24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 30.01.2008, Blaðsíða 12
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Fjórir menn hafa játað að hafa skipulagt morð á breskum her- manni. Stóð til að afhöfða her- mann af múslímaættum og taka ódæðið upp á myndband. Mynd- bandið var ætlað til dreifingar, meðal annars með það fyrir augum að skjóta breskum múslímum skelk í bringu og koma í veg fyrir að þeir gengju í herinn. Höfuðpaurinn Parviz Khan mætti ekki fyrir rétt þar sem hann skrifaði undir játningu fyrr í mán- uðinum. Tveir meintir samverka- menn hans eru fyrir rétti þar sem þeir neita sök. Allir mennirnir sex voru hand- teknir í samræmdum aðgerðum lögreglu í Birmingham í janúar 2007. Rænt í Birmingham Saksóknarinn Nigel Rumfitt lýsti fyrir rétti hvernig Khan hefði lagt á ráðin. Til stóð að ræna hermanni í leyfi meðan hann væri að skemmta sér í Birmingham og njóta liðsinnis fíkniefnasala til þess. „Hann hefði verið færður í bíl- skúr og þar hefði hann verið myrt- ur með því að skera af honum höf- uðið eins og svíni. Þetta grimmdarverk hefði verið kvik- myndað og myndinni dreift til að valda skelfingu meðal breskra her- manna og almennings,“ sagði Rumfitt. Tengdir hryðjuverkamönnum Segir saksóknari að Khan hafi aðstoðað öfgamenn í Pakistan. Hafi hann meðal annars útvegað þeim tölvubúnað og nætursjón- auka, sem hann sendi félögum sín- um sem störfuðu við landamæri Afganistans. Khan vakti athygli yfirvalda þeg- ar hann var stöðvaður á flugvelli eftir ferð til Pakistans í júlí 2006. Þá fannst í fórum hans minnisblokk sem Rumfitt segir hafa innihaldið „lista frá tengiliðum hryðjuverka- samtaka yfir þær vörur sem þeir vildu fá til baka í næstu sendingu“. Eftir þetta hóf lögregla eftirlit með Khan og samverkamönnum hans. Með því að hlera heimili hans söfnuðu þeir saman nægjan- legum gögnum til að handtaka sex- menningana í janúar 2007. Hatur réði för „Ákæruvaldið mun sýna að Par- viz Khan er öfgamaður. Hann er maður sem aðhyllist afskaplega of- beldisfullar og öfgakenndar skoð- anir,“ sagði Rumfitt kviðdómend- um. „Hann var fokreiður yfir því að í breska hernum væru íslamskir her- menn, sumir þeirra múslímar frá Gambíu í Vestur-Afríku.“ Ætluðu að af- höfða hermann  Sex menn af pakistönskum uppruna sakaðir um að ætla að ræna breskum hermanni og myrða hann  Fjórir játa sök, tveir ekki ➤ Parviz Khan hefur játað aðhafa lagt á ráðin um ódæðið. ➤ Basiru Gassama, MohammedIrfan og Hamid Elasamar hafa viðurkennt aðild sína að mál- inu. ➤ Játningar fjórmenningannahafa legið fyrir í nokkurn tíma, en fjölmiðlaumfjöllun hefur verið bönnuð til þessa. ➤ Amjad Mahmood og ZahoorIqbal neita sök. TILRÆÐISMENNIRNIR GettyImages Handtökurnar Lögregla lokar götu í Birmingham við rannsókn málsins fyrir ári. 12 MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 24stundir Lögreglan í Ekvador hefur tekið til rannsóknar dráp á 53 sæljónum á Galapagoseyjum. Sæljónin upp- götvuðust á Pintaeyju, um 1.000 kílómetra vestur af strönd Ekva- dors. Sæljónin hafa í gegnum tíðina orðið fórnarlömb manna sem koma vildu húð, kynfærum eða tönnum þeirra í verð. Engin um- merki um slíkt fundust á sæljónun- um 53 – aðeins fundust höfuð- áverkar á þeim. „Þetta var fjöldamorð. Saksókn- ari verður að upplýsa hvaða ástæð- ur búa að baki,“ sagði Victor Car- rion, starfsmaður náttúruverndarsvæðis eyjanna. Sérfræðingar óttast að einstakt dýralíf eyjanna sé í stórhættu vegna aukinnar ferðamennsku. aij Náttúruperlan Galapagoseyjar 53 sæljón drepin með köldu blóði Óttast er að spenna geti vaxið á milli íbúa af ind- verskum ættum annars vegar og afrískum hins vegar í Gvæjana. Íbúar landsins skiptast nokkuð jafnt í þessi tvö þjóð- arbrot. Íbúar þorpsins Lusignan, sem flestir eru af ind- verskum ættum, hafa lok- að einni helstu sam- gönguæð landsins. Vilja þeir með þessu knýja fram aðgerðir stjórnvalda vegna morðs á 11 íbúum þorpsins á laugardag. Þá réðust 20 vígamenn á vegum Rondell Rawlins, eins eftirlýstasta glæpamanns landsins, sem er af afrískum ættum, á þorpið. Rawlins, sem eftirlýstur er vegna morðs á ráðherra árið 2006, sakar ör- yggissveitir stjórnvalda um að hafa rænt unnustu sinni. Hefur hann að sögn stjórnvalda hótað fleiri árásum. aij Vaxandi spenna í Gvæjana Símhleranir á Bretlandseyjum eru algengar og heimildir til þeirra víð- tækar er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um hleranir í landinu árið 2006. Ríflega 600 breskar stofnanir geta farið fram á að símtöl séu hleruð. Löggæsluyfirvöld þurfa að láta um- sókn um hlerun fara lögformlega leið, en þau hundruð sveitarstjórna sem valdið hafa nýta hleranir fullfrjálslega að sögn skýrsluhöfunda. Sveitarstjórnir hafa hlerað síma fólks sem grunað var um að losa sorp þar sem ekki mátti og að svindla á almannatryggingum. Ennfremur komust skýrsluhöfundar að því að ríflega 1.000 hleranir af þeim 250.000 sem skoðaðar voru voru gallaðar – jafnvel voru hleraðir símar hjá saklausu fólki vegna stjórnsýslumistaka. „Flestar þessar aðgerðir eru nauðsynlegar og farið út í þær af góðum ástæðum, en tölurnar vekja áhyggjur af þeim varnöglum sem við höf- um sett til að verja fólk fyrir stöðugum átroðningi,“ segir David Win- nick, þingmaður Verkamannaflokksins. aij Bretar hlera þúsund síma á dag Ekkert stendur í vegi fyrir því að landamæraeftirliti Sviss verði hætt á næstu mánuðum, þegar landið verður hluti Schengen- svæðisins. Sam- þykktu Sviss- lendingar að sækja um aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu í júní 2005, en ráðherraráð Evrópusam- bandsins samþykkti umsóknina á fundi sínum á mánudag. Nákvæm tímasetning Schengen- aðildar Sviss bíður frekari ákvörðunar innanríkisráðherra Evrópusambandslandanna, en búist er við að af henni verði 1. nóvember í ár. aij Schengen-svæðið Sviss bætist í hópinn Atilla Yayla hefur hlotið 15 mán- aða skilorðsbundinn fangelsidóm fyrir að móðga stofnanda Tyrk- lands, Mustafa Kemal Ataturk. Glæpur hans var að halda því fram að Tyrkland hafi ekki verið jafnframsækið og haldið er fram í opinberum sögubókum. Prófessorinn neitar sök og hyggst áfrýja málinu til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. „Ég vil undirstrika að brýnasta vandamál Tyrklands er skortur á tjáningarfrelsi,“ segir Yayla. aij Prófessor í Tyrklandi Móðgaði landið Tíu menn sem tóku þátt í mót- mælum gegn herforingjastjórn- inni í Mjanmar í ágúst á síðasta ári hafa verið dregnir fyrir dóm. Er þeim borið á brýn að hafa viðhaft ólög- leg ummæli um stjórnvöld. Aung Thein, sem boðist hefur til að verja tímenning- ana, segir á huldu í hverju um- mæli þeirra hafi falist. Er honum gert að nálgast þá, en réttarhaldið verður lokað. „Ég er tilbúinn að verja þá, en til þessa hefur mér ekki verið leyft að sjá þá,“ segir Thein. Telja mannréttindasamtök að enn séu um 700 manns á bak við lás og slá vegna mótmælanna. aij Mótmælendur á Mjanmar Mæta fyrir dóm Sameiginlegt friðargæslulið Sam- einuðu þjóðanna og Afríku- bandalagsins, sem gæta á friðar í Darfúrhéraði í Súdan, mun ekki ná fullum styrk fyrr en undir lok þessa árs. Er stirðum sam- skiptum við ríkisstjórn Súdans meðal annars kennt um. aij Stendur á frið- argæslu í Darfúr Sjúklingar sem fengið hafa ávísun læknis á marijúana vegna sjúk- dóms síns í Kaliforníu geta keypt lyfið í sjálfsölum. Sala efnisins í læknisfræðilegum tilgangi er leyfð í 11 fylkjum Bandaríkjanna. Til að fá að nota sjálfsalana verða kaupendur að leggja fram lyfseð- il, láta taka af sér fingraför og ljósmynd. Þá er þeim afhent skír- teini sem hægt er að nota í sjálf- sölunum. „Öryggisvörður tekur á móti þeim,“ segir Vince Mehdizadeh, sem rekur einn fyrsta sjálfsalann í Los Angeles. „Þeir renna kort- inu í gegn og láta vélina taka af sér fingrafar. Myndavél tekur af þeim mynd og staðfestir að réttur einstaklingur standi við vélina. Og þeir fá lyfið sitt og halda sína leið.“ Framleiðendur sjálfsalanna telja að sjálfsalar með lyfseðilsskyld lyf muni ná fótfestu í Bandaríkj- unum á næstu árum. aij Kannabis selt í sjálfsölum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.