Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 23
4.7.2004 | 23
Guðrún
Helgadóttir
Pistill
Nágranni minn, Magnús heitinnÞórðarson, sagði einhverntíma: Það er ekki á þessa
kommúnista logið. Ekki er snjóa fyrr
farið að leysa en Guðrún dregur krakka-
skarann skjálfandi út í garð og hellir í
hann súpu. Og þetta var alveg rétt hjá
honum nema krakkarnir skulfu ekki
neitt. Við vöfðum okkur þá bara í teppi.
Okkur fannst nefnilega afskaplega nota-
legt að borða úti í garði. Og þeim mun
notalegra sem sól hækkaði á lofti.
Þessir sælutímar eru nú að mestu
liðnir, því að óvinur hefur komið aftan
að okkur og eyðilagt þessar ánægju-
stundir stóran hluta sumarsins. GEIT-
UNGURINN. Þessi andstyggðar
skepna, sem allir eru hræddir við nema
Erling Ólafsson. Er svo komið að mað-
ur er ekki rólegur þegar smábörn eru
við leik í garðinum og lítið gaman að
borða mat með kvikindin eins og þyrlu-
flota í kringum borðið. Og því fallegri
sem gróðurinn verður, því vinsælli flug-
völlur verður garðurinn fyrir þessi kvik-
indi.
Nú mætti ætla að flestir reyndu allt
sem unnt er til að losna við þessa óværu
og létu samstundis fjarlægja geitungabú
sem menn koma auga á í umhverfi sínu.
En er það svo einfalt? Nei, hreint ekki. Í
fyrra kostaði það heilar 5.000 krónur að
fá mann til að fjarlægja eitt bú. Og það
er meira en að segja það fyrir venjulegar
fjölskyldur, svo að þeim verður varla láð
þó að þær láti búin vera og voni að íbú-
arnir hegði sér. Fjöldi manna hefur nú
atvinnu af því að fjarlægja geitungabú,
og þeir ráða auðvitað sjálfir verðinu.
En hefur bæjarfélagið engan áhuga á
að gera gangskör að því að losna við
þessi kvikindi? Væri ekki hugmynd að
embætti meindýraeyðis borgarinnar og
annarra sveitarfélaga yrðu efld og raun-
veruleg herför hafin gegn þessari plágu,
þannig að skattborgararnir gætu leitað
hjálpar sér að kostnaðarlausu? Geitung-
urinn er nefnilega alls ekki hættulaus,
og einhvers staðar las ég að árlega deyi
nokkrar manneskjur hér í næstu lönd-
um vegna geitungabits og enn fleiri eru
heimtir úr helju á síðustu stundu, vegna
ofnæmis fyrir eitrinu, sem kvikindin
gefa frá sér.
Sjálfsagt er þessi ófögnuður kominn
til að vera, nema hér skelli á einn fimb-
ulvetur sem gæti lagt hann að velli. En á
meðan hann lætur á sér standa er hvert
bú sem eytt er betra en ekkert. Getum
við ekki tekið höndum saman og reynt
allt sem hægt er til að draga úr þessari
plágu? Svo að við getum aftur farið að
borða saman úti í garði.
Kvikindin eyðileggja sælustundir í garðinum
Sjónvarpið getur komið af stað undarlegustu atburðarásum og hér skal rakin stutt saga
sem tengir Ísland og Ítalíu:
Beinar útsendingar frá íþróttamótum leiða ekki alltaf til ljóða, en það gerist þó í stöku
tilfelli. Á Ítalíu sat ljóðskáldið Vincenzo Bagnoli á heimili sínu snemma ársins 1998 og
fylgdist með öðru auganu með útsendingu frá alþjóðlegu frjálsíþróttamóti. Sá hann þar
m.a. stangarstökkvarann íslenska, Völu Flosadóttur, í bláa bolnum sínum, svífa tign-
arlega yfir rá sem bar við himin. Einhverra hluta vegna sat atvikið í honum og hann
lagði nafn stúlkunnar á minnið. Skömmu síðar gekk Bagnoli á fjallið Ortles – án þess
reyndar að ná toppnum – og var um svipaðar mundir hugfanginn af ljóði Wallace Ste-
vens, The Poem that Took the Place of a Mountain. Ofan á þetta bættust svo hugleið-
ingar hans um afrek norska landkönnuðarins Amundsen, sem hafði sléttum 100 árum
áður fundið leiðina frá Baffin-flóa til Beringssunds á norðurhveli jarðar.
Út frá öllum þessum heimspekilegu pælingum um manninn gagnvart náttúrunni, um
mannlega reisn og takmörk, um kulda, úthald, háleitni og fegurð, skrifaði Bagnoli svo
ljóð sem nefnist 98, Amundsen – til stangarstökkvara. Ljóð þetta hefur nú birst á bók í
fyrsta sinn, ásamt tileinkuninni: per Vala Flosadottir (handa Völu Flosadóttur). Þar er
m.a. fjallað um það hvernig fegurðin virðist svara þyngdaraflinu, en upphafslínurnar
eru: „Sýndu mér hvernig ég get lengt skrefið (…) öld okkar stendur á jökulsporði.“
Bók Bagnolis nefnist 33 giri stereo LP (33 snúningar, víðóma LP) og er í kynningu
sögð fyrsta bókin sem „markar með skýrum hætti upphaf þeirrar bókmenntagreinar
sem kalla mætti avant-popp“ – og er þá vísað til eins konar framúrstefnupopplistar.
Ljóðin skauta frá Baudelaire til The Cure, frá T.S. Eliot til Lou Reed og bókinni fylgir
geisladiskur með nýrri popp-rokkóperu. Höfundur hennar er Nicola Bagnoli, eiginkona
ljóðskáldsins.
Vala Flosadóttir, sem býr í Svíþjóð, fékk ljóðið sent á sínum tíma í enskri og íslenskri
þýðingu, frá íslenskri kunningjakonu ítalska skáldsins. Hefur henni því verið kunnugt
um tilvist ljóðsins um nokkra hríð en að líkindum ekki búist við birtingu þess í bók sem
markar tímamót. Því þótt bókin muni ekki reynast straumbreytir í ítölskum bók-
menntum er hún í það minnsta tímamótaverk á ferli höfundarins, því hún er fyrsta bók
hans í fullri lengd.
AÐ LOKUM …
Fegurð þín svarar …
Bókin með ljóðinu um Völu og popp-
rokkóperan 33 giri stereo LP.
Stangarstökkvarinn
Vala á flugi árið
1998, þegar ljóðið
var í smíðum.
Með hækkandi sól og hlýnandi veðri fækkar föt-
unum að jafnaði eitthvað líka um leið og pils og
bolir verða styttri, stuttbuxurnar gægjast fram á
nýjan leik svo ekki sé minnst á sundfatnaðinn sem
gott er að spóka sig á við sundlaugarbarminn á
góðviðrisdögum. Slöpp húð og teygð, að ógleymdri
appelsínuhúðinni illræmdu sem jafnan er enn
meira áberandi á húð sem er föl og þreytuleg eftir
vetrarmánuðina, er hins vegar enginn aufúsugestur
þegar pínupilsið og bikiníið er dregið fram. Og
þótt hollt mataræði ásamt reglulegri hreyfingu sé
efalítið besta leiðin til að viðhalda stinnri og fal-
legri húð getur komið sér vel að geta leitað til
snyrtivöruframleiðenda eftir smáaukaaðstoð enda stunda mörg fyrirtækin stífar rannsóknir í
leit sinni að vopninu gegn appelsínuhúð og slöppum húðvef.
Franska fyrirtækið Biotherm hefur í gegnum árin unnið af kappi að þróun húðsnyrtivara sem
hreinsa og næra, sem og bæta stinnleika húðarinnar, og nú á vordögum sendi fyrirtækið frá sér
gelin Celluli-Choc og Abdo-Choc, sem ætluð eru í baráttunni gegn appelsínuhúð. Kakóbaunin
spilar stórt hlutverk í þessari línu sem einnig á að auka fitulosun og brennslu. Fyrir grennri kon-
ur, sem ekki glíma síður við appelsínuhúðina, er þá komið á markað Celluli-Zone, eins konar
svæðameðferð fyrir erfið svæði, og loks má þá nefna Body Fitness til auka stinnleika húð-
arinnar.
Christian Dior hefur einnig sent frá sér nýjungar í slagnum fyrir sléttri og stinnri húð og á hin
skemmtilega nefnda Bikini-lína því líklega vel við áður en fötum er fækkað á ströndinni. Meðal
nýjunga þar má nefna Body Firmer, Celluli-Diet og Top sem allar eiga að vinna á að þéttingu
húðvefjanna. Auk þess á Body Firmer að endurmóta og styrkja húðina, Top að þétta og stinna
húðina og veita brjóstunum aukinn stuðning og þá á Celluli-Diet að hafa lystarstillandi áhrif á
fitufrumur líkamans auk þess að vinna að niðurbroti þeirra. Meðal annarra nýjunga má þá nefna
Body Sculptess-gelið frá Lancôme sem á að stinna og móta húðina og Slim-línuna frá Estée
Lauder.
Ýmsar aðrar nýjungar líta þá reglulega dagsins ljós í baráttunni við þennan vágest og hefur m.a.
fataframleiðandinn Miss Sixty sent frá sér gallabuxur sem eiga að vinna á appelsínuhúðinni, en
buxurnar seldust upp í Bandaríkjunum á örskammri stundu. Jákvæð áhrif holls mataræðis og
reglulegrar hreyfingar á húðina verða þó seint ítrekuð of oft og eru snyrtivörufyrirtækin sjálf
dugleg að benda á að jákvæður árangur af notkun vöruflokkanna er mun fyrr sýnilegur þegar
þessir tveir viðbótarþættir eru einnig hafðir inni í myndinni.
Lancôme: Gommage Caresse-
kornamaski og Body Sculptesse.
Christian Dior-Bikini-línan: Top, Body Firmer, Celluli-Diet og
Perfecting Scrub.
L
jó
sm
yn
di
r:
Á
rn
i S
æ
be
rg
Biotherm: Celluli-Zone, Celluli-Choc, Abdo-
Choc og Body Fitness.
Stinn læri og sléttur magi