við Whistles og leggja áherslu á stærri vöru- merki innan Mosaic-keðjunnar, meðal annars Oasis og Karen Millen. Talsmenn Baugs hafa ekki viljað tjá sig um málið. fr Baugur selur hlut í Whistles Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur íslensk stjórnvöld til enn meira aðhalds í peninga- málum og segir að hæg og ójöfn aðlögun efnahagskerfisins geri það að verkum að hagkerfið sé viðkvæmara en ella fyrir versn- andi aðstæðum á fjármálamörk- uðum. Það hafi síðan aukið hætt- una á harðari lendingu hagkerfisins. mbl.is Auknar líkur á harðari lendingu Swopper vinnustóllinn • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Ánægja við leik og störf • Fæst í ýmsum litum www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.