24 stundir


24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 06.02.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Það getur verið erfitt að koma öllu haganlega fyrir í litlu rými en það sama er einnig hægt að segja um mjög stór rými. Án þess að hugsa nákvæmlega út í það hvernig stíl fólk vill hafa í stóru herbergi eiga margir það til að fylla her- bergið af sófum, hægindastólum, hliðarborðum og bókahillum. Þetta getur orðið til þess að her- bergið verði drekkhlaðið og ekki aðlaðandi lengur. Ef þú vilt skapa notalega stemningu fyrir alla fjöl- skylduna í stóru herbergi skaltu hafa nokkur ráð í huga. Notagildi á hreinu Fyrst skaltu ákveða hvernig þú hugsar þér að nota herbergið og velja síðan húsgögn og stíl eftir því. Í fjölskylduherbergi þar sem börn og jafnvel dýr munu ráða ríkjum eru ljós teppi og húsgögn með hvössum hornum t.d. ekki góð hugmynd. Ef þú ert með stóra stofu getur þú gert hana notalega með teppum yfir húsgögnin og jafnvel þægilega mottu eða stóra púða sem krökkunum finnst spennandi að liggja á fyrir framan sjónvarpið. Litaval mikilvægt Ef þú ætlar að mála í lit er mik- ilvægt að velja réttan lit sem gefur þá stemningu sem þú sækist eftir. Eitthvað hefðbundið eins og hvítt eða kremlitað getur verið huggu- legt í einu herbergi en lítið spennandi í öðru. Í stærra her- bergi er auðveldara að leyfa sér meira í dökkum litum, eins og t.d. hlýjan rauðan lit, appels- ínugulan eða gulan. Bláan og grænan tengja flestir ef til vill frekar við baðherbergi eða svefn- herbergi en þeir geta líka passað vel í stofuna. Passaðu þig þó að mála ekki meira en einn stóran vegg og notaðu frekar veggfóður sem passar við á móti. Þannig næst gott jafnvægi á litagleðina. Stór herbergi geta orðið drekkhlaðin Kósí með púðum og teppum Stofan Verður meira kósí með tepp- um og púðum í bland við húsgögnin. Þessa dagana er tilvalið að dunda sér við að sortera og flokka. Það má til dæmis ráðast í það að flokka myndirnar sem geymdar eru í tölv- unni og eins má fara í gegnum heimilistölvuna og henda út göml- um og óþörfum skjölum. Einhvern veginn líður manni betur í sálinni þegar allt er í röð og reglu. Þá er líka óþarfi að vera með sam- viskubit þegar maður gerir eitt- hvað skemmtilegt. Farið í gegnum smáatriðin Tyggjókúluvél er nú líklegast ekki talin þarfaþing á flestum heim- ilum. Sum okkar hefur þó kannski langað í svoleiðis frá barnæsku. Eina slíka er hægt að kaupa innrammaða þannig að hægt er að hengja hana upp á vegg heima fyrir eða jafnvel á skrifstofunni. Síðan er náttúrulega hægt að fá sér hefðbundna sem stendur á borði eða gólfi. Tilvalin grín gjöf t.d. handa samstarfs- félögum. Tyggjókúluvél á skrifstofuna Litríkir og fallegir hurðahnúðar geta sett skemmtilegan svip á hurðir. Ef þú vilt t.d. ekki þurfa að skipta um bað- eða eldhúsinnrétt- ingu eins og stendur getur þú í staðinn lífgað upp á hurðir inn- réttingarinar með einhverju litríku eins og þessum hér. Hurðahnúð- ana má fá í ýmsum gerðum á mis- munandi verði. Þessir fást hjá fyr- irtækinu bombay duck og má sjá á www.bombayduck.co.uk. Litríkir hurða- hnúðar Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is GEL OG ETHANOL ELDSTÆÐI BYLTING Í SVEFNLAUSNUM SPRENGIÚTSALA EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM 20-50% AFSLÁTTUR VAXTALAUS LÁN Í 6 MÁNUÐI Lokadagur útsölunnar er 10. febrúar

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.