24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 4
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Sagt er frá því hvernig áætlað er að
milljarðurinn, sem fara á í við-
gerðir á fasteignum ríkisins, skipt-
ist á milli stofnana í fréttatilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu þann
20. desember. Hins vegar hafa for-
stjórar viðkomandi stofnana ekki
fengið tilkynningu þess efnis.
Milljarður í viðgerðir og bygg-
ingar fasteigna ríkisins er ein af
mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar-
innar vegna samdráttar í þorsk-
afla. Framkvæmdirnar eiga að
koma til móts við áætlað atvinnu-
leysi á þeim stöðum sem verst
verða úti.
Margir koma af fjöllum
24 stundir höfðu samband við
allar þær stofnanir sem eiga að fá
fé á þessu ári vegna viðhalds.
Margir voru þá að heyra gleði-
fréttirnar í fyrsta skipti.
„Nú hlýtur þú að vera að rugla,
við höfum ekki heyrt af þessu,“
segir Hildur Sæmundsdóttir, for-
stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á
Grundarfirði, aðspurð um þær
tvær milljónir sem verja á í við-
hald stofnunarinnar á árinu.
Aðrir höfðu heyrt af þessum
mótvægisaðgerðum í fjölmiðlum
og sumir kynntu sér skiptingu
upphæðarinnar á vef fjármála-
ráðuneytisins.
Engar verklagsreglur til
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri
Heilbrigðisstofnunar Austurlands,
segir að venjulega komi tilkynn-
ingar frá ráðuneyti með formleg-
um hætti og hvort tveggja í pósti
og í tölvupósti.
„Þetta er ekki venjuleg úthlutun
og ekkert hægt að segja um það,“
segir Leifur Benediktsson, deild-
arstjóri hjá heilbrigðisráðuneytinu,
aðspurður um hvers vegna ekki
var farið eftir venjubundnu verk-
lagi í þetta skiptið.
Hann segir jafnframt að úthlut-
unin sé ekki fyllilega ákveðin, þar
sem nú sé verið að meta hvað sé
brýnast að gera í viðhaldi
húsanna. Það sé eðlilegt að bíða
með að tilkynna úthlutun þar til
það mat liggur fyrir.
Leifur segist ekki vita hvort list-
inn yfir það húsnæði sem gert
verður við geti breyst í þessu ferli.
Framkvæmdaáætlun í mars
„Það er ekki búið að ganga end-
anlega frá samningum við heil-
brigðisráðuneyti og fjármálaráðu-
neyti um viðgerðir á þessum
fasteignum en það verður líklega
gert á næstu dögum,“ segir Snæv-
ar Guðmundsson, forstjóri Fast-
eigna ríkisins.
Hann segir að á næstu vikum
fari fulltrúi frá Fasteignum ríkisins
og skoði þær fasteignir sem á að
laga, meti ástand þeirra og hefji
undirbúning á því að viðgerðir
hefjist í samráði við viðkomandi
stofnun.
Eftir að ástandsskoðunum er
lokið verður búin til fram-
kvæmdaáætlun sem vonandi verð-
ur tilbúin í mars að sögn Snævars.
Að því loknu verður svo hægt að
hefja framkvæmdir.
ÞEKKIRÐU TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Mótvægisað-
gerð fer hljótt
Milljarður veittur til viðhalds á fasteignum ríkisins. Forstjórum
viðkomandi stofnana hefur ekki verið tilkynnt um úthlutanir
➤ Í heildina er áætlað að mót-vægisaðgerðir ríkisstjórn-
arinnar kosti 11 milljarða,
skv. áætlun frá því í haust.
➤ Meðal aðgerða er að sam-gönguframkvæmdum verður
flýtt, Vinnumálastofnun fær
aukin framlög, 750 milljónir
verða veittar til sveitarfélaga
sem verða fyrir tekjumissi og
217 milljónum verður varið í
að rýmka heimildir fisk-
vinnslufyrirtækja til að halda
starfsfólki á launaskrá.
MÓTVÆGISAÐGERÐIR
Skipting framlags til mótvægisaðgerða
Milljarður til viðhalds og bygginga á fast-
eignum í eigu ríkisins árin 2008 og 2009.
Vestfirðir
Vesturland
Norðurland
Austurland
Suðausturland
195
110
103
40
30
60
102
5
57
Suðurnes
49
110
0
Úthlutun 2008
Úthlutun 2009
Tölur eru í milljónum króna.
Vestmannaeyjar
139
0
4 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Kannað var verð á herraklippingu.
Talsverður verðmunur er á milli stofa eða 2.550 króna
munur.
Það þýðir að 115,9% munur er á hæsta og lægsta verði.
Athugið að ekki er tekið tillit til gæða.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
Mikill munur á klippingu
Kristín
Einarsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Herraklipping
Hársnyrtistofa Verð Verðmunur
Hárgr.stofa Guðrúnar, Árskógum 2.200
Hárgr.stofa Heiðu, Álfheimum 2.890 31,4 %
Art-hús, Reykjanesbæ 3.000 36,4 %
Creative, Smiðsbúð 3.100 40,9 %
Hárgr.stofa Helenu, Barðastöðum 3.400 54,5 %
Hjá Dúdda, Listhúsinu 4.750 115,9 %
Valgerður Sverrisdóttir vakti
máls á því í óundirbúnum fyr-
irspurnartíma þingsins í gær að
nú, þegar 2 mánuðir eru eftir af
þingárinu, hefur ríkisstjórnin að-
eins lagt fram helming þeirra
mála sem koma áttu fram. For-
sætisráðherra svaraði á þá leið að
listinn sem lagður var fram í
haust sé ekki bindandi og að
hann telji ekki hafa skort mál til
að vinna úr. Valgerður sagði hafa
verið hörgul á málum í þeim
nefndum sem hún sjálf situr í. þkþ
Ríkisstjórnin
vinnur of hægt
Girnileg nýjung með 2 í pakka.
Fæst í næstu verslun.
Meistara-flokkssúpur
Masterklass
Nýjung
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
Þvottavél
frá Siemens,
sem lætur
blettina hverfa.
Þetta er vélin
handa þér!
Hrina umferðaróhappa hefur
orðið í Reykjavík í upphafi þess-
arar viku. Þannig urðu 44 um-
ferðaróhöpp á höfuðborgarsvæð-
inu frá því síðdegis á mánudag og
fram til miðnættis. Enginn slas-
aðist alvarlega. Ökumaður missti
stjórn á bíl á leið suður Kringlu-
mýrarbraut að Háaleitisbraut af
því að bensíngjöfin festist í botni.
Hann sveigði til vinstri frá gatna-
mótum til að lenda ekki í árekstri
og endaði að lokum á versl-
unarhúsnæði Bræðranna Orms-
son og síðan á slysadeild, en lítið
slasaður.
Þá missti ökumaður stjórn á bif-
reið sinni á leið norður Reykja-
víkurveg við Kringlumýrarbraut,
ók yfir umferðareyju og fór
nokkrar veltur í veg fyrir aðvíf-
andi umferð. Tveir bílar óku á
þann bíl. Miklar umferðartafir
urðu vegna slyssins. Enginn hefur
slasast alvarlega í slysahrinunni
en nokkrir verið fluttir á slysa-
deild.
bee
Með bensíngjöf
fasta í botni