24 stundir - 15.01.2008, Síða 10

24 stundir - 15.01.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Seðlabankinn talar enga tæpitungu í umsögn sinni til Ársreikningaskrár vegna umsóknar Kaupþings um heimild til að færa bókhald bankans í evr- um. Í umsögninni segir einfaldlega: „Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reiknings- haldi sínu.“ Seðlabankinn skefur heldur ekki utan af því þegar hann segir í umsögn sinni: „Ekki er vitað til þess að í nálægum löndum geri helstu fjármálafyr- irtæki upp reikninga sína og skrái hlutafé í öðrum gjaldmiðli en mynt þess lands þar sem þau hafa höfuðstöðvar sínar. Íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar og lögeyrir og stefna stjórnvalda er að svo skuli vera.“ Burtséð frá því að Seðlabankinn er Kaupþingi ósammála um túlkun á núgildandi löggjöf hér á landi, svo og á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, er afstaða hans að þessu leyti alveg skýr. Seðlabankinn er á móti því að inn- lend fjármálafyrirtæki taki upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að sum innlendu fjármálafyrir- tækin, með Kaupþing og Straum-Burðarás í fararbroddi, telja mjög mik- ilvægt að geta fært bókhald sitt í evrum og skráð hlutafé í sama gjaldmiðli. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafa lýst því yfir að krónan dugi þeim ekki. Þeir hafa hins vegar talið mikilvægt að geta farið þessa millileið; að starfa í raun í stórum, alþjóðlegum gjaldmiðli þótt þeir hafi höfuðstöðvar sínar í landi, sem rekur minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi. Með því að hafa þessa millileið hafa menn getað frestað því að hefja fyrir alvöru hina erfiðu umræðu um hvort skipta eigi um gjaldmiðil hér á landi og taka upp evruna. Umræða er ekki sízt erfið vegna þess að Ísland á ekki raunhæfan möguleika á að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið, með kostum þess og göllum. Nú segir Seðlabankinn alveg skýrt við fjármálageir- ann: Millileiðin er ekki til. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef fjármálafyrirtækin vilja hafa höfuðstöðv- ar sínar á Íslandi, nota þau íslenzku krónuna. Í ljósi þess að fjármálafyrirtæki á borð við Kaupþing og Straum hafa þegar hafnað krónunni eiga þau varla nema tvo kosti; að færa höfuðstöðvar sínar annað eða þrýsta á um að Ísland gangi í ESB til að geta tekið upp evruna. Seðlabankinn hefur skýrt línurnar. Skýr skilaboð Seðlabankans SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Geir Haarde forsætisráðherra kallaði í áramótaávarpi sínu eftir hófsemd í launakröfum og beindi þá máli sínu til láglauna- fólks, starfsfólks á elli- og hjúkr- unar- heimilum, sjúkrahúsum og leikskólum. En afar erfitt hef- ur reynst að manna þessar stofnanir á und- anförnum misserum. Svo sann- arlega er kominn tími til að hækka laun og bæta kjör þessara starfshópa svo um munar. Ábyrgð leikskólakennara er ekki síður mikil en bankastjóranna og samkeppni um starfskrafta þeirra. Jón Bjarnason jonbjarnason.blog.is BLOGGARINN Hófsemd Nú er það orðin ein helsta rétt- læting ráðningar Árna Mathie- sens að ráðherrar hagi sér oft svona. Það er rétt hjá Árna að svona hafa ráðherrar haft það svo lengi sem ég man, og minnist ég til dæmis þess þegar lögð var van- trauststillaga á Alþingi 1953 eða 54 vegna skólastjóraráðningar Bjarna Benediktssonar sem þá var menntamálaráðherra. Fram- sóknarmenn sem þá voru í helm- ingaskiptastjórn með sjálfstæð- ismönnum vörðu Bjarna vel í útvarpsumræðum um málið enda nauðsynlegt fyrir þá sjálfa að geta fengið stuðning... Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is Ráðherraklúður Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur, félags-og trygg- ingamálaráðherra. Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra. Hún hefur ekkert gert enn. Hún tók við lífeyristrygg- ingum almanna- trygginga og yf- irstjórn Tryggingastofnunar um síðustu áramót. En hún var byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir ára- mót og búin að skipa nefndir og starfshópa til þess að fjalla um þessi mál löngu fyrir áramót. En ekkert hefur samt gerst nema birting yfirlýsingar um að eitt- hvað verði gert... Björgvin Guðmundsson gudmundsson.blog.is Ekkert gert enn Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Reykingar á veitinga- og skemmtistöðum eru bannaðar með lögum. Sérstök reyk- herbergi eru ekki heimil samkvæmt tóbaksvarn- arlögum sem voru afgreidd vorið 2006 frá Alþingi. Þegar heilbrigðisnefnd Alþingis var með lög um tób- aksvarnir til umfjöllunar og afgreiðslu var vilji hennar alveg skýr. Reykingaherbergi eða lokað reykingarými voru ekki heimiluð. Ef einhverjir, s.s. veitingamenn, telja sig geta lesið þá heimild í lögunum er það ekki rétt. Reykingabannið er vinnuverndarmál. Enginn á að vera útsettur fyrir tóbaksreyk í vinnunni eða verða fyr- ir skaða vegna afleiðinga reykinga annarra. Þrif á reyk- ingaherbergi geta verið hættuleg þeim sem sér um þau. Þau geta til dæmis verið skaðleg fóstri á fyrstu dögum og vikum meðgöngu. Heilbrigðisnefnd ræddi hvort fara ætti sömu leið og Svíar og heimila sérstök reyk- herbergi á veitinga- og gististöðum, sem tryggðu að hvorki gestir né starfsmenn yrðu fyrir óbeinum reyk- ingum. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ekki væri tilefni til þeirrar undanþágu, annars vegar vegna vinnuverndarsjónarmiða gagnvart þeim starfs- mönnum sem hefðu þrif þar með höndum og hins vegar þar sem Samtök ferðaþjónustunnar studdu reyk- ingabann án undanþágu og voru ekki hlynnt því að heimila sérstök reykherbergi. Framkvæmdastjóri sam- takanna lýsti á fundi nefndarinnar miklum stuðningi við frumvarpið og vísaði til samþykktar á aðalfundi samtakanna í apríl 2005 um að ganga til viðræðna við stjórnvöld um reykleysi veitinga- og skemmtistaða frá 1. júní 2007. Þannig að þessi ákvæði voru unnin í sam- starfi við hagsmunaaðila. Í tóbaksvarnarlögum og í reglugerð eru leiðbeiningar um hvers konar skjól eða aðbúnaður sé heimill til að verja reyk- ingamenn fyrir veðri og vindum, svo sem um hámarkslokun reyksvæða með þaki eða skjólveggjum, með tilliti til kröfunnar um loftstreymi. Lögin eru skýr og reglugerðin líka en hana má auðvitað skýra enn betur. Ég hvet veitingamenn til að vera löghlýðna ella verða þar til bærir eftirlitsaðilar að taka á málum. Lögbrot verða ekki liðin. Höfundur er alþingismaður Lög heimila ekki reykherbergi ÁLIT Ásta R. Jó- hannesdóttir arj@althingi.is Erum að skipuleggja skoðunarferðir í febrúar yfir 300 eignir á skrá. Íslensk þjónusta alla leið. 40 ára reynsla. www.bspain.com Kaupið beint af byggingaraðila, það tryggir 10 ára ábyrgð fasteignar. Þitt heimili á spáni

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.