Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 10
Víetnam (VN) er heillandi land, þjóðin er elskuleg og umburðarlynd gagnvart útlendingum. Lands- lagið er stundum sagt himneskt, strandlengjan er 3.451 km og víða ósnert af mannlegri athafnasemi. Tímarnir hafa verið erfiðir, en betri tíð er framundan. HO CHI MINH Margsinnis á umliðnum 2000 árum hafa innrásir verið gerðar í Víetnam. Á fyrstu til sjöttu öld eftir Kr. var suðurhluti landsins á valdi indverska konungdæmisins Funan. Landið var um tíma undir kínverskum yfirráðum, en öðlaðist sjálfstæði á tíundu öld. Seint á 16. öld varð landið hluti af portúgölskum verslunarleiðum. Á sautjándu öld náði franska nýlenduþjóðin yfirráðum þessara sigl- ingaleiða og undir lok 19. aldar höfðu Frakkar öðlast yfirráð yfir Víetnam eða árið 1859. Víet Minh-her þjóðhetjunnar Ho Chi Minh hrakti Frakka á brott árið 1954 og tók við stjórn Norður VN. Stjórn hans naut stuðnings austantjaldsríkjanna og varð landið leiksoppur á vettvangi kalda stríðs- ins. Nafn hershöfðingjans Ho Chi Minh merkir ljósberinn, en það var hann sem stofnaði Víetnamska kommúnistaflokkinn og var forseti lýðveldisins í Norður-VN frá árinu 1946 til dauðadags árið 1969. Hann lifði því ekki að sjá sigur norðurhlutans yfir suðurhluta VN. Ho Chi Minh kom mjög við sögu andspyrnunnar gegn erlendum yfirráðum í landinu. Hann stofn- aði byltingarflokk Víetnama í Kína árið 1925 og kom við stofnsögu kommúnistaflokksins í Indókína og Frakklandi. Þegar Frakkland var hernumið af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni kom japanski her- inn, bandamenn Þjóðverja, til Víetnam og veitti her Ho Chi Minh þeim mótspyrnu. Hann var í broddi fylkingar í Ágústbyltingunni í Víetnam árið 1945 sem gerð var eftir kjarnorkusprengingarnar í Japan. Hann var höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Víetnam sem m.a. var byggð á sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- ríkjanna, enda studdi Bandaríkjastjórn viðleitni hans til að berjast gegn Japönum og útvegaði vopn. Frakkar sneru aftur eftir síðari heimsstyrjöldina og segja má að Bandaríkjastjórn (Harry Truman) hafi þótt mikilvægara að styðja frönsku stjórnina en her Ho Chi Minh og flýði hann með herinn frá bækistöðvunum í Hanoi. Bretar komu Frökkum til hjálpar í Suður-VN og tóku málin í sínar hendur um stund. Ho Chi Minh stjórnaði skæruliðahóp sínum í átta ár og háði stríð við Frakka frá 1946 þang- að til þeim tókst að hrekja Frakka endanlega á brott. Genfarsáttmálinn leyfði stjórn Sósíalíska lýðveldisins í Hanoi en kvað jafnframt á um frjálsar kosn- ingar í landinu. Suður-Víetnam var stjórnað af ríkisstjórn Ngo Dinh Diem. Hann var ekki kommúnisti og her Ho Chi Minh hafði drepið bróður hans. Hann naut m.a. stuðnings þeirra sem flúðu Norður- VÍETNAM EFNAHERNAÐUR OG KALDA STRÍÐIÐ Ljósmyndir Þorkell Þorkelsson Texti Gunnar Hersveinn JARÐVEGSEYÐING er alvarlegt vandamál í Víetnam. Myndin er tekin í strandhéraðinu Nam Dinh sem er 90 km suðaustur af Hanoi. Byggðin er þétt því um 1200–1400 manns búa á hverjum ferkílómetra. Hluti af sveitunum verður reglulega vatnsósa þegar fljótin flæða yfir bakka sína og þegar fellibylur fer yfir. Rauði krossinn í VN og Danmörku hef- ur frá árinu 1997 plantað 6.300 hekturum af fenjaviði (mangrove) til að styrkja strönd- ina en þessi planta bindur jarðveginn vel og þolir sjó og vatn. Margir fá vinnu við þetta, sem aftur eykur kaupmátt á svæðinu. Fenjaviðurinn er vonarplanta í Víetnam og eru mörg verkefni í gangi vegna hans, t.d. rannsóknir í Háskólanum í Hanoi. Víetnam er tilkomumikið land, íbúar þess háttprúðir og einstaklega duglegir. Þjóðin hefur þurft að líða fyrir margar rangar ákvarðanir og býr ekki enn við velmegun. Notkun Bandaríkjahers á laufeyðinum „Agent Orange“ í Víetnamstríðinu hefur leikið þrjár kynslóðir grátt. Þetta efnavopn innihélt helsta eiturefni heims: Díoxín. Her- menn beggja fylkinga misstu heilsuna, börn og barnabörn margra þeirra sem urðu fyrir úðun fæðast alvarlega vansköpuð. 10 | 4.7.2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.