Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 21
22.8.2004 | 21
TÍSKA | ELÍNRÓS LÍNDAL
HIPPAR OG VILLTA VESTRIÐ
Í BLAND VIÐ HOLLÍVÚDDGLAMÚR
Annars vegar eru pilsin afar stutt eða
rétt fyrir neðan hné og þá með ,,pensil-
sniði“ sem minnir á tísku seinni-stríðs
áranna. Pils 11.990 kr., leðurtaska
17.990 kr. og skór 15.990 kr.
Stutt gallapils 4.950 kr.
og taska 15.990 kr.
Kúltur, Kringlunni.
Fyrir millifín tilefni
þykir ómissandi að eiga
teinótta dragt, helst
dökkbrúna með bleik-
um teinum, bleika silki-
skyrtu og skó í stíl.
Skórnir verða helst að
vera úr efni sem minnir
á krókódílaskinn og líta
út eins og skór frá
sjötta áratug síðustu
aldar. Zara, Smáralind.
Gallabuxur 9.900 kr., toppur
9.990 kr., bolur 4.590 kr. og
loðfóðruð stígvél 15.990 kr.
GK REYKJAVÍK.
L
jó
sm
yn
di
r:
K
ri
st
in
n
In
gv
ar
ss
on
Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu undanfarið bíða efalítiðmargir óþreyjufullir eftir því að hnausþykkar peysurog aðrar fylgiflíkur vetrarins komi í verslanir. Biðin er
senn á enda því verslanir eru óðum að fyllast af
vörum sem tilheyra hausttískunni. Eins og
vera ber eru ákveðnar stefnur í gangi og
nokkrir hlutir ómissandi í fatasafnið fyrir
haustið. Fyrst má nefna fóðruð kulda-
stígvél annars vegar og kúrekastígvél
hins vegar. Fóðruðu kuldastígvélin
eru ekki alveg ný af nálinni þar
sem þau urðu mjög vinsæl í
fyrravetur og hafa sést á einstaka
konum í sumar. Ómissandi er að
klæðast flottum þröngum galla-
buxum við stígvélin og mikil-
vægt að hafa buxnaskálmarnar
ofan í þeim. Við þetta þykir svo
flott að hafa slá yfir axlirnar og til
þess að ná fram lokahnykknum,
eins konar Siennu Miller eða
Kate Hudson stíl, verður hárið
að vera í stórum liðum og án
efa skipt í miðju.
Andstæður Það skemmti-
lega við tískuna í haust
eru miklar andstæður,
þar sem hversdagsfatnaðurinn hefur yfir sér hippalegan kú-
rekastíl í bland við smá rokk og ról, en spariklæðnaðurinn
minnir á gamla góða Hollywood-glæsileikann (frá því á fjórða
áratug síðustu aldar). Fyrir millifín tilefni er svo ómissandi að
eiga teinótta dragt, helst dökkbrúna með bleikum teinum,
bleika silkiskyrtu og skó í stíl. Skórnir verða helst að vera úr
efni sem minnir á krókódílaskinn og líta út eins og skór frá
sjötta áratug síðustu aldar.
Brúni liturinn er áberandi í hausttískunni en einnig bleikur
og drapplitur. Svart stendur alltaf fyrir sínu og eru litlir, stuttir
svartir leðurjakkar með rennilás vinsælir. Mjaðmabuxurnar
eru ennþá mjög heitar og þykir nauðsynlegt að skarta fallegu
belti við þær. Dragtir eru með síðum buxum og þó skálmarnar
séu víðar þá er kvenleikinn undirstrikaður með því að leggja
áherslu á grannt mittið.
„Pensil“-pils og loðfeldur á herðum Pilsin eiga annaðhvort að
vera afar stutt eða rétt fyrir neðan hné í svokölluðu ,,pensil-
sniði“ sem minnir á tísku seinni-stríðs áranna. Stuttu pilsin
þykja mjög flott hversdags með kúrekastígvélum, en ,,pensil“
pilsin eru notuð fyrir fínni tækifæri og þá er við hæfi að vera í
háhæluðum skóm, kvenlegri skyrtu, jafnvel sveipa loðfeldi yfir
axlirnar (cape) eða tweed-jakka, en tweed-efnið hefur líkleg-
ast aldrei verið vinsælla en einmitt núna.
Klæðaburður og yfirbragð leikkvennanna Sienna Miller og
Kate Hudson þykir í senn frjálslegt og hippalegt og eru þær
því ágætis fyrirmyndir fyrir þær sem vilja tolla í tískunni í
haust og vetur. elinros@simnet.is
Fatnaður sem minnir á gamla Hollywood-
glæsileikann. Toppur 10.990 kr., pils 10.990 kr.,
slá 10.990 kr. og gylltir skór 17.990 kr. Karen
Millen, Kringlunni.
Ómissandi fatnaður og fylgihlutir í fatasafnið fyrir haustið og veturinn
Sienna
Miller.
Kate
Hudson.