24 stundir - 06.02.2008, Side 25

24 stundir - 06.02.2008, Side 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 25 Það kostar sitt að gera heimilið fallegt og er ekki á færi allra að skipta öllu því gamla út fyrir hið nýja, enda eru heimili sem ein- göngu eru búin nýjum munum ekkert sérstaklega heimilisleg og því oftast mun fallegra að blanda saman gömlum, persónulegum munum og nýjum. Ef eitt rými er tekið fyrir í einu má breyta og bæta heimilið fyrir lítinn pening og svo er alltaf gaman að gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn. Eldhúsið fær andlitslyftingu Gamla muni má oftar en ekki gera upp á skemmtilegan hátt. Upprunalegar eldhúsinnréttingar er til dæmis hægt að láta sprautu- lakka og gömul eldhúsborð má pússa upp. Til þess að gefa eldhús- inu nýlegra yfirbragð má svo kaupa nýja eldhússtóla ásamt skemmti- legum smáhlutum eins og fallegum krukkum og skálum, kertum og boxum. Flott heimilistæki fara einnig vel í gömlum eldhúsum ef þau fá að njóta sín. Eins er hægt að skipta út hluta af eldhúsinnréttingu eða setja nýja borðplötu en þá fær eldhúsið nýtt yfirbragð fyrir lítinn pening. Stílhreint og notalegt Svefnherbergið á að vera fallegur griðastaður innan heimilisins. Svefnherbergið á að vera hreint og notalegt og laust við óþarfa drasl sem kemur í veg fyrir almennilega afslöppun og góðan svefn. Leyfið rúminu að njóta sín, eyðið í fallegt rúmteppi og flotta púða. Náttborð þurfa ekki að vera dýr og er um að gera að vera með góða lýsingu við rúmið svo hægt sé að njóta þess að slappa af með góða bók rétt fyrir svefninn. Hafið röð og reglu í fata- skápnum svo að fatahrúgur hlaðist ekki upp í herberginu. Það þarf ekki að eyða miklum peningum í endurbætur Að breyta og bæta heimilið Eldhús Það þarf ekki að kosta mikinn pening að gefa eldhúsinu andlitslyftingu. Árvakur/Golli Nú er hægt að fá fjöldann allan af fallega hönnuðum baðkörum í hinum og þessum litum en flott hönnun getur gert baðkarið að miðju baðherbergisins. Hvers konar baðkar skal velja? Baðherbergi bjóða ekki öll upp á það að baðkari sé komið þar fyrir enda getur það tekið pláss og eru margir sem kjósa sturtuna frekar ef velja þarf á milli. Í þröngum plássum má hins vegar velja smærri baðkör þar sem börnin geta buslað og fullorðnir geta tyllt sér. Baðkarið þjónar þá hlutverki bæði sem sturtubotn og kar. Sé hins vegar gert ráð fyrir baðkari á baðherberginu þá er um að gera að vanda valið og eins ef verið er að skipta gamla karinu út fyrir nýtt. Við valið þarf að taka tillit til per- sónulegra þarfa heimilisfólksins enda hægt að fá baðkör í ýmsum stærðum og gerðum, bæði djúp og grunn og eru mörg hver búin hin- um og þessum þægindum. Miðja baðherbergisins Fagurlitað Grænblátt baðkar í klassískri hönnun. Sterkt Baðkar með járnklæðningu gefur nýtískulegan blæ. Skemmtilegt Rauði liturinn lífgar upp á baðherbergið. Klassísk Fallega hannað frístandandi baðkar. Vatnslosandi birkisafi Birkisafinn frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sérstaklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan og vert að hafa í huga núna um hátíðarnar. Birkisafinn losar bjúg. Birkisafinn er unnin úr þurrkuðum birkiblöðum. Hægt er að fá birkisafann með og án hunangs. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn í kæliskáp. Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Lífsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir, Góð heilsa gulli betri, Birkisafi örfar vatnslosun og er því hentug lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló. Hollur og góður á Þorranum Græna torgið Nóatúni og sjálfstætt starfandi apótek

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.