24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 41

24 stundir - 22.12.2007, Blaðsíða 41
24stundir LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2007 41 H lutverk kirkjunnar er hið sama og það hef- ur alltaf verið. Þótt aðstæður og kröfur breytist þá er megin- hlutverk kirkjunnar að boða fagn- aðarerindi frelsarans. Dagskipunin er: Farið út um allan heim og gerið allar þjóðir að lærisveinum,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup. Á kirkjan þá líka að fara í leik- skóla og skóla og boða fagnaðar- erindið? „Sú umræða hefur risið hátt og er á margan hátt ruglandi vegna þess að kirkjan er ekki að sinna trú- boði í skólum, og ætlar sér það ekkert. Af umræðunni mætti ætla að prestar væru vaðandi inn í allar kennslustofur, berjandi börn til trúar. Það er ekki þannig. Hins veg- ar hefur víða komist á gott samstarf milli kirkju og skóla þar sem prest- ar koma í heimsókn og skólabörn heimsækja kirkjur en það er á for- sendum skólans og með fullri virð- ingu og gagnkvæmum skilningi milli kirkju og skóla. Lykillinn er vilji og ábyrgð foreldranna. Kirkjan vill standa vörð um foreldrarétt- inn, það er mjög mikilvægt.“ Gleðilegur stuðningur Hefurðu fengið viðbrögð frá fólki við þeirri miklu umræðu sem hefur verið í samfélaginu um trúarbragða- kennslu í skólum? „Já, gríðarlega mikil. Ég hef fundið að almenningi ofbýður krafan um að útiloka allt sem við- kemur trú frá skólunum og ég finn eindreginn stuðning við kristin- fræðikennslu. Þetta er gleðilegur stuðningur vegna þess að kristin- fræði hefur nokkuð lengi staðið höllum fæti í grunnskólanum. Smám saman hefur Biblíusögum og kristinfræði verið þokað út á jaðarinn. Ég tek eindregið undir kröfuna um trúarbragðafræðslu í skólunum, það er bráðnauðsynlegt að auka hana og efla í grunnskól- um og ekki síður í framhaldsskól- um. Það má bara ekki verða á kostnað kristinfræðinnar. Margir gefa sér að kristinfræði- kennsla í skólum sé trúboð. Það er hún ekki, hún er fræðigrein og verður að vera á faglegum forsend- um skólans. Hver er línan á milli boðunar og fræðslu? Trúboð er huglægt og snýst um að höfða til einstaklingsins þannig að hann taki afstöðu. Fræðsla er hlutlæg og verður alltaf að byggjast á virðingu fyrir viðfangsefninu og því að það njóti sín. Ég held reyndar að krafan um hlutleysi kennara gagnvart þessu hafi gert marga kennara mjög óörugga. Því verður að breyta. Ef ég væri að kenna um íslam þá yrði ég að kenna nemendunum um það hvernig múslímar biðjast fyrir, ég yrði að kenna þeim um helstu trúargreinar íslams og ég myndi vilja að þau kynnu skil á trúarjátn- ingu múslíma. Væri þetta trúboð? Nei, þetta væri viðleitni til að vekja með nemandanum skilning á því um hvað íslam snýst. Með því að fræða um þessa þætti er verið að koma í veg fyrir ótta og yfirborðs- legar staðalímyndir. Hlýtur þá ekki það sama að gilda þegar kennt er um kristni? Verður þá ekki að kenna sögurnar sem bera uppi kristnina, Biblíusögurnar, fræða um inntak helstu hátíða kristinna manna, boðorðin, faðirvorið og trúarjátninguna? Það væri ekki trú- boð heldur upplýsing, fræðsla, svo að börnin verði læs á þennan þátt lífsins. Ef fræðsla um þá trú og sið sem óneitanlega mótar samfélag okkar og menningu er tekin út úr skólunum þá felst í því trúboð um að þessi fræði skipti engu máli, séu svo lítilvæg að það sé algjör óþarfi að setja sig inn í þau. Það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Væri það ekki menningarlegt slys þar sem menningarsaga Vesturlanda er svo nátengd kristinni trú? „Hvernig getur fólk lesið heims- bókmenntirnar án þess að hafa innsýn í grundvallarstef Biblíu- sagna og kristinnar trúar? Eins ef menn vilja vera læsir á myndlist- arsögu Vesturlanda þá verða þeir einnig að búa yfir þessari þekkingu. Kvikmyndir eru sömuleiðis stút- fullar af trúarlegum vísunum af öllu tagi. Ég get ekki ímyndað mér að okkur væri sama um að fólk hafi engan skilning á þessum þáttum. Ég held að það hafi aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að auka lesskilning gagnvart menningu okkar og umhverfi. Þetta snýst einnig um rætur samfélags okkar sem vaxa úr jarðvegi kristinnar trú- ar. Samfélag okkar hlýtur að þurfa að byggja á samstöðu um það hvaða gildum við höldum á lofti og með hvaða hætti. Þess vegna er þessi umræða mjög mikilvæg og góð. Ég heyri af því úr sauma- klúbbum, laufabrauðsbakstri og jólahlaðborðum að fólk er að tala um hlutverk kristninnar í sam- félaginu og í skólunum, já og um trúaruppeldi. Það er gott. Þannig á það að vera. Það er vísbending um að kirkja og kristni njóti almenns stuðnings. Við eigum líka að vera meðvituð um það hvernig samfélag við viljum að þróist hér. Ég er sannfærður um það að ef við sinn- um ekki kristnum þætti uppeldis- ins á heimilunum, og með stuðn- ingi staðgóðrar menntunar í skólunum, þá muni verða býsna þröngt um umburðarlyndið áður en langur tími er liðinn. Rót for- dóma, hleypidóma og tortryggni er fáfræðin.“ Sýnileg trú Finnst þér áhyggjuefni að fá- mennur hópur fólks sé að beita sér gegn kristnum gildum samfélagsins? „Mér finnst áhyggjuefni að þeg- ar menn flagga með gildishlöðnum orðum eins og mannréttindi, um- burðarlyndi og mismunun þá þorir fólk ekki að segja neitt. Stjórnmála- mennirnir kinka bara kolli og segja: „Mismunun? Nei, auðvitað viljum við ekki mismunun.“ Kirkjan á tvímælalaust mikinn hljómgrunn og kemur öllum við. Þess vegna eru umræður um kirkju og trúmál oft mjög tilfinninga- þrungnar. En er það sem við köll- um „umræðuna“ ekki meira og minna borið uppi af kjaftöskum og slagorðaglamri? Það fer alla vega fljótt út í karp og útúrsnúninga og skítkast. En það er alveg víst að í okkar samtíð eru trúmál meira á dagskrá en áður. Þau eru líka hluti af heimspólitíkinni. Trúin hefur orðið miklu sýnilegri en hún var um langt skeið á hinum opinbera vettvangi og í fjölmiðlum. Hluti af því er örugglega tilkoma íslams á Vesturlöndum. Það gerir að verk- um að margir hrökkva við af því að þar er mjög sýnileg trúariðkun. Vesturlandabúar og sérstaklega Norður-Evrópumenn hafa lengi vanist því að trú sé einkamál sem engum komi við og sé ósýnileg. Og þeim bregður við, búnir að gleyma því að trúin hefur ætíð sterka sam- félagslega skírskotun. Hún birtist í samfélagslegum veruleika, mótar sið og hefðir meir en við gerum okkur grein fyrir. Hins vegar eru þeir eru ekki alltaf trúaðastir sem hafa oftast Guðs nafn á vörum.“ Þú verður stundum fyrir harðri gagnrýni. Tekurðu hana inn á þig? „Það er mikið álag sem fylgir þessu starfi, það blása oft kaldir vindar. Maður í þessi starfi lendir oft í því að vera skotskífan. Þá er HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Ég er sann- færður um það að ef við sinnum ekki kristnum þætti upp- eldisins á heimilunum, og með stuðningi stað- góðrar menntunar í skól- unum, þá muni verða býsna þröngt um um- burðarlyndið áður en langur tími er liðinn. Rót fordóma, hleypidóma og tortryggni er fáfræðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.