24 stundir - 30.01.2008, Side 34

24 stundir - 30.01.2008, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir Feim-Lene Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 Ný sending af gardínum og rúmteppum Pólitíkusar þreytast seint á að kenna tölvuleikjum um allt hið slæma í samfélaginu. Nú hefur hinn svokallaði Sierra Club lagt fram þá tillögu fyrir þingið í Nýju- Mexíkó að lagður verði á eins prósents skattur á alla selda tölvuleiki. Gróðinn af skattlagningunni myndi svo renna í að styrkja heilsuræktarnámskeið sem eiga að vega á móti öllu því slæma sem leikirnir valda börnunum, svo sem lélegri námsárangri, of- fitu og athyglisbresti. vij Tölvuleikina ætti að skattleggja Burnout-leikirnir eru líklegast vinsælustu bílaleikir seinustu ára. Framleiðendur Burnout reyna ekki að gera leikinn eins raunverulegan og hægt er, eins og t.d. í Gran Tur- ismo-leikjunum, heldur er hraði, spenna og árekstrar það sem ræður ríkjum. Burnout Paradise er fimmti Burnout-leikurinn í seríunni, en í raun má segja að hér sé glænýr leik- ur á ferð. Nánast öllu hefur verið breytt, en því miður ekki öllu til hins betra. Eitt það vinsælasta í fyrri Burnout-leikjum var svokallað Crash Mode, þar sem tilgangurinn var sá einn að valda eins stórum árekstri og mögulegt var. Því meiri eyðilegging, því fleiri stig. Í Paradise er ekkert Crash Mode, þess í stað kom eitthvað sem kallast Show- time. Í rauninni það sama en hægt er að setja Showtime í gang hvar sem er í leiknum með því að halda inni tökkum á fjarstýringunni. Því miður er það ekki alveg að gera sig í samanburði við Crash Mode eldri leikjanna. Ólíkt fyrri leikjum er Paradise al- gerlega opinn, maður ekur um borgina Paradís og finnur sér kapp- akstur og annað til að vinna sér inn pening, sem auðvitað er eytt í að pimpa upp bílinn sinn. Það er svo- lítið ruglingslegt að spila leikinn á þann hátt, í stað þess að velja hvað maður ætlar að gera í valmynd, að þurfa að aka um og leita að því. Hins vegar gerir þetta leikinn stærri og endingarbetri. Burnout er kappakstursleikur fyrst og fremst, þar sem hraðinn skiptir öllu og leikmaðurinn veit að hann hefur ekki algera stjórn á bílnum. Það hefur svínvirkað í eldri leikjum og er aðeins orðið betra í Burnout Paradise þökk sé öflugri vélbúnaði sem nýjustu leikjatölv- urnar bjóða upp á. Grafík leiksins er til fyrirmyndar, hins vegar er leiðinlegt að enginn tími líður í leiknum, það er alltaf hábjartur dagur. Þegar öllu er á botninn hvolft leikurinn góð þróun á leikjaseríunni, en þeir sem búast við þeim Burnout sem þeir þekktu gætu orðið fyrir vonbrigðum. Velkominn í paradís BURNOUT PARADISE PS3 & Xbox360 3+ Elías R. Ragnarsson elli@24stundir.is 81%= SPILUN: 75% ENDING: 75% GRAFÍK: 90% HLJÓÐ: 85% Á sívaxandi tölvuleikjamarkaði virðist sem gömlu, góðu heim- ilistölvurnar séu að verða út- undan. Leikjavefurinn Shack- news birti nýverið úttekt yfir tölvuleikjaárið 2007 og þar kom í ljós að af þeim 18.85 milljörðum dollara sem leikjaiðnaðurinn hal- aði inn í Bandaríkjunum á síð- asta ári komu einungis um 910 milljónir af hagnaðinum frá PC- tölvunum, eða um 14 prósent. Það hlýtur að vera ógnvekjandi fyrir leikjaframleiðendur þar sem heimilistölvurnar eru mun al- gengari en leikjatölvurnar. vij PC-leikir seljast lítið sem ekkert Blátannartæknin, Bluetooth, er ekki bara notuð í farsímunum því nú er einnig farið að nýta tæknina við smíði á gervilimum. CNN greindi frá því að tveir bandarískir hermenn, sem misstu báða fótleggina í Írak, hafi fengið sérstaka gervifætur sem notast við blátannartæknina. Innleiðing blátannartækninnar gerir það að verkum að fótlegg- irnir geta skipst á gögnum og því geta leggirnir gengið nánast endalaust án þess að notandinn þurfi að reyna of mikið á þá fóta- vöðva sem eftir eru. Gallinn við þetta er hins vegar sá að það þarf að hlaða leggina reglulega. vij Blátannarfætur fyrir fótalausa Steve Jobs, driffjöður Apple- tölvufyrirtækisins, hefur sent tölvupóst til allra starfsmanna Apple-fyrirtækisins þar sem hann biður þá um að sýna fyrirtækinu biðlund og ekki gefast upp þótt á móti blási. Ástæðan fyrir tölvupósti Jobs er hrun Apple-överðbréfa á mörk- uðum vestanhafs en hluturinn í Apple hefur farið frá því að vera 202 dollarar í upphafi árs yfir í það að vera 130 dollarar. Jobs er líklega einn stærsti hluthafinn í Apple en hann á yfir fimm milljóna hlut í fyrirtækinu og því hefur hann per- sónulega tapað um 370 milljónum dollara. Í pósti sínum segir Jobs að síð- ustu vikur hafi verið hreint stór- undarlegar og bendir á að staða fyrirtækisins sé mjög góð þannig að það sé engin ástæða til að óttast. Hann sagði ennfremur að ástæð- urnar fyrir þessu verðbréfahruni væru af þeim toga að Apple gæti ekkert gert til að sporna við þeim heldur þyrfti bara að bíða. vij Ekki gefast upp á Apple Steve Jobs Vonar að starfsmenn Apple bíði rólegir Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Qtrax opnaði formlega vefsíðu sína í gær en þar mun verða boðið upp á ótakmarkað niðurhal á lög- legri tónlist og það besta er, nið- urhalið mun ekki kosta notendur krónu. Forsvarsmenn Qtrax hafa lofað að fullgerð muni síðan bjóða upp á um 25 milljónir laga með jafnt heimsfrægum sem óþekktum flytj- endum. Á meðal þekktra nafna sem munu hafa tónlist sína á síð- unni eru Foo Fighters, Alicia Keys og Daft Punk. Gróði af auglýsingum Reksturfjármagn Qtrax, og greiðslur til plötuútgefenda og tónlistarmanna, kemur frá auglýs- ingum sem verða innbyggðar í tónlistarspilara síðunnar en for- svarsmenn Qtrax lofa að auglýs- ingarnar verði ekki of áberandi eða plássfrekar. Notendur sækja sér sértakan tónlistarspilara á heimasíðu Qtrax og þegar hann er kominn í gagnið geta notendur deilt tónlist sín á milli í gegnum jafningjanet. Qtrax kerfið skráir hversu oft tiltekin lög eru sótt eða spiluð og útgefendur fá síðan skerf greiddan í samræmi við það. Byrjunarörðugleikar Eins og með margar aðrar nýj- ungar hefur Qtrax staðið á brauð- fótum fyrstu klukkustundir tilveru sinnar. Plötuútgefendur, sem búnir voru að gefa samþykki sitt fyrir notkun tónlistar sinnar, hafa sumir hverjir dregið samþykki sitt tilbaka og lagaúrval er hvergi nærri því að vera eins gott og lofað var. Annar galli er svo að tónlist sem sótt er á Qtrax virkar ekki í vinsæl- ustu MP3 spilurum heimsins, iPod frá Apple, en Qtrax hefur gefið út að lausn á því vandamáli verði kynnt í apríl. Qtrax gefur því fögur fyrirheit sem ekki er alveg víst að það geti staðið við. Ný taktík gegn netþrjótum sem stela tónlist Löglegt niðurhal á ókeypis tónlist Góður en virkar ekki iPod er vinsælasti MP3 tónlistarspilari heims- ins en hann virkar ekki með Qtrax. ➤ Á meðal útgáfufyrirtækja semhöfðu lýst stuðningi við Qtrax eru EMI, Universal Music og Warner Music. ➤ Ford, McDonalds og Micro-soft eru á meðal þeirra fyr- irtækja sem hafa keypt aug- lýsingar á síðunni. QTRAX.COM Ókeypis, löglegt niðurhal á tónlist er langþráður draumur tónlistarunn- enda sem virðist vera um það bil að rætast með til- komu tónlistarvefsíð- unnar Qtrax.com. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Forsvarsmenn Qtrax hafa lofað að fullgerð muni síðan bjóða upp á um 25 milljónir laga með jafnt heimsfrægum sem óþekktum flytjendum.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.