24 stundir - 15.01.2008, Síða 6

24 stundir - 15.01.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir Efnahagsmál og kjaramál verða fyrirferðarmikil á Alþingi í vor ef marka má áherslur þingflokksfor- manna og þingmanna en Alþingi kemur saman í dag. Kristinn H. Gunnarsson segir auk þess mikilvægt að lækka skatta á fólk með lægstar tekjur og boðar sérstakan persónuafslátt fyrir þann hóp. „En svo er það náttúrlega endurskoðun fiskveiðilöggjafar- innar með stuðningi mannrétt- indanefndar SÞ,“ segir hann. Auk þess að leggja áherslu á efnahagsmál bætir Arnbjörg Sveinsdóttir því við að ný frum- vörp menntamálaráðherra á þinginu verði áhugaverð. „Það eru stóru málin áfram, orkumál, félags- og velferðarmál og ég vona að húsnæðismálin verði til umræðu,“ segir Lúðvík Berg- vinsson, Samfylkingu, og bætir við að spennandi verði að fylgjast með störfum þingsins eftir að umgjörð þess var breytt. aak Kjör, kvóti og orka á Alþingi „Spennandi þing“ Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bilun í báðum spennum Sultar- tangavirkjunar hefur orðið þess valdandi að átta ára vatnsaflsvirkj- unin leggur landinu ekki til raf- magn mánuðum saman. Vinna er- lendra rafverktaka við virkjunina var gagnrýnd þegar hún var reist en upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir skýringar á biluninni ekki að finna þar. Viðhaldi og eftirliti fjarstýrt Starfsmenn sem sinna viðhaldi og eftirliti með Sultartangavirkjun eru staðsettir í Búrfellsvirkjun en virkjunin er auk þess vöktuð af miðstöð Landsnets í Reykjavík. „Raforkukerfinu er stýrt frá ein- um miðlægum stað og þar eru menn á vakt allan sólarhringinn og fylgjast með öllum atburðum sem gerast í gegnum tölvukerfi,“ segir Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. „Starfsmenn í stöðvunum mæla og nema og reyna að koma í veg fyr- ir að svona gerist. Til dæmis efna- greina menn reglulega olíuna sem er inni í spennum til að sjá hvort eitthvað sé að gerast. Það er ákveðið kerfi á því, en það dugði ekki til í þessu tilfelli,“ segir Þorsteinn. Galli eða of mikið álag Þorsteinn segir orsök bilunar- innar annað hvort að finna í bún- aðinum sjálfum eða einhverju óeðlilegu álagi á hann. „Annað hvort er einhver galli á búnaðinum, framleiðslugalli. Svo er hugsanlega einhvers konar hönnunargalli, og þá ekki síður hvernig til dæmis tengingin er á milli stöðvarinnar og út í raforku- kerfið,“ segir Þorsteinn. „Og svo er náttúrulega líka möguleikinn á einhverskonar atburði, eins og eld- ingu, sem skilar yfirspennu eða straumi inn á þessa spenna.“ Gagnrýni rafiðnaðarmanna Þegar vinna við Sultartanga- virkjun stóð sem hæst fyrir átta ár- um var haft eftir vönum íslenskum rafiðnaðarmönnum að virkjunin væri faglegur ruslahaugur. Kenndu þeir slælegum vinnubrögðum er- lendra verktaka þar um. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, sagðist í samtali við 24 stundir ekki geta sagt neitt til um bilunina í spennunum nú, til þess þekki hann málið ekki nógu vel. „Óneitanlega rifjast upp fyrir manni ummæli þessara manna þegar að eftir nokkur ár virkjunin er stopp út af því að búnaður sem á að endast áratugum saman er ónýt- ur, eða eitthvað að honum,“ segir Guðmundur. Þorsteinn hafnar því að vinnu- brögð þegar virkjað var hafi valdið biluninni. „Það er ekkert við frá- ganginn sem slíkan, það hvernig spennirinn er skrúfaður niður, það er ekkert svoleiðis sem veldur þessu,“ segir Þorsteinn. „Það gerist eitthvað inni í honum. Enginn hérna á Íslandi hefur farið inn í þennan spenni fyrr en núna.“ Búrfellsvirkjun Viðhaldi og eftirliti með Sultartanga er sinnt af starfsmönnum Búrfellsvirkjunar. Spennu vantar á Sultartanga  Búnaður sem endast á áratugum saman óstarfhæfur eftir átta ár  Ekkert að vinnubrögðum rafiðnaðarmanna, segir Landsvirkjun ➤ Undir fullu afli framleiðirSultartangavirkjun 120 MW, en heildarframleiðsla raforku á Íslandi eru 1.900 MW ➤ Fyrri vél virkjunarinnar vargangsett árið 1999 en sú síð- ari árið 2000 ➤ Vélarnar urðu óstarfhæfar ínóvember og desember á síð- asta ári STOPP Á SULTARTANGA Úr mínus í plús Námskeið í dag! ÖRFÁ SÆTI LAUS Skráning í síma: 587 2580 og á www.spara.is BÚÐDÆLINGAR! Er ég kem heim í Búðardal bíður mín brúðarval, en 44 annarra íbúa Búðardals beið líka vinningur í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.