24 stundir - 06.02.2008, Síða 10

24 stundir - 06.02.2008, Síða 10
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ráðherra í sænsku ríkisstjórninni vill koma á fót skólum til að mennta ímama, trúarleiðtoga múslíma. Tilganginn segir hann vera að berjast gegn því að rót- tæklingar noti trúna sem skjól. Samtök múslíma fagna áformun- um, en vilja tryggja hugmynda- fræðilegt sjálfstæði skólanna. Óttast neikvæð erlend áhrif Hugmyndirnar koma frá Lars Leijonborg, sem er ráðherra æðri menntunar og rannsókna. Vill hann að ríkið styðji sænska músl- íma til að mennta fólk innan sinna raða, eða hjálpi aðfluttum ímöm- um að kynnast sænsku samfélagi og læra tungumálið. Hefur Leijonborg áhyggjur af því að öfgaöfl geti misnotað nú- verandi ástand, þar sem trúarleið- togar eru flestir aðfluttir. „Það er talið að sádiarabískir öfgamenn bjóðist til að leggja til ímama endurgjaldslaust, og pen- ingaskortur þýðir að hófsamir múslímar sem vilja opna mosku hafa varla um neitt annað að velja. Þannig stuðlum við með opnum augum að því að róttækni skjóti hér rótum, sem er afar, afar óheppilegt,“ segir Leijonborg. Nýtur víða stuðnings Hugmyndir Leijonborgs eiga upp á pallborðið hjá meðlimum ýmissa annarra flokka. Sósíal- demókratinn Luciano Astudillo hefur lengi hvatt til þess að sænska ríkið fylgi fordæmi Dana og Breta og styðji menntun ímama heima fyrir. „Það er fyrst þegar leiðtogar ísl- amska samfélagsins eiga náttúru- legt innlegg í sænskt samfélag sem við getum brotið niður þá tilfinn- ingu sem margir múslímar finna fyrir – að vera utangarðs og ein- angraðir,“ segir Astudillo. Ríkið má ekki seilast of langt Mahmoud Khalfi, sem er ímam við moskuna í Stokkhólmi, fagnar því að ríkið vilji veita fé til að styðja samfélag múslíma í Svíþjóð. Hann varar þó við því að afskipti ríkisins nái of langt inn í trúar- brögðin sjálf. „Þetta er spurning um trúverð- ugleika. Hver myndi sig sætta sig við ímam sem hefur verið kennt af ríkinu? Jafnvel í íslömskum ríkjum er það mjög viðkvæm spurning hvort ríkið eigi að blanda sér í spurningar sem snerta trúmál sér- staklega,“ segir Khalfi við Svenska Dagbladet. „Við styðjum að ríkið löggildi menntun ímama, en viljum sjálfir vera með og útfæra hana,“ segir Omar Mustafa, talsmaður ungra múslíma í Svíþjóð, við Dagens Nyheter. „Það er ekki hlutverk rík- isins að skilgreina hvað er róttækt íslam.“ HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Sænska ríkið mennti múslíma  Óttast að erlend öfl reyni að hafa áhrif á samfélag múslíma  Vonast til að auðvelda múslímum lífið í Svíþjóð ➤ Áætlað er að 300.000 til350.000 múslímar búi í Sví- þjóð. Svíar eru röskar 9 millj- ónir. ➤ Moskan í Malmö er sú elsta íSkandinavíu. Hún var tekin í notkun árið 1984. ➤ Brennuvargar hafa þrívegisráðist á moskuna í Malmö. ÍSLAM Í SVÍÞJÓÐ AFP Moskan í Malmö Elsta moska Norðurlanda 10 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad 12.februar 2008 vinnuvelar Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Kólumbíumenn hafa flykkst út á götur í hundraða þúsunda tali til að mótmæla uppreisnarmönnum FARC. „Ekki fleiri mannrán, engar lygar meir, ekki fleiri dauðsföll, ekki meira FARC,“ stendur á borð- um sem mótmælendur bera. Áætl- að er að á milli 500.000 og tvær milljónir manna hafi fyllt götur höfuðborgarinnar Bógóta, auk þess sem mótmælt var víðs vegar annars staðar um landið og í borgum víða um heim. „Ég held að þessi mótmælaganga setji fordæmi í Kólumbíu vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem Kólumbíumenn mótmæla allir sem einn,“ hefur fréttamaður BBC eftir konu á götum Bógóta. Tæpur mánuður er síðan mót- mælahreyfingin fæddist. Þá stofn- aði verkfræðingurinn Oscar Mor- ales hana á heimasíðunni Facebook. Innan skamms tíma höfðu 250.000 manns skráð sig hjá Morales og baráttan náði athygli fjölmiðla heima fyrir og erlendis. Þykir hreyfingin til marks um mátt netsins til að afla stuðnings fólks um allan heim. „Samlandar okkar sem búsettir eru erlendis og hafa í dag sameinast félögum sínum eiga þakkir okkar skildar,“ segir Alvaro Uribe forseti. andresingi@24stundir.is Fjöldahreyfing sem fæddist fyrir mánuði á netinu FARC mótmælt í Kólumbíu AFPMótmæli Fólk ber borða gegn FARC í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Pól- lands, hefur brugðist við beiðni kanadísks kollega síns um að auka liðstyrk í Afganistan. Gagnrýnir hann aðrar aðildarþjóðir NATO fyrir að tregðast við að fjölga hermönnum. „Þegar bandamaður biður þig um aðstoð, reynir þú að liðsinna honum. Þetta verkefni verður að ganga upp og getur aðeins gengið upp með samvinnu,“ sagði Sikorski í heim- sókn sinni til Ottawa, höfuðborgar Kanada. 1.200 pólskir hermenn eru í Afganistan, og verður þeim fjölgað um 400 á árinu. Stutt er síðan Kanadamenn vöruðu við því að þeir myndu ekki framlengja dvöl hermanna sinna í Afganistan nema önnur NATO-ríki fjölguðu hermönnum sínum þar. andresingi@24stundir.is Pólland átelur bandamenn Ísraelski þingmaðurinn Tzachi Hanegbi, sem er flokksbróðir for- sætisráðherrans Ehud Olmerts, hefur hvatt til þess að brugðist verði við sjálfsmorðsárás í bæn- um Dimona með því að ráða æðstu menn Hamas-samtakanna af dögum. Segir hann árás sam- takanna á mánudag hina fyrstu sem þau hafa staðið á bak við síð- an árið 2004, vera til marks um breytta stefnu þeirra. „Vegna þessa ætti ríkisstjórn Ísr- aels líka að breyta sinni stefnu og við ættum ekki að leyfa forystu Hamas að njóta friðhelgi,“ sagði Hanegbi í útvarpsviðtali. aij Hvatt til blóðhefnda Kaþólsku kirkj- unni gengur illa að fylla í skörð þeirra nunna, munka og presta sem falla frá eða ganga af trúnni. Á milli áranna 2005 og 2006 fækkaði þeim um 10% og eru nú tæp milljón. Í hópi vígðra eru nunnur í mikl- um meirihluta, eða rúm 750.000. Prestsvígðir eru um 136.000 og fer meðalaldur þess hóps stöðugt hækkandi, þannig að stefnt getur í óefni, aukist nýliðun í hópnum ekki. Á sama tíma styrkist kaþólska kirkjan stöðugt, en innan hennar er nú 1,1 milljarður sóknarbarna. Nunnum fækkaði um fjórðung í tíð Jóhannesar Páls páfa og sýna þessar nýjustu tölur að ekki hefur tekist að snúa þeirri þróun við. aij Vígðir týna stöðugt tölunni

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.