Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 6
6 | 4.7.2004 Ég fer stundum á veitingastað með minni heittelskuðueins og pör almennt gera. Kertaljós á borðum, prúð-búnir þjónar, voða „rómó“. Þar sem ég er mikið fyrir það að skoða annað fólk þá virði ég iðulega vel fyrir mér aðra gesti veitingahússins, sérstaklega önnur pör. Áhugaverðustu pörin finnst mér þau sem þegja megnið af heimsókn sinni og horfa ýmist á matinn, vínglasið, annað fólk eða út um gluggann. Líta af og til hvort á annað til að athuga hvort hitt hafi eitthvað að segja, bíða starandi í nokkrar sekúndur og halda svo áfram að leiða hvort annað hjá sér. Ég fór á kvikmynd um daginn og hló mikið að því þegar aðalkarlleikari myndarinnar hugsar upphátt um slík pör og kallar þau „The Dining Dead“ eða „Hin snæðandi dauðu“. Sjálfur situr hann á veitingastað með kærustu sinni og þegir með henni, er snæðandi dauður án þess að gera sér grein fyrir því. Þegar ég sé hin snæðandi dauðu velti ég því fyrir mér á hvaða stig samband þeirra sé komið. Ástarsambönd komast nefnilega á ákveðin „stig“, samkvæmt minni eftirgrennslan. Þegar sam- band er á frumstigi eða í fæðingu er þögnin afskaplega óþægi- leg. Eftir nokkur stefnumót með tilheyrandi blaðri fer fólk að átta sig á því að það sé komið í „fast“ samband. Þá hefur fólk að öllu jöfnu stokkið í bólið saman (a.m.k. er það venjan á Íslandi) og er farið að þekkja hvort annað vel. Þá fyrst verður það eðli- legt að fara að þegja saman, „þagnarstiginu“ hefur verið náð. Það er alls ekki sjálfgefið að þegja með öðru fólki. Maður getur þagað með fjölskyldu, góðum vinum, maka sínum en varla nokkrum öðrum. Hin snæðandi dauðu eru svo sann- arlega komin á þagnarstigið og líklega enn lengra. Þau geta horft á maka sinn með augnaráði sem þýðir allt og ekkert. Augna- ráði sem gæti t.d. þýtt: „Mikið andsk … ertu leiðinleg/ur!“ eða „Gleymdi ég að taka straujárnið úr sambandi áður en við fórum út?“ Það gæti líka þýtt það að fólk sé hreinlega hætt að sjá hvort annað. Að makinn sé orðinn eins og gólfteppið heima, sé bara þarna án þess að maður taki eftir honum. Kannski eru hin snæðandi dauðu bara dauðþreytt, búin að vinna myrkranna á milli alla vikuna og snúast í kringum börnin sín í frístundum. Búin að missa málið vegna þreytu. „Viðrekstrarstigið“ er annað sígilt stig og því ná flestir á fyrstu mánuðum sambands. Viðrekstrarstigið felst í því að geta leyst vind í návist makans. Í fyrstu skiptin er það ögn vand- ræðalegt en verður síðan jafnhversdagslegt og uppvaskið. Í öfgakenndustu tilfellum verður það að keppni, þá reynir hvor um sig að slá hinn út hvað styrkleika og lengd vinds varðar. Ef sambandið lifir viðrekstrarstigið af er miklu náð. Þá er orðið ljóst að makinn leggur á sig þó nokkrar kvalir til þess að við- halda ástarsambandinu. Samband er þó fyrst orðið alvarlegt þegar „hugsanaflutningsstigið“ hefst. Þá fer fólk að lesa hugs- anir hvort annars, getur botnað setningar hins. Dæmi: „Hvað viltu …“ byrjar annað og hitt botnar „… borða í kvöld?“ Gam- anið tekur loks að kárna þegar fólk fer að klæða sig eins, án þess að taka eftir því, og fer út að skokka í samstæðum krumpugöllum. Eins og ekkert sé eðlilegra. Það er gaman að fylgjast með simpönsum og górillum í dýra- görðum, þótt maður finni auðvitað til með þeim að vera inni- lokuð. Sérstaklega er gaman að fylgjast með pörunum. Karlap- arnir sitja fýlulegir, leyfa apynjunum að tína af sér lýs og flær og gjalda þeim síðan greiðann. Væntumþykja í sinni einföldustu mynd, ekki sykursæt heldur hundleiðinlega hversdagsleg án kertaljóss og freyðibaða. Hversdagsleg eins og gamla peysan sem maður vill ekki henda í ruslið, þrátt fyrir að hún sé löngu komin úr tísku. Við erum bara apar. Apar sem kunna að þegja saman. helgisnaer@mbl.is Hin snæðandi dauðu Helgi Snær Þá er orðið ljóst að makinn leggur á sig þó nokkrar kvalir til þess að viðhalda ástarsambandinu. Þ órhallur Helgi Sævarsson fæddist í Reykjavík árið 1979 og gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð eft- ir útskrift úr Tjarnarskóla. Þórhallur fékk ungur sýn á hvað hann vildi gera og er nú auglýsingaleikstjóri í fullu starfi hjá breska fyrirtækinu Stink Ltd sem hefur höfuðstöðvar í London en starfar á alþjóðlegum vettvangi (http:// www.stink.tv) og fyrir Pegasus/Pan Arc- tica á Íslandi. „Ég var heppinn, datt inn sem hlaupari í auglýsingagerð 17 ára gam- all hjá Saga Film og Pegasus,“ segir hann. „Ég fann að þetta átti vel við mig, þannig að ég vann mig fljótlega upp í starfi.“ Þórhallur fékk silfur- og áhorfendaverð- launin á Nike-verðlaunahátíð ungra leik- stjóra árið 2002, og hefur síðar gert auglýs- ingar fyrir Nike-fyrirtækið. En það var ekki heiglum hent að komast í þessa keppni, því átján hundruð sendu handrit í keppnina, og aðeins þrjú voru valin til framleiðslu. Formaður dómnefndar var Gurinder Chadha sem leikstýrði hinni þekktu kvikmynd Bend it Like Beckham. Á hátíðinni átti forstjóri Stink Ltd tal við Þórhall og varð hann í kjölfarið einn af leikstjórum fyrirtækisins, sem er eitt af tíu stærstu í auglýsingagerð í heiminum. Þar hefur Þórhallur, sem notar höfundarnafnið Thor, m.a. unnið auglýsingar í nýju her- ferðinni sem MacDonalds stendur fyrir: „I’m Lovin’ it“, og auglýsingar fyrir Fuji, Philips og UPC-breiðbandsfyrirtækið. Þórhallur var valinn einn hæfileikarík- asti nýi leikstjórinn á Cannes-auglýs- ingahátíðinni 2003. Það var ein þekktasta auglýsingastofa í heimi, Saatchi & Saatchi, sem stóð fyrir því vali (New Directors Showcase). Hann hefur einnig verið valinn einn af tíu bestu nýju auglýsingaleikstjór- unum af heimsþekktum fagtímaritunum um auglýsingar. Þórhallur býr í Kaup- mannahöfn með sambýliskonu sinni, Þor- gerði Pálsdóttur, sem var að útskrifast sem vélaverkfræðingur frá HÍ. guhe@mbl.is Þórhallur Helgi Sævarsson LOFAR GÓÐU L jó sm yn di r: Á rn i S æ be rg Er auglýsingaleikstjóri á heimsmælikvarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.