24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 35
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 35
Leikkonan Kate Beckinsale lenti í
sérstöku atviki áður en hún
mætti á SAG-verðlaunin á sunnu-
dagskvöld. „Þegar ég var að taka
mig til hljóp kötturinn minn,
Clive, á kerti og það kviknaði í
honum,“ sagði Beckinsale, en tók
fram að dýrið hefði sloppið án
teljandi meiðsla. Enskumælandi
fólk getur gert sér í hugarlund
hversu mikið bandarískir fjöl-
miðlar skemmtu sér við að gera
tvíræðar fyrirsagnir um málið.
Kviknaði í kisu
Beckinsale
Leikkonan Katie Holmes sást á
dögunum kaupa barnabol með
áletruninni „Stóra systir“ og er
hann talinn hafa verið fyrir dótt-
ur hennar, Suri. Þykir það renna
stoðum undir þær getgátur að
annað barn hennar og Toms
Cruise sé á leiðinni. Holmes sagði
í viðtali í síðasta mánuði að hún
vildi ólm eignast fleiri börn.
Annað barn
á leiðinni?
Þokkadísin Nadine Coyle úr
stúlknasveitinni Girls Aloud er
hætt með leikaranum Jesse Met-
calfe. Þau hafa áður hætt saman,
en vildu gefa sambandinu annan
séns. Nú segir Coyle hins vegar að
öllu sé lokið og þau verði bara
vinir. Metcalfe er best þekktur
fyrir að hafa leikið kynþokkafulla
garðdrenginn í sjónvarpsþátt-
unum Aðþrengdar eiginkonur.
Coyle sagði
Metcalfe upp
Lögregla hefur ekki í hyggju að
ræða við Mary-Kate Olsen vegna
andláts Heaths Ledgers, eins og
áður hefur verið haldið fram.
Konan sem kom að Ledger látn-
um hringdi í Olsen áður en hún
gerði lögreglu viðvart. Olsen kom
hins vegar aldrei nærri vett-
vangnum. „Lögreglan hefur allar
upplýsingar sem þörf er á,“ sagði
talsmaður hennar við fjölmiðla í
gær.
Munu ekki ræða
við Mary-Kate
Í nýjasta tölublaði Star Magazine er að finna
stóra grein um sjónvarpssálfræðinginn Phil
McGraw, sem er betur þekktur und-
ir nafninu Dr. Phil, og meinta
vafasama fortíð hans. Í greininni
er rætt við konu sem starfaði á
skrifstofu Dr. Phils árið 1984, þegar
hún var 19 ára, og kærði hann
fyrir kynferðislega áreitni.
„Hann fór inn undir
blússuna mína og snerti
brjóstin á mér. Hann var
stöðugt að snerta á mér
fótleggina og elskaði að
nudda á mér mjaðmirn-
ar,“ er haft eftir konunni
í viðtalinu. Dr. Phil var
sýknaður af ákærunni, en var þó ávíttur af sam-
tökum sem veita sálfræðileyfi í Texasríki. Af
þeim sökum var honum óheimilt að starfa sjálf-
stætt sem sálfræðingur.
Í greininni er einnig sagt frá því að Dr. Phil
hafi rekið líkamsræktarsvikamyllu á áttunda
áratugnum. Á hann að hafa selt fjölda fólks að-
gang að heilsuræktarstöð, sem hann síðan
lokaði og stakk af með peninginn. Í kjölfar-
ið var lögreglurannsókn sett af stað.
Dr. Phil er sagður hafa
skuldað fjölda fólks og
bönkum tugþúsundir
dollara, sem hann hef-
ur enn ekki greitt.
bjornbragi@24stundir.is
Sjónvarpssálfræðingur kærður fyrir kynferðislega áreitni og líkamsræktarsvikamyllu
Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð
Phil og frú Eiginkonan Robyn stendur ávallt þétt
við hlið bónda síns, í gegnum súrt og sætt.
Skúrkur? Star segir Dr. Phil
hafa óhreint mjöl í pokahorninu.
HÆTTU Í ALVÖRU MEÐ NICOBLOC
Þú setur NicoBloc í filter sígarettanna sem þú
reykir. Það hindrar nikótínið og tjöruna í filternum
og þú byrjar að venjast af nikótíninu. Um leið minnkar
þú reykingar þínar smám saman, eftir sex vikur drepur þú í
sígarettunni og sleppur við venjulegu fráhvarfseinkennin. Flestir
sem nota Nicobloc til að hætta, byrja ekki aftur að reykja.*
Nicobloc er gert úr 100% náttúrulegum efnum, það er ekki lyf
og inniheldur ekki nikótín, þannig skiptir þú ekki sígarettufíkn
út fyrir aðra fíkn.
*Skv. rannsóknum sem skoða má á www.nicobloc.is
Skynsöm leið til að hætta því þú hættir á eigin hraða.
NicoBloc hindrar allt að 99% af nikótíni og tjöru í filternum.
Þú venur þig af nikótíni áður en þú drepur í.