24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 29
24stundir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 29 Árgerð 2008 Rafgeymir 12 V 115 amp Stærð opinn (lxb) 511x226 cm Stærð lokaður (lxb) 391x208 cm Lengd kassa 8 fet Eigin þyngd 565 kg Heildarþyngd 1043 kg www.ellingsen.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 0 8 0 1 5 0 Þægilegt líf í Fleetwood Evolution Cobalt • Saumlaust Fílon®-þak með áföstum þakbogum • Sveiflueldhús með djúpum postulínsvaski, skúffu og áhaldabakka • Útvarp með AM, FM, CD-spilara og hátölurum inni og úti • BackSaver™ áfastir rúmfætur • Útdraganlegur rampur í flutningspalli • „Utan vega“-bygging og stíll • A-grind úr 5” stálrörum með varinni raflögn • 6” dufthúðaður afturstuðari • Hjólhlífar úr stáli • Aðalgrind úr 6” stálrörum • Fram- og afturplötur úr tígulstálplötum • Hlutar hliðarplatna úr tígulplötum • Dufthúðaðar stálstyrkingar á húsi • Höggþolnar hjólhlífar • Innfelld afturljós með stálrömmum • Stöðuljós að framan og á hliðum með burstahlífum • Drullusokkar • Höggdeyfar • 10” dekk • Svart og silfrað innra byrði • Vatnsþolnar eldhúsborðplötur með saumlausum köntum • Vatnsþolið matborð með saum- lausum köntum sem bera má út • Rúmgóður farangurspallur • Veðurþolinn skrikfrír frampallur með festingum úr ryðfríu stáli • Sætisgrindur úr dufthúðuðu stáli • Slipper-blaðfjaðrir • Fjórir stuðningstjakkar fyrir stöðugleika • LP-gastenging fyrir útieldunartæki • Fóðruð gluggatjöld og 2 sett af rúmtjöldum • Rafgeymisfesting af bátagerð með leiðslufestingum • Samskeytalaust Structurwood-gólf og rúm pallur • Öryggiskeðjur með pósitífri læsingu • Álrammar kringum rúm • Fínofið glugganet • Útdraganlegt tvöfalt dyraþrep • Rafhemlar • Eldhús með skúffu og sveiflast út • Sunbrella 302 tjalddúkur • Útiljós • Varahjól með vínylhlíf • Miðjufestur kerrutjakkur með hjóli • EZ Lube-öxull með 5 bolta nöfum • Gagnsæir vínylgluggar • Tveir 9 kg gaskútar með vínylhlífum • Hurð með álramma í einu lagi • 2 gashellur • 25 ampera straumbreytir með hleðslutæki • 12 V vatnsdæla • Djúpur postulínsvaskur • LP-gasskynjari/viðvörun, CO- skynjari/viðvörun • Truma®-gashitari Staðalbúnaður Aðrar upplýsingar Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Opið mánudaga–föstudaga 10–18, laugardaga 10–16 Rúm 183x102 cm Rúm 183x102 cm Eldhús Sæti Sæti Ge ym sla Verð 985.00 0 kr. Útborg un 197.00 0 kr. Mánað argreið sla miðað við 84 mánuð i Verðdæ mi 11.722 kr. „Þú ert það sem þú gerir á net- inu“ er yfirskrift nemendasam- keppni í tilefni af alþjóðlega net- öryggisdeginum þann 12. febrúar. Nemendum gafst kostur á að koma hugmyndum sínum um net- ið og aðra nýmiðla á framfæri með því að framleiða margmiðlunar- efni og bárust á fjórða tug tillagna. Skilaboð frá jafningjum Að sögn Guðbergs K. Jónssonar, verkefnastjóra hjá SAFT, verða vinningstillögurnar útfærðar nán- ar og notaðar í jafningjafræðslu. „Við vitum að það er ákveðinn hópur sem tekur við skilaboðum frá fullorðnu fólki en svo eru aðrir sem eiga miklu betra með að með- taka skilaboð frá jafningjum,“ segir Guðberg. Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar landskeppni og hins vegar samevrópsk samkeppni þar sem Ís- lendingar eiga tvær tillögur. Hægt er að kynna sér allar tillögurnar á vefslóðinni www.saferinternet.org og greiða atkvæði til 7. febrúar. Ólík sýn á net og nýmiðla Úrslit í landskeppninni verða síðan tilkynnt á málþingi á alþjóð- lega netöryggisdaginn. Þar verður á vissan hátt leitast við að brúa kynslóðabilið. „Markmiðið er ann- ars vegar að draga fram sýn nem- enda og hins vegar foreldra og kennara á helstu kosti og galla netsins. Við ætlum að skoða hvað hóparnir eiga sameiginlegt og hvað skilur þá að,“ segir Guðberg og bætir við að einnig verði athugað hver framtíðarsýn þeirra er í þess- um efnum. Nokkurs kynslóðabils hefur gætt í notkun netsins og annarra ný- miðla og eru hinir yngri oftar en ekki feti framar en þeir eldri. „Við höfum fundið mjög vel fyrir því í okkar rannsóknum en okkur sýn- ist þetta bil fara snarminnkandi,“ segir Guðberg. Málþingið fer fram í Kenn- araháskóla Íslands 12. febrúar kl. 16-18. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn Reynt að brúa kynslóðabilið Örugg netnotkun Yngri og eldri netnotendur leiða saman hesta sína á alþjóðlega netöryggisdeginum. Uppáklædd börn fara úr einni verslun í aðra í dag, öskudag, og þiggja góðgæti að launum fyrir fagran söng. Foreldrar ættu að gæta þess áður en þeir hleypa börnum sínum út að þau séu vel í stakk búin fyrir gönguna. Ef kalt er í veðri líkt og verið hefur undanfarna daga er upplagt að klæða ungviðið í hlýjar flíkur undir grímubúningnum. Þar sem hálka er víða á götum getur verið hyggilegt að klæðast góðum kuldaskóm með hrjúfum botni. Síðast en ekki síst þurfa ökumenn að sýna sérstaka varkárni í tilefni dagsins, ekki síst þar sem má eiga von á smávöxnum vegfarendum. Þegar leikar taka að æsast eiga börnin til að gleyma umferðarreglum og æða yfir götur án þess að líta til hægri eða vinstri. Örugg skemmtun á öskudegi Neytendastofa hefur birt drög að nýjum reglum um útsölur eða aðra sölur þar sem selt er á lækk- uðu verði á heimasíðu. Þar er meðal annars kveðið á um að selj- andi skuli geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð. Þegar auglýst er kynningar- eða opnunartilboð skal afslátt- urinn vera raunverulegur sem þýðir að eftir tilgreindan tíma hækkar verð vörunnar eða þjón- ustunnar. Jafnframt skal gefa upp venjulegt verð ásamt kynningar- eða opnunarverði. Óheimilt er að auglýsa takmark- að magn vöru nema tilgreint sé hversu mikið magn standi neyt- endum til boða. Þá er kveðið á um að í verðvernd felist skilyrt loforð seljanda um að geti kaupandi sýnt fram á að sama vara sé fáanleg á lægra verði hjá öðrum seljanda fái hann greiddan verðmuninn. Reglurnar má nálgast í heild sinni á www.neytendastofa.is. Reglu komið á útsölurnar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.