24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 11
Miðstjórn breska Verka-
mannaflokksins íhugar að
beita fjóra þingmenn sína aga-
viðurlögum vegna baráttu
þeirra fyrir því að bera Lissa-
bon-sáttmála ESB undir þjóð-
aratkvæði, þvert á vilja for-
sætisráðherrans Gordons
Browns. Þingmennirnir til-
heyra þverpólitískum hópi
sem berst fyrir því að stjórnin
endurskoði afstöðu sína.
Hyggst hópurinn kanna hug
Breta með því að senda spurn-
ingalista til hálfrar milljónar
kjósenda, þar sem spurt verð-
ur hvort fólk sé hlynnt því að
þjóðaratkvæðagreiðsla verði
um Lissabon-sáttmálann. aij
Menntakerfi ríkja Mið-
Austurlanda og Norður-
Afríku hafa dregist aftur úr
öðrum svæðum. Í skýrslu Al-
þjóðabankans þar sem þetta
kemur fram eru umbætur á
þessu sviði sagðar mikilvægar
í baráttu gegn atvinnuleysi.
„Það er tímabært að lönd
beini orku sinni að gæðum
menntunar og tryggi að nem-
endur séu búnir undir þarfir
vinnumarkaðarins,“ segir
Marwan Muasher hjá Al-
þjóðabankanum. Segir hann
þetta sérstaklega mikilvægt í
arabaríkjum, þar sem allt að
60% fólks eru undir þrítugu.
Samgöngur í Kína eru að
komast í samt lag eftir vetr-
arhörkur síðustu daga, en út-
lit er fyrir að milljónir manna
muni fagna nýju ári í raf-
mangsleysi. Nýárshátíðin
hefst í dag.
Vatns- og rafmagnslaust hefur
verið í fjölda borga. Til þessa
hafa 11 rafvirkjar farist við að
reyna að koma straumi á víðs
vegar um landið.
Þær 4 milljónir sem búa í
borginni Chenzhou eru meðal
þeirra sem finna fyrir ástand-
inu. Þar var ellefti rafmagns-
lausi dagurinn í röð í gær. aij
Breskir þingmenn
Skammaðir
vegna ESB
Arabaríkin
Dragast aftur
úr í menntun
Veðrið í Kína
Fagna áramót-
um í myrkri
Afgönsk stjórnvöld hafa farið
þess á leit við alþjóðasamfélagið
að það veiti meiri aðstoð í barátt-
unni gegn ópíumrækt í landinu.
Segja þau skorta úrræði fyrir
bændur sem hætta eiturlyfjafram-
leiðslu.
Talið er að um 90% af ópíum-
framleiðslu heimsins fari fram í
Afganistan og að hagnaður af
ræktuninni jafngildi um þriðjungi
af landsframleiðslu. Féð er talið
renna að mestu í vasa talibana.
„Við þurfum stuðning alþjóða-
samfélagsins, stuðning nágranna
okkar, til að veita meira fé til að
bæta lögregluna okkar, bæta eit-
urlyfjasveitir lögreglunnar, auka
bolmagn öryggissveita og loka
landamærum okkar,“ segir Kho-
daidad, ráðherra eiturlyfjavarna.
Megnið af ópíumframleiðsl-
unni er í suðurhluta landsins, þar
sem Bretar leiða baráttuna gegn
ópíuminu, auk þess að reyna að
tryggja öryggi héraðsins.
andresingi@24stundir.is
Baráttan gegn eiturlyfjum í Afganistan
Vilja meiri aðstoð utan frá
Þúsundir manna mótmæltu verð-
hækkunum á fargjöldum stræt-
isvagna í Mósam-
bík í gær. Minnst
einn hefur látið
lífið.
„Þetta er ekki al-
varlegt ástand
enn sem komið
er,“ segir Jóhann
Pálsson, um-
dæmisstjóri Þró-
unarsamvinnustofnunar í Mó-
sambík. „Það amar ekkert að
þeim Íslendingum sem okkur er
kunnugt um að séu í landinu.“
Verðhækkanir í Mósambík
Einn fellur í
mótmælum