24 stundir - 30.01.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Jakob hefur efni á yfirlýsingunum. Að-
eins eru þrjú ár síðan hann setti fyrst
undir sig skíði og nú er hann meðal þeirra
allra fremstu í sínum aldursflokki í Noregi.
Þeir húsgagnaframleið-endur sem stjórstjarnanKaka
verslar við
brosa út í eitt
enda líður vart
dagur án þess
að stjarnan fái
fleiri við-
urkenningar og
þurfi stækkun á bikarhillum
sínum. Nú síðast var hann val-
inn leikmaður ársins á Ítalíu af
þarlendum knattspyrnumönn-
um og besti erlendi leikmaður
Ítalíu. Áður hafði hann unnið
Gullknöttinn og verið valinn
leikmaður ársins hjá FIFA.
Sú ákvörðun Real Madridað ráða Bernd Schusterstjóra
liðsins er ald-
eilis að bera
ávöxt. Tölfræð-
ingar spænskir
hafa reiknað út
að þau 53 stig
sem liðið hefur náð í eftir 21
leik í deildinni eru met og er
þegar komin pressa á að ná
hundrað stigunum áður en yfir
lýkur. Er það ekki fráleitt enda
hefur helmingur stjarna liðsins
vart leikið einn leik ennþá
vegna meiðsla.
Þá berast loks fregnir afJose Mourinho semkominn
er undan feldi
sínum sól-
brúnn og sæl-
legur enda
dvalist á fjar-
lægum strönd-
um nú um
nokkurn tíma. Dagblaðið Sun
þykist hafa heimildir fyrir að
hann verði næsti þjálfari Val-
enciu þegar og ef Ronald Ko-
eman ákveður að hætta. Koe-
man hefur alls ekki tekist að
rétta skútu liðsins við og íhugar
nú þegar að hætta og það jafn-
vel á næstu vikum.
Slefrennsli hefur aukist tilmuna í Mílanóborg eftirað Bras-
ilíumaðurinn
Alexandro
Pato hóf leik
fyrir AC Milan.
Ungstirnið hef-
ur fengið á sig
hvern hetjustimpilinn á fætur
öðrum og nú síðast frá Andryi
Shevchenko sem lét þau orð
falla að þar væri loks kominn
nýr Andryi Shevchenko.
Svo gæti farið að íslenskulandsliðsmennirnir hjáBolton
yrðu þrír tals-
ins. Reyna
menn þar ákaft
að fá Eið
Smára að láni
seinni hluta
vetrar og mið-
að við yfirlýsingar Gary Meg-
son er hann ekkert of svart-
sýnn.
Hamingja er í Gana eftirað heimamenntryggðu sig áfram í
fjórðungsúrslitin í Afríku-
keppninni með sigri á Mar-
okkó. Michael Essien var mað-
ur leiksins og þykir leikur
liðsins hafa snarbatnað eftir
mikil vonbrigði í fyrstu tveimur
leikjum þess á mótinu.
Yfirlýsingar um mútur og spillingu á yf-
irstandandi Afríkumóti í knattspyrnu hafa í
engu minnkað gleði heimamanna í Gana en
lið þeirra er nú talið líklegra og líklegra til af-
reka á því ágæta móti eftir heldur dapurlega
byrjun. Er enginn maður með mönnum í
landinu nema fylgjast með, og hafa forláta
sjónvörp dúkkað upp í hverju skotinu á fætur
öðru um landið allt.
Þjálfarar og forráðamenn landsliða Beníns
og Namibíu fullyrða að þeim hafi verið boðið
gull og grænir skógar fyrir að tapa ákveðnum
leikjum. Benín fyrir að að tapa gegn Malí, sem
varð raunin, og lið Namibíu fyrir að leggja sig
ekki fram gegn Gíneu. Voru leikmönnum þess
boðnar einar tvær milljónir króna hverjum og
einum fyrir að leggjast svo lágt en ekki þáðu
þeir það því leiknum lauk með jafntefli 1-1.
Spillingar- og mútumál fylgifiskur Afríkukeppninnar í knattspyrnu
Fölskvalaus gleði heimamanna
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Óhætt er að taka hattinn ofan fyrir
Jakob Helga Bjarnasyni. Miðað við
árangur hans á unglingamótum
hér heima, í Noregi og á Ítalíu má
fullvíst telja að þar er fram komið
eitt mesta efni sem Ísland hefur átt
í skíðaíþróttum um langan tíma.
Hinn tólf ára gamli Jakob lætur sig
hafa að ferðast reglulega til Noregs
til æfinga og keppni þar sem að-
staða og samkeppni hér heima er af
skornum skammti.
Fremstur meðal jafningja
Árangurinn hefur ekki látið á sér
standa. Jakob Helgi hefur unnið
hvert mótið í svigi og stórsvigi á
fætur öðru í Noregi í vetur og er
hann kominn í fyrsta ráshóp á ung-
lingameistaramóti Noregs sem
fram fer í mars. Er það frábær ár-
angur enda skíðaíþróttin mjög vin-
sæl í Noregi og hana stunda marg-
ir.
Veit hvað hann vill
Jakob Helgi veit nákvæmlega
hvað hann vill og hefur, tólf ára
gamall, sett markið á að vinna gull-
verðlaun á vetrarólympíuleikunum
árið 2014. „Ég tel mig hafa alla
burði til þess og ég neita að hugsa
eins og sumir að vegna þess að við
komum frá Íslandi þá sé hitt og
þetta ekki hægt eða mjög erfitt. Ég
skil ekki svoleiðis hugsunarhátt.
Fyrir mér er það eðlilegt að miða
eins hátt og ég get.“
Jakob hefur vissulega efni á yf-
irlýsingunum. Aðeins eru þrjú ár
síðan hann fyrst prófaði skíða-
íþróttina og nú er hann einn af
þeim allra bestu í sínum aldurs-
flokki í Noregi. Í sinni síðustu
keppni hér heima sigraði hann
jafnaldra sína með sjö sekúndna
mun en venja er að aðeins muni
sekúndubrotum á keppendum í
svigi eða stórsvigi.
Næstu skref
Enginn verður ýkja góður skíða-
maður hér á Íslandi. Til þess eru
aðstæður og veðurfar slæmt og
þess vegna greip Jakob það fegins-
hendi þegar honum var boðið að
æfa og keppa með norsku skíðaliði,
Tertnes Alpin. Það hefur gefið hon-
um leyfi til að keppa á stórmótum
þar í landi og að æfa við bestu að-
stæður en hvorki hann né foreldrar
hans njóta nokkurra styrkja af
neinu tagi. „Ég keppi á þremur
stærri mótum í viðbót í vetur og
ætla mér efsta sætið á þeim öllum
áður en ég kem heim og keppi á
Andrésar Andar-leikunum.“
Eplið og eikin
Jakob á ekki langt að sækja
áhugann né hæfileikana. Faðir
hans, Bjarni Th. Bjarnason, keppti
sjálfur á skíðum hér áður fyrr og
hefur lengi þjálfað skíðafólk. Eru
þeir feðgar á einu máli um að
næsta vetur verði áfram reglulegar
ferðir til Noregs til æfinga og
keppni en sjálfur gælir Jakob við að
komast í norskan skíðaháskóla
þegar hann hefur aldur til. „Það er
draumurinn og þar get ég einbeitt
mér ennþá meira en ella. Námið
gengur annars vel og hefur aldrei
gengið betur en eftir að ég byrjaði á
skíðunum.“
Kostnaður
Foreldrar Jakobs standa þétt við
bak hans enda mikill kostnaður því
samfara að senda strákinn til Nor-
egs. Skiptir hann milljónum að
sögn Bjarna en það sé eina leiðin til
að Jakob geti náð þeim árangri sem
til þarf. Faðirinn er ekki í nokkrum
vafa um að sonur sinn geti náð
langt. „Gangi allt að óskum og setji
engin meiðsli eða slíkt strik í reikn-
inginn þá kemst hann þangað sem
hann vill.“
Sigurvegari Jakob Helgi
Bjarnason er ekki í skíða-
íþróttum til að hafa gaman.
Hann er þar til að sigra.
Ólympíugull
2014 takmarkið
Tólf ára strákar eru alla jafna ekki að hugsa um að vinna gull-
verðlaun á Ólympíuleikum en það gerir Jakob Helgi Bjarnason
skíðagarpur og vinnur markvisst að því að markmiðið náist.
Þá er það formlegt að Jason
Kidd vill frá New Jersey Nets.
Það hefur reyndar ekkert farið
milli mála og undarlegt að
hann hafi verið þetta lengi
enda óánægður mjög. Er að
síga á seinni hluta ferilsins og
hann vill hring á fingur áður
en eftirlaunaseðillinn kemur
inn um lúguna. Félagsskipta-
gluggi NBA lokast þann 14.
febrúar og því rúmar tvær vik-
ur til stefnu.
Leiður
Hinn suðurafríski sprett-
hlaupari Pistorius sem sprett-
ir úr spori á gervilimum frá
hinu íslenska fyrirtæki Össuri
hefur sætt sig við að fá ekki að
keppa á Ólympíuleikunum í
sumar. Hann ætlar hins vegar
í hart hvað varðar bann við að
keppa á móti ófötluðum ein-
staklingum almennt eins og
Alþjóða frjálsíþrótta-
sambandið ákvað fyrir
skömmu. Áfram Pistorius!
Sárt og fúlt
Guðmundi Stephensen og fé-
lögum hans í borðtennisliði
Eslöv var pakkað saman 3-0 af
Borussia Düsseldorf í Evr-
ópukeppni meistaraliða í
greininni. Um fyrri leik var að
ræða en ljóst er að mikið má
ganga á ef Eslöv gerir rósir á
útivellinum.
Pakkað saman
Líkurnar á að íslenskt keppn-
isfólk í taekwondo taki þátt á
Ólympíuleikunum í sumar
dvínuðu allverulega um
helgina þegar þrír af okkar
fremstu keppendum í grein-
inni náðu litlum árangri á úr-
tökumóti í Tyrklandi. Var
mótið einn síðasti möguleik-
inn til að tryggja farseðil
þangað en allt kom fyrir ekki.
Úti er ævintýri
SKEYTIN INN