24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 21
Það er lítið mál að gera heimilið
að fallegum griðastað jafnvel þó að
fjárhagurinn sé bágur. Það þarf
ekki dýra hönnun eða mörg hús-
gögn, heldur er oftast nóg að nota
ímyndunaraflið. Hér koma nokkur
góð ráð sem allir geta nýtt sér:
Hafið hreint í kringum ykkur
Hreint, snyrtilegt og vel skipu-
lagt heimili er huggulegt heimili.
Ekki safna að ykkur drasli og gætið
þess að hver hlutur eigi sinn stað.
Verslið í lágvöruverðsverslunum
sem bjóða fallegar vörur á góðu
verði. Þar er hægt að fá glös, diska,
bolla og önnur búsáhöld sem lífga
upp á heimilið.
Hafið baðherbergið alltaf
hreint
Kaupið falleg handklæði og sáp-
ur og hafið vel raðað í skápana.
Búið um rúmið á hverjum
morgni.
Eyðið í smekklegt rúmteppi og
hafið fallega lýsingu. Gangið frá
fötum jafnóðum þannig að fata-
hrúgur myndist ekki hér og þar.
Ekki láta óhreint leirtau gera
eldhúsið að sóðalegum stað.
Vaskið upp jafnóðum. Hafið fal-
legar skálar undir ávexti og græn-
meti. Ekki hafa aragrúa af eldhús-
tækjum á víð og dreif, frekar má
geyma þau inni í skápum.
Ekki hafa of mikið af skóm og
útifatnaði í borðstofunni. Gangið
frá fatnaði sem er lítið notaður á
ákveðnum tímum og komið öðru
skipulega fyrir. Nú má fá geymslu-
kassa og box á góðu verði í ódýr-
um húsgagnaverslunum þar sem
vel má koma fyrir húfum, ull-
arsokkum og vettlingum.
Kerti, kertastjakar, pottablóm
og annað punt gerir heilmikið
fyrir heimilið. Eins getur góð lýs-
ing gert gæfumuninn sem og
myndir í flottum römmum. Per-
sónulegar myndir gefa alltaf hlýjan
tón.
Nokkur góð ráð fyrir heimilið
Heimilið gert huggulegt
Snyrtilegt Búið um
rúmið á hverjum morgni.
Það virðist vera sama hversu stórt
eldhúsið er, alltaf er skortur á
skápaplássi. Með þessari nýju
hönnun frá Aleksey Belyalov gæti
þetta sígilda vandamál horfið.
Skálarnar sem nefnast 2Side eru í
raun tvær skálar í einni. Dýpri
hliðina er hægt að nota fyrir súpur,
kássur og salat en flatari hliðin er
fullkomin fyrir kökur, kjöt, osta og
annað þess háttar. Skálunum má
stafla hverri ofan á aðra og spara
þannig enn meira pláss.
Skálar sem
spara pláss
Það er ekki alltaf nauðsynlegt að
fela fötin á bak við luktar dyr held-
ur má nota þau til að færa lit inn í
herbergið, eins og sjá má hér að of-
an. Með því að hafa glerhurð á
fataskáp verða fötin sjálf ekki síður
til að skreyta herbergið. Þá er jafn-
vel gott að raða fötunum eftir lit
eða hafa einhverju reglu í skápnum
svo allt líti snyrtilega út. Eins geta
fallegir skór allt eins verið prýði á
gólfi og vasar eða blómapottar.
Leyfið fötunum
að njóta sín
Áhugafólk um hönnun ætti að geta
fundið sitthvað við sitt hæfi á Vetr-
arhátíð í Reykjavík. Fimmtudaginn
7. febrúar klukkan 21 opna Him-
neskir herskarar hönnunarsýningu
í Handverki og hönnun við Að-
alstræti 10. Þá verða hönnuðir
dagsins útnefndir á sama stað dag-
lega, fyrst Guðný Hafsteinsdóttir,
þá NOSTRUM og síðast Fjóla
María Ágústsdóttir.
Hönnun á
Vetrarhátíð
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Gler-rennibrautir
Hawa Junior 80 eru glæsilegar
rennibrautir fyrir 8-10-12 mm
hert gler eða timburhurðir.
Eigum einnig rennibrautir frá
fyrir skápa og
tréhurðir.
Útvegum hert gler eftir máli..