Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 20
20 | 4.7.2004 Það vekur óneitanlega athygli hversu margir forvitnilegir veitingastaðir hafaraðað sér upp á skömmum tíma með stuttu millibili á Árborgarsvæðinu íeinungis rúmlega hálfrar klukkustundar fjarlægð frá höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir skömmu var hér fjallað um Fjöruborðið á Stokkseyri og hinn vinsæla humar þess en einnig má nefna Hafið bláa við bakka Ölf- usár. Á milli þeirra tveggja, á Eyrar- bakka, var fyrir um þremur árum opnaður veitingastaðurinn Rauða húsið í fallegu gömlu húsi, sem eng- um ætti að koma á óvart að er rautt á lit, og býr yfir langri og forvitni- legri sögu líkt og mörg önnur hús á þessu svæði. Þarna hefur verið starf- ræktur skóli og gistiheimili og nú síðast veitingasala. Upphaflega var það byggt yfir barnaskólann á Eyr- arbakka árið 1880 og lengi var það í eigu Gunnars Jónssonar húsasmiðs og því gjarnan nefnt Gunnarshús. Þarna í þessu húsi dvaldi Halldór Laxness um skeið og gerði uppkast að hluta Íslandsklukkunnar. Nú gengur þetta fallega timburhús hins vegar undir nafninu Rauða húsið. Vertinn á Rauða húsinu er Ingi Þór Jónsson sem margir kannast líklega við frá þeim tíma er hann rak veitingastaði á borð við Ömmu Lú í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Rauða húsið er rétt við fjöruborðið og það getur verið hressandi að ganga fyrir eða eftir mat upp á varnargarð- inn meðfram sjónum, anda að sér fersku sjávarloftinu og virða fyrir sér fjölskrúðugt fuglalífið á þessum slóðum. Húsið sjálft var alveg tekið í gegn áður en staðurinn var opnaður árið 2001, matsalurinn er gamaldags, einfaldur en smekklegur. Á góðviðrisdögum eins og hafa verið svo algengir á síðustu vikum er hins vegar tilvalið að nýta sér borð úti í garði og snæða matinn undir beru lofti. Það er ekki oft sem gefst tækifæri til þess á íslenskum veitingastöðum og því um að gera að grípa gæsina þegar hún gefst. Matseðillinn á Rauða húsinu er ekki langur og hann byggist nær eingöngu á sjávarréttum, eins og er líklega við hæfi á þessum slóðum. Hægt er að fá sjávarréttasúpu og þá jafnt sem forrétt eða aðalrétt. Hún var þykk rjómasúpa þar sem krafturinn byggðist að miklu leyti á grænmeti og auk vel útilátinna bita af fiski og humri var í henni að finna zucchini- sneiðar og brokkólí. Ágæt súpa þótt hún hefði getað verið bragðmeiri í grunninn. Gratíneraður saltfiskur var með parmigianohjúp, stórt og fallegt stykki, vel eldað og útvatnað. Fisk- urinn var á miklu salatbeði þar sem uppistaðan var tómatar og jöklasalat með grænum ólífum og einni kart- öflu (sem var ofaukið fyrir minn smekk). Minna fór fyrir basil sem einnig var talið upp í lýsingu á mat- seðli. Humar var einnig borinn fram með miklu salati, jöklasalati, tómötum og rauðlauk. Sjálfur humarinn var smjörsteiktur og fallega frágenginn og snyrtur og raðað upp á skeljunum áður en hann var borinn fram. Hann var óaðfinnanlegur að öllu leyti, stór og góður og tíma- setning á matreiðslunni rétt. Þjónustan var einstaklega vinaleg og fagmannleg og það sem hvað mestu máli skiptir: ávallt með bros á vör. Borðbúnaður er fremur einfaldur en hæfir stemmningu salarins vel. Vínlistinn er stuttur og byggist fyrst og fremst á vín- um frá spænska framleiðandanum Torres annars vegar og hinum ítalska Bava hins vegar. Auðvitað hefði verið ákjósanlegt að hafa meiri breidd en þarna voru þó vín sem ættu að henta flestum gestum og öllum réttum. RAUÐA HÚSIÐ Eyrarbakka, pöntunarsími: 483-3330. www.raudahusid.is STEMMNING: Fallegt hús í huggulegu sjávarþorpi þar sem sjávarfangið er borið fram með bros á vör. EINKUNN:  Viðunandi  Góður  Mjög góður Frábær  Afburða veitingastaður Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og mat, að teknu tilliti til verðlags. MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON RAUÐA HÚSIÐ Á EYRARBAKKA Það er hressandi fyrir eða eftir mat að anda að sér fersku sjávarlofti uppi á varnargarðinum rétt hjá staðnum L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Ítalía er mikið vínland og fjölbreytnin gífurleg. Hér verður fjallað um vín frá þremur héruðum sem ekki hafa verið mjög algeng í íslensku vínflórunni en eiga svo sannarlega skilið að vínunnendur gefi þeim gaum. Eitt magnaðasta rauðvínshérað heimsins er Piedmont í norð- austurhluta Ítalíu. Þaðan koma vín á borð við Barbera, Barolo og Barbaresco og ávallt fagnaðarefni þegar nýir fulltrúar bætast í hillurnar. Luciano Sandrone Barbera 2001 hefur dökkan kirsuberja- ávöxt í nefi, krækiber og áfengi. Mikil samþjöppun í bragði sem væntanlega má rekja til þess að uppskerumagni á hektara hefur verið haldið í lágmarki og djúpur, dökkur litur. Þetta er stórt og magnað vín en með glettilega mjúkum tannínum, eikin vinnur vel með ávextinum og heildarútkoman er frábær. Þetta vín kostar 2.490 krónur en það er alls ekki mikið fyrir vín í þessum gæða- flokki. 19/20 Annað norður-ítalskt víngerðarsvæði er Trentino. Þar eru framleidd afbragðsvín við rætur Dólómíta-fjalla meðal annars úr hinni sjaldséðu Teroldego. Fáir gera betri vín úr þeirri þrúgu en Elisabetta Foradori. Foradori Teroldego 2002 er mjög athyglisvert vín fyrir þá sem vilja reyna eitt- hvað nýtt, grænar kryddjurtir, beiskur brjóstykur og jafnvel Fisherman’s Friend og sveskjur í nefi. Góð uppbygging og millilöng ending í munni. 1.790 krónur. 17/20 Þriðja norður-ítalska víngerðarsvæðið sem hér kemur við sögu og því miður hefur lítið farið fyrir til þessa í úrvalinu hér á landi er Suð- ur-Týról eða Alto Adige eins og það heitir á ítölsku. Þetta þýsku- mælandi hérað í norðurhluta landsins er þekktast fyrir öflug og stíl- hrein hvítvín en einnig rauðvín úr Búrgundarþrúgunni Pinot Noir. Nú eru komin á markað þrjú hvítvín frá framleiðandanum St. Michael-Eppan. Þetta er vínsamlag sem 335 bændur eiga aðild að og hefur tekist að skipa sér sess meðal framsæknustu víngerðarfyr- irtækja Ítalíu. Hvítvínin þrjú sýna sem nú eru í reynslusölu sýna hvers vegna. Lahn Sauvignon Blanc 2002 hefur ljúfa angan af sætum grænum eplum, límónu og perubrjóstsykur, þykkt í munni, ferskt og bjart. Þungaviktarsumarvín. 1.790 krónur. 18/20 Anger Sauvignon Blanc 2002 er öllu meira og jafnframt dýrara vín, þetta er klassískur evrópskur Sauvignon í háum klassa, mikill köttur, kamilla og græn paprika, þétt í munni með góðri sýru í bland við þykkan ávöxtinn, góður endir með örlítilli seltu. Klassavín. 2.690 krónur. 19/ 20 Loks er frá sama framleiðanda að finna vín úr þrúgunni Pinot Grigio en sú ágæta þrúga hefur farið sigurför um heiminn á undanförnum árum. Anger Pinot Grigio 2002 er vín sem einkennist af krydduðum og samþjöppuðum ávexti, eplum og ananas. Langt í lokin með léttbeiskum karakter. 1.790 krónur. 17/20 VÍN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.