24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Í vesturbænum ríkir meiri sam-
hugur en í flestum hverfum höf-
uðborgarsvæðisins og menningin á
Melunum er lífleg. Í vesturbæj-
arlauginni er rædd heimspeki og
þjóðmál og þangað mæta fasta-
gestir hvern morgun, sérstæðir
ýsuborgarar fást í pylsuvagninum
fyrir utan.
Miðja hverfisins virðist síðan
vera hverfisverslun sem er athygl-
isvert í tíðarandanum í dag þar
sem stórmarkaðir og versl-
unarkjarnar eru fremur miðdepill
nýrra hverfa.
Í vesturbænum hefur Melabúð-
in verið starfrækt á sama stað í
rúm 50 ár eða við Hagamel 39.
Verslunina mætti vel kalla miðju
hverfisins. Þar má fá heitt slátur og
grillaðan kjúkling jafnt og fram-
andi hitabeltisávexti og sælkera-
vörur fyrir vandláta matgæðinga.
Menningarstarfsemi
Friðrik Guðmundsson, einn
Melabúðarfeðga, segir um 2000
manns fara í gegnum búðina á
hverjum degi. „Það mætti líkja
rekstrinum við menningar-
starfsemi,“ segir hann og hlær.
„Þetta er jú kúltúr. Við leggjum
mikið upp úr persónulegri og
vandaðri þjónustu, hingað á að
vera gott að koma. Það finnst flest-
um ekki gefandi og gott að fara í
stórmarkaði. “
Torfi Ólafsson, Melhaga 4, er
sammála Friðriki.
„Ég fer aldrei í stórmarkaði
nema brýna nauðsyn beri til. Ég
hef verslað við Guðmund og Frið-
rik í Melabúðinni síðan Guð-
mundur tók við rekstrinum. Það
er sérstakur og góðviljaður andi er
ríkir í versluninni og Guðmundur
hefur verið laginn við að finna
rétta starfsfólkið. Þegar ég slasaðist
fyrir nokkrum árum var hann
Guðmundur boðinn og búinn að
skrifa hjá sér vörur. Hann spurði
ekki einu sinni hvenær ég gæti
borgað honum aftur. Hann treysti
mér. Ég borgaði honum að sjálf-
sögðu fljótt og örugglega.“
Sakna hverfisapótekanna
Torfi segist ekki kunna vel við
keðjumenninguna sem hefur tekið
yfir heilu hverfin. „Ég sakna hverf-
isapótekanna sem hafa verið gleypt
af Lyfjum og Heilsu og líkum keðj-
um. Þessar keðjur hafa gleypt öll
apótekin. Ég versla við apótekið á
horninu hjá mér, en það er af þurft
fremur en að ég kunni við búð-
irnar. Og ég kann sérlega illa við
10-11 og 11-11 verslanirnar. Það er
hreinlega niðurdrepandi að stíga
inn í þær.“
Ekki slopplaus stund
Spurður um mikilvægi hverf-
isverslana, segir Friðrik marg-
breytileikann verða að fá að lifa.
„Rekstur verslunar eins og Mela-
búðarinnar og keðjuverslunar eins
og 11-11 eða Bónus er ólíkur.
Munurinn felst fyrst og fremst í
persónulegri þjónustu.“
En ætlar Friðrik nokkuð að
skipta út kjötsloppunum góðu sem
þeir feðgar eru frægir fyrir að
klæðast í versluninni? „Nei, ég lofa
að fleygja þeim ekki. Kann vel við
þá. Það er varla sú stund sem ég er
slopplaus,“ bætir hann við og hlær.
Eftirsótt að búa í grennd við Melabúðina og Vesturbæjarlaug
Sönn vesturbæjar-
stemning á melunum
Hvaða galdur er það sem
virkar í Vesturbænum svo
fólk sækist eftir að búa
þar vegna þess samhugar
og stemningar sem þar
ríkir? Leitar sér jafnvel að
íbúð í grennd við Mela-
búðina! Hvað er sönn
vesturbæjarmenning?
Friðrik í Melabúðinni og
Torfi Ólafsson, Melhaga,
voru teknir tali.
Stemning á Hagamel
Á árlegri götuhátíð;
Hoppikastalar, harm-
onikkuspil, sykurfrauð
og pylsur, innblásnar
ræður og almennt stuð.
Melabúðarfeðgarnir
Snorri, Pétur, Friðrik
og Guðmundur.
Heitt slátur! Í Mela-
búðinni fæst besti
skyndibíti landsins.
Morgunstundin hefst
rétt rúmlega 6. Þá
streyma að fastagestirnir
til að taka sprett í laug-
inni.
SAN Cable Kit
Rafmagns gólfhitakerfi
Einföld uppsetning. Lagt í flísalím eða flotað
Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi
Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt
Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum,
ryðfríu stáli, áli, kopar, messing, gleri, plasti,
lökkuðum flötum, kristal, keramiki, postulíni ofl. ofl.
Fix töframassinn
Hreinsar, fægir og verndar samtímis.
Svampur
fylgir með
Ótrúlegur
árangur
Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Tengi - Melabúðin - Verkfæralagerinn - Eyjatölvur -
Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárkróki - Áfangar Keflavík -
Skipavík Stykkishólmi - Nesbakki Neskaupsstað - Vélaleiga Húsavíkur - Verslanir Rönning -
Litabúðin Ólafsvík - Tengi - Byggt og búið - SR byggingavörur Siglufirði - Núpur Ísafirði.
Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf.