24 stundir - 06.02.2008, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir
– á sparnaðinn þinn!
SPRON Vaxtabót
– allt að vextir*15,05%
SPRON Viðbót
– allt að vextir*7,95%
SPRON Veltubót
– allt að ársávöxtun*14,59%
Þú getur stofna
ð reikning
á SPRON.IS
Frábærir
vextir
Allt að 15,05% vextir
*Samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 1. febrúar 2008.
Eftir að reykingabannið gekk í gildi síðastliðið
sumar anga föt þeirra sem sitja á börum um helgar
ekki lengur af reykingum og þess vegna fara bar-
gestirnir ekki jafnoft og áður með fötin sín í
hreinsun. „Það er minna um að fólk komi eftir
helgar með föt angandi af reykingafýlu,“ segir
Bernharð Bernharðsson, starfsmaður hjá Efnalaug-
inni Úðafossi.
Óskar Frímannsson, eigandi efnalaugarinnar og
þvottahússins Hreins, segir almennt mikið að gera
vegna gríðarlegrar fjölgunar bankastarfsmanna sem
komi oft með jakkafötin sín og skyrturnar í hreins-
un. „En það getur verið að almenningur sem notar
jakkafötin sín um helgar komi sjaldnar með þau í
hreinsun nú en fyrir reykingabannið. Og konurnar
koma þá sjaldnar með kjólana.“
Óskar bætir því við að viðskiptavinirnir komi í
auknum mæli með allan heimilisþvottinn. „Fólk
kemur líka með nærfötin sín. Það hefur bara ekki
tíma í þetta,“ segir hann.
Eigendur efnalauga í Bretlandi kenna meðal ann-
ars reykingabanni um samdrátt í bransanum, að
því er greint er frá í breska blaðinu The Guardian.
Föt bargesta anga ekki lengur af reykingafýlu eftir helgarnar
Fara sjaldnar í efnalaugina
Reyklaust Bargestir koma sjaldnar í efnalaug en bankamenn.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Til þess að nýta Keflavíkurflugvöll
betur þarf að fjölga ferðum utan
háannatíma, að því er Friðþór Ey-
dal, upplýsingastjóri hjá flugmála-
stjórn vallarins segir.
„Ætli flugfélög að fjölga ferðum
um Keflavíkurflugvöll verða ferð-
irnar að vera utan háannatíma þar
til fleiri stæði með beinni tengingu
hafa verið gerð einhvern tíma í
framtíðinni. Það er hins vegar ekki
endalaust hægt að fjölga land-
göngubrúm,“ bendir Friðþór á.
Ekki tilbúin til notkunar
Landgöngubrýrnar 11 við flug-
stöðina á Keflavíkurflugvelli eru
ekki nógu margar á háannatíma.
Stæði sem eru það langt frá flug-
stöðinni að aka þarf farþegum út í
vél verða ekki í boði í sumar, að
sögn Friðþórs. „Þau verða ekki
tilbúin til þeirrar notkunar,“ segir
hann.
Nýta annan tíma
Friðþór getur þess að flugfélög
séu nú þegar farin að nýta annan
tíma en háannatímann sem er ein-
ungis tvær klukkustundir á
morgnana og tvær klukkustundir
síðdegis. „En það er ekki nóg að
eitthvert flugfélag taki ákvörðun
um að fljúga héðan á ákveðnum
tíma. Það verður líka að fá ákveð-
inn stæðistíma á áfangastað. Það
er ekki alltaf auðsótt. Héðan er
flogið inn á flugvelli sem sumir
eru miklu þéttar setnir en flugvöll-
urinn hér.“
Fékk ekki aðstöðu
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, segir fjölgun á ferð-
um ferðaskrifstofunnar umtalsvert
minni en hann hefði viljað. „Við
fengum ekki aðstöðu á vellinum.
Við vildum fjölga ferðunum miklu
meira en menn voru ekki tilbúnir
til þess að hliðra til. Við vorum til-
búnir til þess að vera í stæði lengra
frá þótt það hefði þurft að aka far-
þegum í vélina en fengum þau
svör að það væri ekki hægt,“ segir
Matthías.
Friðþór segir að óskir Iceland
Express hafi ekki samræmst al-
þjóðlegu stæðisúthlutunarkerfi.
Nýta verður
völlinn betur
Fjölga verður ferðum um Keflavíkurflugvöll utan háannatímans
Stæði sem aka þarf til ekki í boði fyrir farþegavélar í sumar
➤ Um háannatímann í fyrravoru nærri 300 ferðir á viku í
áætlunarflugi og reglu-
bundnu leiguflugi.
➤ Búist er við svipaðri aukninguí sumar og var á síðasta ári en
þá jókst millilandaflug um
7,3 prósent.
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
Árvakur/ÞÖKFlugstöðin Landgöngubrýrnar 11 eru fullnýttar á háannatíma.
Í þeim fimm fangelsum sem
fangar eru vistaðir í á Íslandi eru
128 pláss í dag. Þeim mun fjölga
um tíu þegar fangelsið á Akureyri
verður opnað aftur á ný eftir end-
urbætur í byrjun næsta mánaðar,
en á móti kemur að hætt verður að
vista tvo saman í klefa líkt og gert
er í þremur tilvikum á Litla-
Hrauni. Heildarplássin verða því
135 talsins eftir þá opnun.
Næstum full nýting
Meðalnýting íslensku fangels-
anna á síðasta ári var 94,83 pró-
sent. Þrjú þeirra; Kópavogsfangelsi,
Litla-Hraun og Kvíabryggja voru
með yfir 96 prósenta nýtingu. Árið
2006 var heildarnýting fangelsanna
85,94 prósent, eða tæplega níu pró-
sentum minni. Heildarrefsitími í
árum talið var 302 ár í fyrra. Árið
2006 var hann 220 ár og 203 ár að
meðaltali áratuginn þar á undan.
Heildarrefsitími jókst því um 82 ár
milli ára og var 99 árum hærri í
fyrra en að meaðltali áratuginn á
undan.
thordur@24stundir.is
Samanlagður refsitími fanga lengist verulega milli ára
95% nýting á fangelsum 2007
Litla-Hraun Nýting
plássa í fangelsinu var
99,79 prósent í fyrra.