24 stundir


24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 19

24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 19
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 19 Stress sem orsakast af miklu vinnuálagi getur dregið mjög úr framleiðni og haft bein, neikvæð áhrif á heilsu starfsfólks þannig að það leiði til aukinna fjarvista frá vinnu. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn kanadískra vísinda- manna, en í henni kom einnig ber- lega í ljós að þessi sannindi áttu ekki síst við um vörubílstjóra enda sögðu um sjötíu prósent þeirra að vinna þeirra væri frekar eða mjög stressandi. Langir og óreglulegir vinnudagar, strangar tímaáætlanir og mikil umferð hafa þarna mikil áhrif. Samkvæmt rannsókninni voru karlmenn, sem sögðu líf sitt stressandi um 1,5 sinnum líklegri til þess að hafa tekið einn eða fleiri veikindadaga á tveggja vikna skeiði heldur en aðrir karlmenn. Þeir karlmenn sem unnu líkamlega erf- iða vinnu voru 2,2 sinnum líklegri til þess að hafa tekið sér veik- indadaga á tímabilinu en karl- menn í kyrrsetuvinnu, en konur í líkamlega krefjandi störfum voru 1,9 sinnum líklegri til þess að hafa tekið sér veikindadaga en aðrar. Vísindamennirnir veittu því sér- staka athygli að þegar á heildina var litið höfðu starfandi vörubíl- stjórar að meðaltali tekið níu veik- indadaga á undangengnu ári á móti þremur veikindadögum að meðaltali á ári hjá öðrum vinnandi karlmönnum. Menn sem eru undir miklu álagi í vinnu, hvort sem það er vegna langra vinnudaga eða annars, eiga til að sofa minna, stunda minni hreyfingu og freistast frekar en aðrir til þess að borða óholla skyndibita og sætindi heldur en aðrir og allt þetta eykur enn á stressið og hættuna á frekari veik- indum. Á öllu þessu er ljóst að það borgar sig fyrir alla aðila að tryggt sé að álagi og vinnutíma vörubíl- stjóra sé stillt í hóf. hee Starf vörubílstjóra getur verið afar stressandi Vinnuálag veldur veikindum Árvakur/AFPKrefjandi starf Vörubílstjórar þurfa sína hvíld eins og aðrir. Nýja Cat 988H eldsneytiskerfið dregur úr eldsneytiseyðslu um allt að 15% en hefur engin áhrif á af- köst vélarinnar. Með því að draga úr vélarhraða á öllum stigum nema við gröftinn sjálfan er eldsneyt- isnotkun vélarinnar minnkuð án þess að það hafi áhrif á vinnuhrað- ann. Kerfið var sérstaklega hannað fyrir nýja gerð 988H grafna en það er einnig hægt er að nota á eldri gerðir af 988H-gröfunum. Eldsneytisnotk- un minnkuð Gæði í framleiðslu trukka hafa ekki aukist jafn mikið undanfarin ár líkt og gæði smærri bíla. Ástæð- an er talin vera sú að stór hluti slíkra farartækja sem notuð eru við vinnu eru sérsniðin að þeim sem trukkana panta og hefur það bitn- að á frekari gæðaþróun við fram- leiðslu. Enn er langt í land að mati margra framleiðenda þrátt fyrir að stöðugt sé unnið að endurbótum í hönnun og hagkvæmni bílanna. Bitnar á gæðum trukkanna Komatsu D575A er stærsta jarðýta í heimi en hún vegur 150 tonn og skóflustærð hennar nemur 69 metrum. Jarðýtan er tæpir 5 metr- ar á hæð, tæpir 7 metrar á breidd og 12 metra löng. Þessi jarðýta er einnig sú kraft- mesta í heiminum og hefur að- allega verið notuð til þess að vinna á svæðum þar sem vinna þarf á miklu magni í einu, eins og í jarð- gangavinnu. Stærsta jarðýta í heimi Caddy – góður vinnufélagi Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og vinnuaðstöðu fyrir bílstjórann. Caddy er með hleðsluhurðir báðum megin og tvöfalda afturhurð. Stigalúga að aftan er staðalbúnaður. Heildarflutningsrýmið er 3,2 m3. Bíllinn er afar vel búinn: ASR spólvörn, ABS hemlalæsivörn og hljómflutningstæki með geislaspilara er staðalbúnaður. Fjöldi véla í boði: 1,4 l bensín 80 hö., 1,6 l bensín 102 hö., 2,0 l SDI 70 hö., 1,9 l TDI® 105 hö. (fáanlegur með sjálfskiptingu) og 2,0 l EcoFuel 109 hö. Nýtt verð 1.790.000 kr. með vsk. eða 27.440 kr. á mánuði* * Miðað við bílasamning SP til 60 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar 6,93%. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.