24 stundir - 06.02.2008, Side 24

24 stundir - 06.02.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Minkar í Evrópu eru allir af- komendur minka sem hafa slopp- ið úr minkabúum að und- anskildum þeim sem var sleppt í Rússlandi af ásettu ráði á árunum 1930-1950 til að búa til veiðistofn. Minkar sem sluppu úr búrum eru útbreiddir í flestum löndum Evr- ópu og útbreiðslusvæðið virðist stöðugt stækka, frá Rússslandi í austri og suður og á belti sem nær þvert yfir stóran hluta Asíu og syðst í Suður-Ameríku. Eyðing varpfugla Minkurinn var fluttur til Íslands 1931 og fyrsta íslenska minkabúið var í Grímsnesi. Minkurinn er meindýr í náttúrunni og vargur í fuglabjörgum og varplandi fugla. Talið er víst að minkurinn eigi stærstan þátt í eyðingu varpfugla t.d. við Mývatn og á fleiri svæðum. Minkurinn er ekki friðaður og helstu veiðiaðferðir eru að liggja yf- ir óðulum hans og skjóta hann með haglabyssu en gildruveiðar hafa færst mjög í vöxt á síðustu ár- um og gefið góða raun. Fyrsta minkaóðalið fannst við Elliðaárnar árið 1937. Það eru tuttugu og fimm minkabú á landinu í dag. Rottan að hverfa Á undanförnum misserum hafa meindýraeyðar tekið eftir því að rottan er að hverfa úr höfnum og úr fjörunni við suðurströndina og á Reykjanesi en greinileg ummerki eru eftir mink á þessum slóðum og hefur hann víða gert sér óðul við sjávarsíðuna. Það eru þó að koma upp tilfelli þar sem rottan berst inn á svæðið með vörum og jafnvel skipum. Litlar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum breytingum í vistkerfinu. Minkur hefur t.d. ekki náð ból- festu í Vestmannaeyjum fyrr en nú á síðustu mánuðum að vart hefur orðið við mink, fyrst uppi á Heimakletti og síðan inni í Herj- ólfsdal. Að sögn meindýraeyðis í Vestmannaeyjum er aðeins um eitt dýr að ræða. Mikilvægar upplýsingar: Stærð: Fullvaxið karldýr er um 48 cm að viðbættu skotti sem getur orðið allt að 20 cm langt. Full- vaxin læða er um 44 cm að við- bættu skotti. Þyngd, fullvaxið karldýr: Allt að 1,2 kg. Þyngd, fullvaxin læða: Allt að 600 - 800 g. Hljóð: Hvæs og ýlfur. Fjöldi í goti: 3 - 12 afkvæmi. Ætt: Marðardýraætt. Samfélag: Minkurinn er einfari. Fengitími: Febrúar – apríl. Veiðitímabil: Allt árið. Óðal - bæli: Við sjávarsíðuna, við ár og vötn. Lífstími: 2-3 ár. Kynþroska: 10-12 mánaða gamall. Fæða: Allt sem hreyfist og hann ræður við. Litur: Brúnn með hvíta höku og óreglulegan hvítan flöt á kviði. Ræktuð afbrigði eru af ýmsum lit, s.s. hvít, brún, grá og svört. Útbreiðsla: Minkurinn er með búsetu um allt land. Veiðar á minki Best og árangursríkast er að veiða þennan vágest í gildrur á fengitíma á haustin og veturna. Eins þegar læður eru hvolpafullar og minkurinn þjappast saman á afmörkuð svæði í leit að æti. Í Noregi fækkaði mink aðallega vegna þess að fiskur hvarf úr vötn- um vegna áhrifa frá súru regni. Kanadamenn veiða oft mink í gildru en honum hefur ekki fækk- að að ráði þar. Mjög árangursríkt er að nota hunda við minkaveiðar en ekki er hægt að nota þá alls staðar vegna aðstæðna í landslagi. Það þarf að þjálfa hunda til minkaveiða og fáir nota hunda til veiðanna í dag. Agn sem minkabanar nota í gildrur er m.a. rjúpa, laxahausar, nýr fiskur, fiskúrgangur, loðna, bleikja, smásíld, innmatur úr fugl- um og jafnvel dauður minkur. Samkvæmt reynslu veiðimanna hefur einna mest veiðst á bleikju. Blástursaðferð. Þessi aðferð er ættuð frá Finnlandi þar sem henni er beitt ásamt gildruveiðum í sænsk-finnska skerjagarðinum til að halda ákveðnum eyjum lausum við mink. Gæti hentað vel hér á landi við ákveðnar aðstæður og reyndar hefur aðferðin verið próf- uð hér með góðum árangri. Að- ferðin felst í því að hundur er lát- inn leita að mink og þegar minkurinn er fundinn notar veiðimaðurinn laufblásara til að blása reyk inn í óðalið eða þar sem minkurinn er. Minkurinn kemur þá út og er skotinn. Kosturinn við þessa aðferð er að sáralítil spjöll verða á náttúrunni og veiðin gengur fljótt fyrir sig. Starfsskírteini Minkurinn hefur næmt lykt- arskyn og hafa rannsóknir staðfest að karldýrið getur greint milli óþekktra einstaklinga sömu teg- undar út frá saur þeirra og æxl- unarstig kvendýra út frá þvagi þeirra. Hins vegar er ekki vitað hvort læðuhland virkar sem agn fyrir minka allan ársins hring eða hvort það jafnvel fælir mink frá agnstöðum og gildrum. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverf- isstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkom- andi hafi starfsleyfi frá viðkom- andi sveitarfélagi. Ein og sér hafa starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Fé- lagar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna. Réttindi meindýraeyða og garð- úðara frá erlendum ríkjum og fé- lagasamtökum gilda ekki á Ís- landi. Árvakur/Arnaldur Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir Meindýr í náttúrunni Minkurinn (Mustela vi- son) er upprunninn í Norður-Ameríku. Fyrstu dýrin voru flutt til Evrópu á 2. tug 19. aldar en fyrsta minkabúið í Evr- ópu var stofnað í Noregi 1927. Næstu ár og ára- tugi voru minkar fluttir til annarra landa í norð- anverðri Evrópu. Veiðar Best og árangursrík- ast er að veiða þennan vá- gest í gildrur á fengitíma á haustin og veturna. Guðmundur Óli Scheving skrifar um minka MEINDÝR OG VARNIR PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr u m ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Litir í miklu úrvali Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda tiska

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.