24 stundir


24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 19

24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 19 Útflutningsráð Íslands í sam- ráði við sendiráð Íslands í Japan hefur hug á að styðja íslenska hönnuði og standa fyrir þátttöku í hönnunarsýningu í Tókýó í júní 2008. Berglind Steindórsdóttir hjá útflutningsráði segir að ekki hafi enn verið valdir hönnuðir til að taka þátt í sýningunni en þeir verða 4-8 talsins. „Við eigum eft- ir að skoða plássin sem við fáum úthlutað og getum þá tekið ákvarðanir eftir því,“ segir Berg- lind. „Sýningin heitir Interior Lifestyle og verður haldin dagana 11.-13. júní í sumar. Hún er haldin í stóru og glæsilegu sýn- ingarsvæði sem kallast Tokyo Big Sight, sýningin er í raun rótgróin og því gott að komast að á henni en þetta er í 18. sinn sem hún verður haldin. Þetta verður í fyrsta sinn sem Íslendingar taka þátt í þessari sýningu en tvö undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki verið þátt- takendur í annarri svipaðri sýn- ingu og fengið mjög góðar við- tökur.“ Berglind segir vonir standa til að móttökur verði enn betri á Interior Lifestyle. Nytjahönnun og gjafavara Árið 2007 sýndu um 600 sýn- endur frá 29 löndum og voru gestir 26.000 frá 36 löndum. Á sýningunni er nytjahönnun, gja- favara, eldhús- og baðherberg- isvörur og önnur vara almennt til nota á heimili og skrifstofu, svo eitthvað sé nefnt. Sýningar sem þessar eru mikilvægar fyrir hönnuði. „Það þarf að þreifa fyr- ir sér á markaðnum og sjá hvað aðrir eru að gera. Mynda sam- bönd við aðra hönnuði, fram- leiðendur og söluaðila.“ Interior lifestyle, 11.-13. júní 2008 í Tokyo Fjórir Íslendingar fara utan Interior lifestyle Nokkrir af þeim hlutum sem voru til sýnis á sýningunni á síðasta ári. Meira er stundum minna! Þessi mynd er tekin úr bandarískri borð- stofu árið 1957. Burknar, og jurtir meðfram veggjum, mynstraðir veggir, allskyns litir og skilrúm marka af rýmið. Þeir sem búa í litlum íbúðum geta íhugað að gera borðaðstöðuna og jafnvel eldhúsið frábrugðna stofunni með þessum hætti enda oft erfitt að gera lítil rými aðlaðandi án þess að þau virki ofhlaðin. Burknar og mynstur Hitapokar eru voða kósí, sér- staklega nú á dimmustu og köld- ustu vetrarmánuðum. Þeir eru til- valdir til að smeygja undir sængina til að ylja sér eftir langan dag í vinnunni. Þeir geta líka verið snið- ugir þegar börnin eru með flensu og vantar eitthvað notalegt. Kaupa má hitapoka í alls konar útgáfum og jafnvel hægt að sauma eða prjóna utan um þá fóðrið. Hér sjást tveir sætir og rómantískir. Sætir og kósí hitapokar Veggfóður kemst í og fer úr tísku eins og klæðnaður og hártíska. Það má þó nota víðar en á veggina ef þú ert ekki nógu djarfur/djörf til að taka slíka áhættu. Þú getur t.d. notað veggfóður til að fóðra með innréttingar á baði eða í eldhúsinu. Eða notað það sem gardínur með því að líma það á tréramma. Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og notaðu veggfóðrið þar sem það síst tíðkast. Litríkt og fallegt veggfóður Með hlýnandi veðurfari hækkar yfirborð sjávar og ljóst má vera að í löndum eins og Hollandi, sem er mjög láglent, er hætt við að mörg heimili hverfi undir vatn ef jörðin heldur áfram að hlýna á þeim hraða sem hún hefur gert undan- farin ár. En það verður seint sagt um hollenska arkitekta að þeir deyi ráðalausir því að nú hefur þeim tekist að hanna hús sem hafa þann eiginleika að þau geta flotið á vatni ef flóð verður í nærliggjandi á eða sjó. Við ána Maas stendur bær sem heitir Maasbommel og þar hafa þegar risið nokkur hús af því tagi. Í þeim liggur húsgrunnurinn á ár- botninum og upp frá honum kem- ur kjallari. Ef flóð verður í ánni flæðir vatn hennar þó ekki inn í húsið heldur lyftist það og flýtur. Sérstök rammger rör halda húsinu á sínum stað svo það fljóti ekki niður ána, og í þessum rörum eru vírarnir sem tengja rafmagn inn í heimilið þannig að starfsemi þess fer ekki úr skorðum þótt áin flæði yfir bakkana. Hollenskir arkitektar útsjónarsamir Fljótandi heimili Allt á sinn stað! ANTONIUS hirslur Það skiptir ekki máli hversu mikið pláss þú hefur. Með ANTONIUS hirslum getur þú nýtt hvern krók og kima - bæði á breiddina og dýptina og hátt sem lágt. Einingin samanstendur af grindum sem má festa ofan á hverja aðra, vírkörfum, hillum, veggstoðum og borðplötum. Í stuttu máli: Allt sem þig vantar til að koma skipulagi á fataskápinn, þvottahúsið eða forstofuna. Sérsmíðaðu þína eigin heildarlausn sem hentar þér. ▲ Þessi samsetning af ANTONIUS hirslum 22.810,- Opið 10-20 virka daga │ Laugardaga kl. 10-18 Sunnudaga kl. 12-18 │ www.IKEA.is

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.