24 stundir


24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 23

24 stundir - 15.01.2008, Qupperneq 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 23 Fyrirtækið Smákranar flutti ný- verið inn kranann Unic Urw 506 sem er þriðji smákraninn sem kemur hingað til lands, samkvæmt Erlingi Snæ Erlingssyni fram- kvæmdastjóra. „Þessi krani er reyndar töluvert stærri en hinir bræður hans. Samt sem áður flokkast hann undir smákrana vegna þess að þótt lyftigetan sé umtalsvert meiri þá er hann til- tölulega nettur. Hann er 140 cm á breidd og kemst þar af leiðandi í gegnum tvöfalda hurð á meðan hinir minni eru ekki nema 60 cm á breidd og komast í gegnum ein- falda hurð. Lyftigetan, stærð og lengd á bómu eru sem sagt um- talsvert meiri. Það kemur sér mjög vel fyrir okkur vegna þess að eftir því sem viðskiptavinir okkar kynnast tækjunum betur þá eykst sá fjöldi og fjölbreytileiki verkefna sem við þurfum að taka að okkur.“ Mikið seldir í Evrópu Erlingur segir að kraninn geti lyft þremur tonnum út í þrjá og hálfan metra frá sér sem kemur sér oft vel. „Til dæmis var hann not- aður í verkefni hjá Íslenskum Að- alverktökum í nýbyggingu á há- skólatorginu þar sem hann var notaður til að hífa upp stálein- ingar í stálstiga. Það hefði annars orðið mikið heilabrot að fram- kvæma verkið ef þetta tæki hefði ekki verið notað. Unic er mjög gott merki og í fararbroddi í Evr- ópu þar sem fleiri hundruðir svona krana hafa verið seldir, um fjögur hundruð minni kranar og hátt í 150 stærri kranar. Þessar tvær tegundir krana eru í röð fjöl- skyldu krana þar sem minnsti kraninn er eitt tonn og kemst inn í lyftur og þess háttar upp í það að stærsti kraninn er átta tonn að eig- in þyngd og lyftir sex tonnum.“ Nýr krani hjá fyrirtækinu Smákrönum Stór og sterkur smákrani KYNNING Smákrani Unic Urw 506 er 140 cm á breidd og getur lyft þremur tonnum. Ást fólks á skærrauðum slökkvibíl- um er vel kunn og því kemur það lítið á óvart að reynt sé að mark- aðssetja vörur með því að notast við slökkvibíla. Á nýafstaðinni CES 2008 sýningu í Las Vegas var til sýnis þessi líka ágætis stafræni myndarammi sem búið er að fella snyrtilega inn í slökkvibíl. Ekki er vitað hvort þessi tiltekni mynd- arammi vakti mikla lukku meðal sýningargesta. Slökkvibíls- myndarammi Samtök sendibílstjóra í Bandaríkj- unum hafa ráðið til sín ráðgjaf- arfyrirtækið Chapman Capitol Consulting Inc. til þess að leggja þeim lið í hagsmunabaráttu sam- takanna. Ráðgjafarfyrirtækið mun meðal annars beita sér fyrir úrbótum stjórnvalda í öryggismálum, fjár- mögnun hraðbrauta og fjölmörgu öðru sem skiptir sköpum fyrir starfandi sendibílstjóra. Lobbýistar fyrir sendibílstjóra Ef veðrið er gott og sólin skín er ágætt að bregða sér út úr pall- bílnum öðru hverju og fá sér ferskt loft. Þetta sniðuga sætasett er til- valið til að nota í kaffinu eða há- degismatnum. Á því geta tveir set- ið þægilega og svo er hægt að geyma kaffibrúsann eða aðra drykki og matinn í hólfinu í miðj- unni. Sérlega þægileg lausn þegar verið er að starfa fjarri veit- ingastöðum og annarri þjónustu. Þægileg sæti í pallbílinn

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.