24 stundir - 06.02.2008, Side 23

24 stundir - 06.02.2008, Side 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 23 Kettir og hundar eru yndisleg gæludýr eins og eigendur þeirra vita manna best. En þótt þeir séu hvers manns hugljúfi fylgir sá böggull skammrifi að flestar teg- undir þeirra fara mikið úr hárum, ekki síst þegar sólin hækkar á lofti og sumarið nálgast. Snyrtipinnar sem eru með teppi á gólfum og gróf áklæði á húsgögnum hafa því í nógu að snúast við að halda hí- býlum sínum hreinum á þessum tíma árs ef þeir eiga hunda eða ketti. En þrátt fyrir að mörgum vaxi vinnan, sem fylgir því að hreinsa burtu katta- og hundahár, í augum er það alls ekki óvinnandi verk. Margir gæludýraeigendur kjósa að hafa frekar parket á gólf- um og leðuráklæði á húsgögnum, enda alla jafna létt verk að ryksuga gæludýrahár af þeim. En þeir sem frekar kjósa að hafa teppi og gróf húsgagnaáklæði gætu þurft að miða við að ryksuga oftar á vorin og á sumrin þegar dýrin fara mest úr hárum. Stundum getur þó ver- ið erfitt að ná hárunum af með hjálp ryksugunnar, ekki síst af stólum og húsgögnum þar sem dýrin halda sig löngum stundum. Þar sem ryksugan dugar ekki get- ur þó verið auðvelt að dusta hárin af með því einu að setja á sig gúmmíhanska og bleyta hann að- eins með vatni og strjúka svo hendinni yfir, en með því móti nást hárin næsta örugglega af. En hvernig sem gólfefni og áklæðin eru á heimilinu og hversu oft sem er ryksugað er aðalatriðið að vera duglegur að greiða dýrunum með þar til gerðum gæludýraburstum. Þannig er hægt að ná miklu af þeim hárum sem þegar hafa losn- að áður en þau enda á húsgögn- unum, og svo finnst þeim flestum þægilegt að láta eigendur sína greiða sér. Svo er rétt mataræði líka mikilvæg fyrir heilsu þeirra og gjarnan góð vörn gegn óeðlilegu hárlosi. Gæludýr sem fara mikið úr hárum Vel hægt að ráða við gæludýrahár Í umferðaröngþveiti borgarinnar kemur sér vel að komast ferða sinna á hjóli. Þetta skemmtilega hannaða hjól frá Yamaha hefur slegið í gegn hjá borgurum úti í heimi en hjólið þykir afar hent- ugur fararskjóti þar sem það má pakka því saman og hafa það með sér hvert sem er. Þessi hjól er einn- ig hægt að fá rafknúin og svo þykja þau hið mesta stofustáss þegar þau eru ekki í notkun. Þægilegur fararskjóti Fallegar veggklukkur geta lífgað upp á rýmið líkt og flottar ljósmyndir og málverk. Stórar klukkur í anda sjötta og sjöunda áratugarins hafa verið vinsælar undanfarið og litríkar veggklukkur líkt og þessi eftirlíking skjámyndar sjónvarpsins eru orðnar áberandi. Klukkan er úr gleri og málmi og fer afar vel á hvítum vegg þar sem hún fær að njóta sín. Grip- inn má panta á vefsíðunni www.corvusweb.co.uk. Lífgar upp á rýmið Þessi skemmtilega græja er til- valin fyrir þá sem hafa mikinn metnað í snjóboltakasti og vilja búa til almennilega bolta. Sno- baller er búin til úr sterku plast- efni sem mótar fullkomna bolta úr snjónum og er tilvalin gjöf, svona yfir vetrarmánuðina. Hendurnar haldast heitar og þurrar og framleiðsla snjóbolta verður mun hraðari og skilvirk- ari en ella. Fleiri og betri snjóboltar Vinalegur fjölskyldumeðlimur Þótt gæludýr fari úr hárum er ekki sjálfgefið að þeim fylgi sóðaskapur. PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET FLÍSAR PARKET FLÍSAR... ... ... . ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. Ú LÞúsundir fermetra af flísum með 20-70% afslætti Plastparket frá 890 kr/m 2 Eikarparket 14 mm 3 stafa verð kr 2.290 kr/m 2 Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.