24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 15.01.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Þorsteinn Björnsson vöruflutn- ingabílstjóri hefur verið í brans- anum áratugum saman. „Ég er nú ekki viss hvernig ég datt inn í þetta starf enda ákvað ég aldrei að ég ætlaði að vera bílstjóri. Það má eiginlega segja að ég hafi bara slysast inn í þetta og þar sem ég á góða félaga í bransanum hef ég haldist í starfinu öll þessi ár,“ segir Þorsteinn. Starf flutningabílstjóranna hef- ur breyst töluvert í áranna rás en álagið er alltaf að aukast. „Þegar ég var að byrja að keyra á milli Reykjavíkur og Akureyrar og Eg- ilsstaða var ekki mikil pressa á okkur að komast sem fyrst á milli staða. Viðskiptavinirnir voru þol- inmóðir og biðu rólegir eftir okk- ur. Það er allt annað en í dag þar sem við erum undir stöðugri pressu um að komast sem fyrst á milli staða.“ Meira álag vegna vökulaga Lagabreytingar hafa einnig gert það að verkum að bílstjórarnir eiga erfiðara um vik með að slaka á í vinnunni. „Vökulögin breyttu starfinu heilmikið enda þekktist það áður að bílstjórar keyrðu í 20 tíma á sólahring og sváfu í 4 tíma. Það var að sjálfsögðu ekki gott en nú má segja að öfgarnar séu komnar í hina áttina. Lögin krefj- ast þess að við keyrum ekki lengur en fjóra og hálfan tíma í einu. Þessar kröfur fara mjög illa saman við hraðann í nútímasamfélagi þar sem allir eru á nálum ef vörurnar eru ekki komnar í hús á réttum tíma. Afleiðingin er sú að bílstjór- arnir keyra mun hraðar á vegum sem engan veginn eru hannaðir til þess að þola slíkt álag. Hættan í umferðinni hefur því aukist tölu- vert síðan lögin voru sett.“ Vantar aukinn sveigjanleika Þeir sem vanir eru að keyra ut- anbæjar kannast við óttann sem fylgir því að mæta risatrukki á full- um hraða enda er þá oft eins og litli fólksbíllinn ætli út af veginum. „Aukinn sveigjanleiki myndi létta álaginu af bílstjórunum og veg- unum. Það er til dæmis alltaf ves- en þegar við erum að keyra frá Ak- ureyri og erum þá hjá Hvalfjarðargöngunum eftir fjóra og hálfan tíma. Lögum samkvæmt ættum við þá að stoppa og bíða í 45 mínútur sem er auðvitað fárán- legt þar sem við eigum ekki eftir nema hálftímaferð í bæinn. Hrað- inn veldur því líka að við höfum minni tíma til að aðstoða fólk sem lent hefur í vandræðum á leiðinni en áður fyrr gerðum við mikið af því að hjálpa fólki að skipta um dekk o.þ.h. en nú fer áætlunin öll úr skorðum ef við stoppum.“ Árvakur/Skapti Hallgrímsson Vökulögin gerðu meira illt en gott Stórhættulegur hraði á vegum landsins ➤ Hefur keyrt vörubíla síðan árið 1971. ➤ Starfar hjá Samskipum og ermjög ánægður þar. ➤ Segir að leiðin á milli Reykja-víkur og Egilsstaða hafi styst um helming á þeim tíma sem hann hefur starfað. Hún var eitt sinn um sólarhringur en er nú 10 tímar. ÞORSTEINN BJÖRNSSON Vöruflutningabílstjórar vita best hvernig ástand- ið er á vegunum á lands- byggðinni og því væri sniðugt ráð að spyrja þá álits á því hvað má betur fara í samgöngumálum. Þá skortir sannarlega ekki hugmyndirnar. Reynslubolti Þorsteinn er öllu vanur í umferðinni. Nýlega hóf Merlo framleiðslu á Merlo 38.13 og 38.14 skotbómu- lyftara en þeir eru einir stærstu framleiðendur þessara lyftara. Merlo lyftararnir eru styttri en gengur og gerist, hafa meira hjól- haf og minni snúningsradíus. Að- gengi að vélinni er einstaklega gott en vélin liggur langsum í tækinu, sem gerir aðgengi að loft- og olíusíum, kælum og vökva- dælu auðvelda. Hydrostatic sjálfskipting gerir skotbómulyftarann nákvæman, auðveldan og öruggan í keyrslu og í jafnvel 50% halla hefur öku- maður fullkomna stjórn á tækinu. Þar sem hydrostatic sjálfskipting er notuð við að bremsa tæki nið- ur eru notkun og slit á hefð- bundnum bremsum í lágmarki. Vökvastýrð stöðubremsa er á út- gangsöxli við sjálfskiptingu en stöðuhemill fer sjálfvirkt á þegar drepið er á vél. Með skriðpedal er hægt að keyra tækið á mjög litlum hraða en hafa fullt afl í stjórnun á bómu. Samsetning á bómu er á þeim hluta sem álag erminnst. Auk þess eru L laga slitklossar notaðir Tækið er jafnframt útbúið með afréttingu (frame levelling) sem gerir það að verkum að ávallt er rétt staða á bómu og ökumanns- húsi. Eins er hliðarfærsla einstök á Merlo, en Merlo er einn skot- bómulyftaraframleiðanda sem býður skekkingu á bómu. Skekk- ing á bómu 38.14 er +/- 345 mm. Söluaðil Merlo á Íslandi er Íslyft í Kópavogi. Íslyft selur lyftara frá Merlo með hliðarfærslu og afréttingu Nákvæmur og öruggur skotbómulyftari Merlo er einn stærsti framleiðandi skotbómu- lyftara í heimi. KYNNING Bíldshöfði 14 - Sími 553 1244 – ljosboginnehf@simnet.is Mikið úrval af: störturum og alternatorum fyrir flestar gerðir fólksbíla, vörubíla og vinnuvéla. Einnig varahlutaþjónusta 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 16.januar 2008

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.