24 stundir - 06.02.2008, Side 17

24 stundir - 06.02.2008, Side 17
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 17 Mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir svo og smekkur þeirra en þó hefur Svisslending- urinn Alain De Botton sett fram áhugaverðar kenningar um hvað skuli skilgreint sem fegurð í arki- tektúr og skipulagi. Ein þeirra er sú að fegurð sé víðtækt skipulag í bland við víðtæka óreiðu. Þessi skilgreining er ekki ný af nálinni, því átjándu aldar heimspekingar höfðu þessa sömu skoðun og segir Alain að enn í dag sé mikið til í þessu. Ennfremur þurfi bygging að vera á réttum stað á réttum tíma til að geta talist falleg. Annars stingi hún í stúf við umhverfi sitt og verði því ekki jafn aðlaðandi. „Fólk nú til dags má oft ekki heyra upp- byggingu nefnda á nafn, en þar er frekar um að kenna slæmum arki- tektúr en uppbyggingunni sjálfri,“ segir hann. Góður arkitekt sálfræðingur Alain De Botton veltir upp heimspekilegum spurningum um arkitektúr í nýútkominni bók sinni The Architecture of Happiness. Þar veltir hann fyrir sér fegurð um- hverfis okkar og áhrifum þess á sálina. Í bókinni leitast De Botton við að skilgreina fegurð í bygging- arlist og hönnun og segir fjölmarga þætti liggja þar að baki. Í fyrirlestri De Botton fyrir skömmu sagði hann meðal annars að „góður arki- tekt þyrfti einnig að vera góður sál- fræðingur“ og það bæri að hafa í huga að slæmur arkitektúr fyrntist ekki, líkt og t.d. illa skrifaðar bæk- ur. Höfundurinn De Botton hefur gefið út fleiri bækur á sálfræðilegum nótunum, meðal annars Essay in Love. De Botton fæddist árið 1969 í Sviss en er nú búsettur í London. Hann heldur fyrirlestra tengda bókum sínum víðs vegar um Evrópu. Víðtækt skipulag í bland við óreiðu Fegurð í arkitektúr er afstæð Fegurð eða ei Byggingar þurfa að vera á réttum stað til að þær stingi ekki í stúf við umhverfi sitt. Skemmtilegir nestispokar Skólabörnin fara með nesti í skól- ann og getur slíkt orðið leiðigjarnt eins og annað. En með þessum skemmtilegu pokum er t.d. hægt að lífga upp á samlokurnar á ein- faldan hátt. Í hjartapokann má líka setja smáköku handa elskunni sinni eða vini sem þarfnast hug- hreystingar. Pokarnir geta líka ver- ið sniðugir undir nammi eða popp í barnaafmælum. Eða til að taka með sér afganga af ávöxtum eða snarli í bílinn. Það er bandaríska fyrirtækið Mobi sem framleiðir pokana en hönnuðir þeirra eru Sandra Campos og Michael Isa- acman, sem eru þekkt á hönn- unarsviðinu í New York. Þau eiga þrjú ung börn sem taka virkan þátt í rekstrinum, þau Grace, 8 ára, sem sér um að allar vörurnar séu nógu skemmtilegar, hinn 5 ára gamla Luke, sem sér um umhverfisvænu hliðina og kemur á framfæri skila- boðum um nauðsyn þess að end- urvinna og loks er það hin 4 ára gamla Julia sem sér um gæða- stjórnun. Ef poki flýgur yfir her- bergi tryggir hún að innihaldið sé óskaddað við lendingu. Pokarnir eru seldir á sölustöðum víða í og utan Evrópu, til að mynda í Dan- mörku, Kanada og Frakklandi. Heimasíða fyrirtækisins er á slóð- inni http://mobi-usa.com/ index.html. CP lo ft ve rk fæ ri fy ri r er fi ði ð Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Vélar og verkfæri hafa tekið að sér einkadreifingu á vörum CP (Chicago Pneumatic), sem er leiðandi fyrirtæki á heimsmarkaði fyrir hágæða loftverkfæri. CP hefur að bjóða mikið úrval öflugra og öruggra loftverkfæra sem sérhönnuð eru fyrir iðnfyrirtæki, verkstæði, verktaka og aðra fagmenn á öllum sviðum iðnaðar. Vanti þig og fyrirtæki þitt afburða verkfæri og annan búnað, sem stenst allar kröfur þínar og skilar þeim afköstum og endingu sem til er ætlast, leitaðu þá til okkar. CP loftverkfæri

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.