24 stundir - 06.02.2008, Síða 8

24 stundir - 06.02.2008, Síða 8
A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Eldunartæki, kælitæki, uppþvottavél og ljós í eldhúsið þitt. Sannarlega góð hugmynd! 8 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is „Þegar til lengri tíma er litið er ástæðan auðvitað sú að menn kjósa að selja óunna fiskinn úr landi því þeir fá fyrir hann hærra verð þar,“ segir Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Á forsíðu 24 stunda á laugardag- inn gagnrýndi Gunnar Bragi Guð- mundsson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjanda, að íslensk fiskvinnslufyrirtæki fái ekki tækifæri til að bjóða í óunninn fisk sem seldur er úr landi á markaði erlendis. „Það er alkunna hverjir það eru sem flytja hvað mest af þessum fiski út og vilji íslenskar fisk- vinnslur kaupa þennan afla þurfa fiskverkendur ekki að gera annað en að taka upp símann og bjóða í aflann. Og ef þeir geta boðið sam- keppnishæft verð, þá fá þeir fisk- inn.“ Vigtun hérlendis rýrir verð Friðrik segir Samtök fiskfram- leiðenda reyna að gera útflutning- inn á óunnum fisk óhagkvæman með því að krefjast þess að allur afli verði vigtaður hérlendis áður en hann er sendur úr landi. „Með því að taka aflann upp úr ísnum og vigta hann verður til kostnaður og fyrirhöfn og fiskurinn fer verr á því og þar af leiðandi fæst fyrir hann lægra verð,“ segir Friðrik. Í frétt 24 stunda kom fram að sala á óunninni ýsu hafi aukist um tæp 32 prósent milli fiskveiðiára. Friðrik segir hlutfall ýsu sem seld hefur verið óunnin úr landi fyrstu fjóra mánuði fiskveiðiársins rúm- lega þrettán prósent af ýsuveiðinni en hafi verið tæp fimmtán prósent fyrstu fjóra mánuði síðasta fisk- veiðiárs og því hafi útflutningur dregist saman hlutfallslega á milli ára. Friðrik vísar því á bug að menn stundi að flytja óunninn fisk út til að græða á rýrnun hans. „Rýrnun á fiskinum er óveruleg, menn senda aflann út vegna verðsins.“ Geta boðið í fiskinn  Framkvæmdastjóri LÍÚ segir óunninn fisk standa íslenskum fiskvinnslum til boða Ýsa Útflutningur á óunninni ýsu hefur aukist um 32 prósent á milli fiskveiðiára. ➤ Á síðasta fiskveiðiári voruflutt út 5925 tonn af óunnum þorski og ýsu fyrstu fjóra mánuði veiðitímabilsins. ➤ Fyrstu fjóra mánuði núver-andi fiskveiðiárs eru tonnin orðin 7508 talsins. ÝSAN TIL ÚTLANDA 24 stundir eru næstmest lesna dagblað landsins, samkvæmt niður- stöðum könnunar Capacent Gallup. Mánuðina nóvember til janúar lásu að meðaltali 45,8% landsmanna á aldrinum 12-80 ára blaðið hvern út- gáfudag, 3,7 prósentustigum fleiri en í síðustu könnun. Fréttablaðið heldur nokkurn veg- inn sínu í könnuninni, með tæplega 62% meðallestur. Lestur Morgun- blaðsins minnkar um 1,4 prósentu- stig og er 41,7%. Samtals lesa um 74% lands- manna eitthvað í 24 stundum í viku hverri. Sambærileg tala fyrir Frétta- blaðið er 88% og 70,5% fyrir Morg- unblaðið. Gallup mælir lestur dagblaða með daglegum símakönnunum. Niðurstöður eru birtar á þriggja mánaða fresti. LESTUR DAGBLAÐA jan.-feb. 2007 mars-apríl 2007 maí-júlí 2007 ágúst-okt. 2007 nóv. 2007 -jan. 2008 70% 50% 30% Heimild: Capacent Gallup udagur 2007 . árgangur. stundir24 45,80% 41,68% 61,79% Könnun Gallup á lestri dagblaða 46% lesa 24 stundir Haukur Hauksson heldur fyrirlestur um stöðu og horfur í rússnesku þjóð- félagi og stjórnmálum í kvöld. Verður aðalefnið milljarðamæringar landsins – hvaða brögðum þeir beittu við að komast yfir auðæfi sín og hvort þá megi flokka sem glæpamenn. Þá verða tilburðir Vla- dimírs Pútíns og félaga hans í aðdraganda for- setakosninga 2. mars næstkomandi skoðaðir. Fyrirlestur Hauks er á vegum félagsins MÍR síð- degis. aij Rætt um stöðuna í Rússlandi Glitnir hefur sagt upp þremur starfsmönnum í útibúi sínu við Lækjargötu í Reykjavík og einum starfsmanni við útibú bankans á Akureyri. Sá hafði einungis gegnt stöðu sinni hjá bankanum í átta mánuði. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir bankann leita leiða til að lækka kostnað en segir fjöldauppsagnir ekki fyrirhug- aðar. Bankinn vinni að málunum og það muni taka tíma. Hann vildi hvorki staðfesta hvort umræddar uppsagnir væru í sparnaðarskyni né hvort eða hve- nær fleiri starfsmönnum verði hugsanlega sagt upp störfum. Bankinn réði meira en þrjú hundruð manns til starfa á síð- asta ári og hefur nú verið dregið verulega úr nýráðningum. Þá sagði Már að ekki verði ráðið í þær stöður sem losna hjá bank- anum að svo stöddu. æþe Glitnir segir upp starfsfólki Á VETRARHÁTÍÐ NASA við Austurvöll laugardaginn 9. febrúar kl. 21:00 Aðgangur ókeypis www.vetrarhatid.is Iva Nova flaug til Íslands með Icelandair RÚSSNESKA STELPNAHLJÓMSVEITIN IVA NOVA AÐALFUNDUR HVERFISFÉLAGS SAMFYLKINGAR Í VESTURBÆNUM 2008 Allir Vesturbæingar eru velkomnir. Veitingar í boði Samfylkingarfélagið í Vesturbæ Reykjavíkur blæs til aðalfundar fimmtudaginn 7. febrúar 2008. Fundurinn verður haldinn í KR heimilinu við Frostaskjól kl. 18.00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Setning, Felix Bergsson, formaður Hverfisfélags Samfylkingar í Vesturbæ 2. Ávarp utanríkisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 3. Ávarp borgarfulltrúa, Oddný Sturludóttir, form borgarmálaráðs SF. 4. Venjuleg aðalfundarstörf 5. Framtíð KR. Forsvarsmenn KR kynna hugmyndir um uppbyggingu félagsins. Í kjölfarið verða umræður 6. Almennt kaffispjall um Vesturbæinn

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.