Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 22
22 | 4.7.2004 Nafn Heimilisfang Póstfang Ég kom að manninum mínum á brjósta-haldara þegar ég kom heim óforvar-endis einn daginn. Ég var í fyrstu bara aldeilis hissa en eftir því sem lengra líð- ur finnst mér þetta óþægilegra atvik. Ég spurði manninn hvers vegna í ósköpunum hann hefði verið að máta brjóstahaldarann en hann yppti bara öxlum og ansaði svo sem engu. Nú velti ég því fyrir mér hvort ég eigi að láta bara sem ekkert sé og halda áfram að búa með honum og nefna þetta ekki meira eða hvort ég eigi að krefjast frek- ari skýringar. Ég held nú helst að ég vilji skilja við hann ef hann fær eitthvað út úr því að vera í kvenmannsnær- fötum. Alla vega finnst mér þetta í meira lagi skrýtin og óviðfelldin hegðun, segir ung kona. Því er ekki að neita að þetta er sérkennileg uppákoma. Vel er hægt að skilja að það hugnist ekki ungri konu að eiginmaðurinn noti fjarveru hennar til þess að máta brjóstahaldara af henni. Þó er úr vöndu að ráða því margt getur komið upp á langri leið í hjónabandi og ekki er alltaf allt eins alvarlegt og það sýnist vera í fljótu bragði. Það er svo sem ekkert sem bannar mönnum að máta kvenmannsnærföt en samt er það ekki í samræmi við það sem almennt gerist að því sem best er vitað. Að vísu er í fornsögum okkar getið um atvik þar sem það var skilnaðarsök að maður gekk í kvenmannsskyrtu. Ætla má því að formæðrum okkar hefði lítt hugnast að eiginmennirnir gengu í brjóstahöldurum þeirra, en slíkur fatn- aður var ekki til á þeim tíma. Það eru ástæður fyrir öllu sem fólk gerir og oft á tíðum liggur sú ástæða ekki í augum uppi, jafnvel ekki í huga þeirra sem eru í hlutverki geranda. Gæti t.d. verið að maðurinn sé að undirbúa þátttöku í tískusýningu félagasam- taka? Stundum klæða menn sig í kvenmannsföt af slíku tilefni. Öllu verra væri ef maðurinn er að velta fyrir sér möguleikum sínum sem dragdrottning. Kannski væri í fyrstu atrennu ráðlegt að meta kringumstæður út frá hegðun mannsins að öðru leyti. Líka mætti slá á létta strengi og gefa honum brjóstahaldara í afmæl- isgjöf á næsta afmæli. Alla vega er rétt að fara sér hægt í málinu og loka engum dyrum. Ástæðan hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Er í lagi að maðurinn sé að máta brjóstahaldara? Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 Æ T T K V Í S L I R B V R J V N A A U M V A N D A N I Ð U R S O K K I N N M F M I M H D E T P S Á J A I N N A N S T O K K S A N D A K Í L L Ð S E Ó I R A I K A F A R A R M Y N D L E T U R N G T Ö S G E R A N Í A S G A A B E R S Ö G L I H R U T V L O F N A U T N U G R A F Í T I A N Á L E Ð Ð B Á R Á T T U S Æ T I O U H U Í T Ð R R E K T O R G E G N D R Æ P I G L G Ó Ö Ð Í H U G U L L P I N N I N N A A D LÁRÉTT 1. Hroki sem gengur til höfuðs er spik. (11) 5. Kemur auga á nagla við að festa saman. (8) 8. Ávinningur framkvæmdur þegar í stað. (8) 9. Steinn tækis finnst mjög vestarlega. (11) 11. Trú, lof og ást berlega koma við sögu við festingu. (9) 12. Fimmtíu og fimm lerki geta falið slæma dáð. (7) 13. Þegna verndi þessi útlendingur. (9) 15. Skipalægi þar sem er mikið að gera og mikil störf. (8) 19. Lagði dóm á ópin vegna fæðunnar (8) 22. Púff, er mar hulið af hlutum af flík? (9) 24. Slæmt líf fyrir besta vininn. (8) 25. Lagðurinn er erfiður. (7) 26. Brabra alltaf látnar í gegnum aðra. (11) 27. Um at rita Mongóli. (6) 28. Suðuramerískt krabbadýr sem lifir á landi í mannslíki (10) 29. Varp frá borg Abrahams á forsmán. (6) LÓÐRÉTT 1. Ha, gast einn fundið þann sem var sá besti (7) 2. Elskan ill út af kryddi. (6) 3. Sólarhringur skömmu eftir þrenningarhátíð sem kostar mikið? (9) 4. Kýr fær hálfa kind með sér til að finna heljarmenni. (7) 5. Slæm ber á fugl. (7) 6. Fugl er þjónar litlum fiskum. (9) 7. Einhleypir eru dæmafáir. (10) 10. Þarfnast og krefst að komi út. (9) 14. Viðbjóður drepinn. Já, hvimleitt. (9) 16. Hvass endi málsins er í munni okkar. (12) 17. Gyðja á faraldsfæti er handhægt rit í ferðalagið. (10) 18. Aðgangsfrekur er nálægt gönguferð hundraðs. (10) 20. Jólaköttur? Nei, frumstætt rándýr. (9) 21. Í skýli þar af slegið. (8) 23. Mun númer æpa af orðagjálfri. (8) KROSSGÁTA 04.07.04 Krossgátuverðlaun Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilis- fangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Tímarits Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Skilafrestur á úrlausn krossgátu 4. júlí rennur út næsta föstudag og verður nafn vinnings- hafa birt sunnudaginn 18. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölulista, sem birtur er í Morgunblaðinu. Vinningur er gefinn af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Vinningshafi krossgátu 20. júní sl.: Birna Steingrímsdóttir, Jörfabakka 30, 109 Reykjavík. Hún hlýtur í verð- laun bókina Synir duftsins eftir Arnald Indriðason, sem Vaka-Helgafell gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.