Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 14
ára. Hann er í hjólastól og algjörlega háður foreldrum sínum. Móðir hans, Hathi Mui, 49 ára, vinnur ein fyrir fjölskyldunni með því að selja grænmeti. Faðir hans, Giang Dac The, er 58 ára og barðist í stríðinu 1968 til 1974. Hann sagði við Rosemarie að hann hefði flúið undan Agent Orange-efnavopnaárás Bandaríkjanna í byrgi ásamt tólf öðrum hermönnum. Hann hefur ekki verið við góða heilsu síðan og þjáist af viðvarandi minnisleysi. „Lífið er erfitt,“ segir Hathi Mui og það sé m.a. vegna þess að þau eigi mörg börn á aldursbilinu 15–28 ára. „Fjölskyldan verður að gera sitt besta,“ segir hún. Rosemarie hitti líka Bui Van Nam sem hafði lokið fjórum af sex mánaða starfs- þjálfun í rafvirkjun. Rauði krossinn í Lao Cai heldur þessi námskeið og er markmiðið að nemendur geti síðan fengið vinnu og unnið fyrir sér. Fötlun Bui Van Nam er dæmigerð fyrir afkomendur þeirra sem urðu fyrir Agent orange-eitrun. Handlegg- irnir eru styttri en eðlilegt er og úlnliðir bognir um 90°. Hún heimsótti einnig Pham Huu Troung sem er 13 ára gamall þótt hann líti ekki út fyrir það en bróðir hans er 16 ára. Þeir eru báðir of þroskaheftir til að geta gengið í skóla í VN. Móðir þeirra, Naguyen Thi Mieng, sér um framfærslu fjölskyldunnar. Faðirinn, Pham Van Doanh, er aftur á móti óhæfur til líkamlegrar vinnu en hann tók þátt í Víetnamstríðinu og varð fyrir efnavopnaárás. Fjölskyldan býr í einföldu húsi í nánd við þjóðveginn og ræktar hrísgrjón sér til lífsviðurværis. Mieng segir Rosemarie að hún sé stolt yfir kúnni sem fjölskyldan fékk hjá spænska Rauða krossinum. Kýrin er kálffull í annað sinn. Fjölskyldan hefur átt öðru láni að fagna því tíkin þeirra var hvolpafull og átti sjö hvolpa sem verða ræktaðir og síðar seldir um eins árs aldurinn. Mieng segir að ekki muni veita af aukafé, því allir með- limir fjölskyldunnar treysti á hana og séu sísvangir. Einnig þarfnist húsið viðgerðar. DAUÐSFÖLL Þjáning og dauði eru kjarni stríða, en þeim hluta er oftast haldið frá al- menningi: Hann fær ekki að sjá eigin hermenn látna eða komast í návígi við þær þján- ingar og örvinglan sem þeir þurfa að líða, nema fyrir slysni eins og gerðist í Saigon í Nýárs-ársás VC. 58 þúsund bandarískir hermenn létu lífið í Víetnam og týndust eða tvöfalt fleiri en létust í Kóreustríðinu. Talið er að tæplega 225 þúsund Suður-Víetnamar hafi beðið bana í stríðinu og ein milljón Norður-Víetnama. Tæplega 10 prósent þjóðarinnar (1973) eða fjórar millj- ónir særðust eða létust sökum átakanna, flestir í Norður-Víetnam af völdum sprengjuregns Bandaríkjahers. Heil kynslóð ungra manna var þurrkuð út. Víetnam var ein af martröðum kalda stríðsins, því það voru Sovétríkin og Kína sem sáu Norður-Víetnömum fyrir vopnum og Bandaríkjamenn Suður-Víetnömum. Suður-VN féll að lokum í hendur Norður-VN 30. apríl 1975. Það var í Saigon sem jafnskjótt fékk heitið Ho Chi Minh. Síðustu Bandaríkjamennirnir yfirgáfu landið í þyrlum af þaki bandaríska sendiráðsins örfáum stundum áður en heimamenn gáfust upp. Einnig yfirgáfu 135 þúsund Víetnamar landið og á næstu fimm árum flúðu 545 þúsund landið og urðu þeir sem hurfu á braut sjóleiðina, kallaðir bátafólkið. Næsta áratuginn voru Víetnamar flæktir í borgarastyrjöldina í Kambódíu. ÞORP HINNA FORDÆMDU Sagt er að heildarmagn og eyðilegging sprengna sem varpað var á Víetnam samsvari fimm Hírósíma-kjarnorkusprengjum. Áhrif efnahern- aðar Bandaríkjastjórnar á landið er enn greinilegur 40 árum síðar. Trén drápust vissu- lega og þar óx í staðinn svokallað „amerískt“ gras sem verður allt að þriggja metra hátt. Núna stendur yfir átak ríkisstjórnarinnar að rækta tré og ýmsar aðrar plöntur í landinu, og skólabörn planta árlega milljónum plantna. Áætlað er núna að ein milljón manna sé fórnarlömb Agent Orange og þar af 150 þúsund börn. Ríkisstjórn VN aðstoðar hluta af þessu fólk og það gera frjáls fé- lagasamtök í Bandaríkjunum einnig, eins og The Ford Foundation, en að öðru leyti berst helst hjálp frá löndum sem voru ekki viðriðin stríðið í Víetnam. Þorpið Cam Nghia og nágrenni í miðhluta Víetnam varð sérlega illa úti vegna Agent Orange árásanna. Ástæðan var að í 2 km fjarlægð var herstöð. Í Cam Nghia fæðist nú tíunda hvert barn afskræmt. Mörg eru blind og heyrnarlaus og flest lík- amlega fötluð eða andlega. Sum eru fótalaus, önnur án handleggja eða með fjórar hnéskeljar eða olnboga. Þorpið var margsinnis úðað árin 1965 til 1967 og díoxínið fór í jörðina og fæðukeðjuna og það finnst í fiski, jafnt sem blóði og brjóstamjólk. Margir yfirgáfu það, en aðrir gerður sér hreiður neðanjarðar. Sumir sneru svo aftur eftir stríðið. Cam Nghia er fátækt þorp í fátæku landi og ber vitni um þá martröð sem fylgir öllum stríðum. NÆSTU ÁR Á annan áratug hafa fréttir borist af tæknivopnum, feikilega góðu miði og jafnvel byssum sem skjóta fyrir horn. Flestar stríðskvikmyndir hafa sýnt stríðs- ljóma og hetjudáðir, og áróðursvélar stríðsherranna miðlað röngum fréttum. Endr- um og eins eru voðaverkin þó afhjúpuð, en kastljós fjölmiðlanna staldrar ævinlega stutt við á hverjum átakastað, núna eru það Írak og Palestína, en ekki lengur Afgan- istan eða Víetnam, en afleiðingarnar fyrir allt lífskipulag í landinu eru viðamiklar. Þjóðin í Víetnam hefur nú loksins náð því að lifa heilan áratug í friði, bæði án átaka innanlands og án erlendrar hernaðaríhlutunar, eða frá árinu1992 en þá lauk styrjöld- inni í Kambódíu. Sovétríkin liðu undir lok og þar með urðu endalok kalda stríðsins milli vesturs og austurs: Hugmyndastríðsins sem bitnaði illþyrmilega á Víetnam. Árið 1994 afléttu Bandaríkjamenn viðskiptabanni sínu á Víetnam, en þá hafði það staðið frá árinu 1960. Þá fyrst gátu Víetnamar tekið erlend lán og flutt inn há- tæknibúnað, og nú eru fullgild stjórnmálatengsl við Bandaríkin. Árið 2000 voru há- tíðarhöld í landinu sökum þess að fjórðungur úr öld var liðinn frá endalokum Víet- namstríðsins og síðar á því ári heimsótti Bill Clinton landið. Hann var fyrstur Bandaríkjaforseta til að sækja Norður-Víetnam heim. Clinton hafði haft efnasemdir um Víetnamstríðið og komist hjá því að berjast sem hermaður í Víetnam. Hann tók þó ekki ábyrgð á afleiðingum efnavopnahernaðar Bandaríkjamanna í Víetnam. Framtíð Víetnam felst m.a. í öflugum landbúnaði og framsækinni ferðaþjónustu en markmiðið er að laða að ferðamenn, ásamt því að eiga í hagstæðum viðskipta- samböndum við önnur lönd. Landið hefur stigið skref í átt til hnattvæðingar. LÝÐVELDIÐ Sósíalíska lýðveldið Víetnam er í Suðaustur-Asíu og liggur að Taílands- flóa, Tonkinflóa, og Suður Kínahafi. Landið er 329.560 ferkílómetrar að stærð, af því þekur vatn 4.200 fkm. Landið er 1.650 km frá norðri til suðurs en þar sem það er mjóst eru aðeins 50 km þvert yfir. Nágrannalöndin eru Kína, Laos og Kambódía. Höfuðborgin er í Norður-VN og heitir Hanoi. Íbúar landsins voru 81,624.716 talsins í júlí 2003. Aldursdreifingin er 0–14 ára: 30,2%; 15–64 ára: 64,2%; 65 ára og yfir: 5,6%. Helstu trúarbrögð eru búddatrú, hoa hao, cao dai, kristin trú, frumbyggjatrú og islamstrú. Löggjöf ríkisins er byggð á kommúnískum lagasetningum, frönskum borgararétti, og bandarísku sjálfstæðisyfirlýsingunni. guhe@mbl.is Nánari umfjöllun um Víetnam í máli og myndum má finna á forsíðu mbl.is undir liðnum Nýtt á mbl.is. Tenglar: mbl.is, lonelyplanet.com, breidholtsskoli.ismennt.is/fjolmenning/ FRAMTÍÐ Víetnam er háð mörgum þáttum. Víetnamar eru dug- leg þjóð sem hefur lent í miklum hremmingum og stríðum sem skilja eftir óafmáanleg ör, nánast linnulaust frá því í síðari heimsstyrjöldinni til 1990. Þjóðin á sér djúpar rætur í tilkomu- mikilli náttúru. Þar er rótgróin siðmenning byggð á sterkum hefðum; fornri menningu, áhrifum frá því landið var nýlenda Frakka og loks arfi kommúnismans. Fólkið er einstaklega al- úðlegt og agað og býr nú í friðsömu landi. Ferðamenn og útlend- ingar eiga nú greiðari aðgang að Víetnam en áður, og hefur ferðaþjónusta eflst í kjölfarið. Landið dregur til sín fólk hvaðan- æva úr veröldinni, fólk sem vill njóta einstakrar náttúru. Sagt er að ferðamenn fái góða veislu fyrir skynfærin; sjón, heyrn, lykt og bragð – sem endist áfram í minninu um ókomna tíð. Menntun er lykill að velgengni, að mati Víetnama, og vel mennt- aður fjölskyldumeðlimur færir fjölskyldu sinni heiður og vel- gengni. Læsi þjóðarinnar er gott eftir mikið átak í þeim efnum, því 94% 15 ára og eldri kunna að lesa. Nærri öll börn fá grunn- menntun og stendur skólaskyldan í fimm ár. Menntakerfið var þó í lamasessi á meðan barist var í stríðinu. Víetnamar eru þjóð sem hefur dvalið í djúpum dal fátæktar, en með því að taka heillavænlega stefnu í efnahagslegri uppbygg- ingu getur framtíð barnanna orðið betri en foreldranna. Enn þarf þjóðin að glíma við flókinn vanda og því er brýnt að aðrar þjóðir aðstoði við að leysa hann með þeirri þekkingu og ríki- dæmi sem þær búa yfir. 14 | 4.7.2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.