Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 3
20 18
4.7.2004 | 3
4 Flugan
er á því að Fame sé ágætis afþreying þótt
fátt væri um flugelda og aðdáunarandvörp
frumsýningargesta. Ekki þótti henni heldur
verra að næla sér í stefnumót við Hákon,
krónprins Noregs, í NASA.
6 Helgi Snær
segir ekki sjálfgefið að þegja með öðru
fólki og veltir fyrir sér þagnarstiginu í
samböndum.
6 Lofar góðu
Þórhallur Helgi Sævarsson er auglýsinga-
stjóri á heimsmælikvarða og starfar hjá
bresku fyrirtæki.
8 Vildi vera geðveikt dramatísk
Eliza Newman, betur þekkt sem Eliza Geirs-
dóttir í Kolrössu krókríðandi og Bellatrix,
leynir á sér því síðastliðin ár hefur hún
stundað nám í klassískum söng í Lund-
únum.
10 Víetnam – Eftirhernaður og kalda stríðið
Víetnam er heillandi land og víða ósnert af
mannlegri athafnasemi. Á ferðalagi sínu um
landið komst Þorkell Þorkelsson ljósmynd-
ari að raun um að þjóðin er elskuleg og um-
burðarlynd gagnvart útlendingum. Gunnar
Hersveinn fjallar um landið í sögulegu sam-
hengi og afleiðingar Víetnamstríðsins, sem
ennþá eru að koma í ljós þótt 30 ár séu síðan
því lauk.
16 Smitandi sýn á heiminn
Lomo-myndavélar sem eiga rætur í Sovét-
ríkjunum þykja svalar nú um stundir þótt
tæknin sé ekki af fullkomnustu gerð.
18 Tískan á rauða dreglinum
Stórstjörnurnar eru leiðandi í tískunni og í
sumar virðast léttir og litríkir kjólar úr satíni,
blúndu og siffoni vera vinsælir meðal þeirra.
19 Sagði einhver SÍS?
Snjóhvítar tennur þykja núna meira stöðu-
tákn en merkjavara, hraðakstursbílar og
gimsteinar.
20 Matur og vín
Á veitingastaðnum Rauða húsinu á Eyrar-
bakka er þjónustan einstaklega vinaleg og
fagmannleg.
22 Álitamál
Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkrum
hliðum á mannlegum málum.
22 Krossgáta
Hvaða fugl þjónar litlum fiskum? Skila-
frestur úrlausnar er næsta föstudag.
23 Pistill
Guðrúnu Helgadóttur er í nöp við geitunga.
Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,
sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is,
Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is
Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
ISSN 1670-4428
Forsíðumyndina tók Þorkell Þorkelsson í Víetnam.
KONAN á forsíðunni er með sólhlíf til að verja sig og barnið
sitt fyrir heitum geislunum. Bifreiðir eru fáséðar á þessum
slóðum, stöku sinnum má sjá einhvern á mótorhjóli eða reið-
hjóli, en flestir sinna erindum sínum fótgangandi. Leiðin er
oft löng og torfarin. Þessi kona er á leið heim af markaðinum
og hefur gengið allan þann veg sem sjá má á myndinni.
8
„Mig langar náttúrulega að vera
geðveikt dramatískt lýrísk,“ segir
Eliza Newman, betur þekkt sem Eliza
í Bellatrix, en hún hefur stundað nám
í klassískum söng í Lundúnum.
16
Ungur maður stendur í stiga upp við svartan glansandi gran-
ítvegginn með hvítan blaðsnepil í höndunum og blýant, hann
leggur blaðið að veggnum og krotar með blýantinum yfir nafn
sem grafið er í vegginn, nafnið kemur í ljós á blaðinu, blað-
sneplinum er stungið í vasann og verður ein af minningunum um ástvininn sem lét lífið í Víetnamstríðinu.
Þetta er mynd sem greypist í hugann þegar staðið er við að því er virðist óendanlega langan minnisvegg í
Washington DC, vegg sem geymir nöfn 58.000 manna og kvenna sem létu lífið eða hurfu í Víetnamstríð-
inu. En það er einungis fjöldinn sem Bandaríkjamenn fórnuðu í þessu umdeilda stríði. Víetnam varð fyrir
enn meiri skaða því 1,2 milljónir Víetnama létu lífið og milljónir særðust. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag
færir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari okkur myndir af hræðilegum afleiðingum stríðsins í Víetnam sem 30
árum síðar eru enn áþreifanlegar. Ein af myndum hans sýnir 17 ára ungan mann sem er mikið fatlaður í
hjólastól og algjörlega upp á veikburða foreldra sína kominn. En hann er einungis einn af hugsanlega millj-
ón einstaklingum sem eru fórnarlömb eiturefnavopns sem notað var í Víetnamstríðinu og gekk undir
nafninu „Agent Orange“. Nú eru komnar þrjár kynslóðir sem hafa þurft að þjást vegna þessarar hernaðar-
aðgerðar og enginn veit hve mörg vansköpuð börn munu fæðast, hve há tíðni ungbarnadauða verður eða
hve margir munu þjást af krabbameini. Þótt ekki hafi tekist að sanna fyrir dómstólum að eiturefnaaðgerð-
irnar séu orsök alls þessa þá eru tengslin augljós. Myndir Þorkels og texti Gunnars Hersveins ættu að vekja
okkur til umhugsunar um að þær myndir sem fjölmiðlar sýna okkur núna af stríðsátökum dagsins í dag í
Írak, Palestínu og Ísrael eru veruleiki þess fólks sem þar er statt. Átök og sprengingar sem stundum fara
fyrir ofan garð og neðan hjá okkur hér í amstri hins íslenska veruleika en munu hafa ófyrirséðar afleiðingar
á líf þessa fólks og afkomenda þeirra. margret@mbl.is
04.07.04
L
jó
sm
yn
d:
H
el
ga
E
gi
ls
on