24 stundir - 06.02.2008, Side 30

24 stundir - 06.02.2008, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Sú frammistaða braut engan ís hjá Frank Rijkaard þjálfara en dugði til, enda svip- að markahlutfall og hjá Svíanum Henrik Lars- son hvers skarð Eiður átti að fylla. Franz Beckenbauer telurlíkur á þýskum sigri áEvr- ópumótinu í sumar góðar en setur spurning- armerki við að þrjár helstu stjörnur liðsins frá HM fyrir tveimur árum, Bastian Schweinsteiger, Philipp Lahm og Lukas Podolski, hafa allir setið meira og minna í vara- mannaskýlum félaga sinna síð- an þá. Undrast hann hvernig á því standi að þessir þrír finni aðeins neistann með landslið- inu. Theo og dýrið. Theo Wal-cott fær kalda kveðjufrá Martin Keown fyrrum leik- manni Arsenal. Segir hinn aldni að ung- lingurinn verði að þroskast og hætta væli sínu yfir fáum tæki- færum með aðalliði Arsenal. Vænlegra sé að bíta á jaxl og hafa þolinmæði enda vinnur hún víst þrautir allar. Hinn bráðskemmtilegiþjálfari Roma, Lu-ciano Spalletti, hefur gefist upp. Seg- ir hann lítinn vafa leika á hvaða félag standi uppi með titilinn á Ítalíu eftir leiktíðina og aðeins hörmuleg frammistaða Inter það sem eftir er komi í veg fyrir slíkt. Eru þetta merkileg orð þjálfara þess liðs sem hvað mesta keppni veitir Inter þegar fjórir mánuðir lifa af deild- arkeppninni á Ítalíu. Ár og dagur er síðan skíðafæri í Bláfjöllum hefur verið gott lengur en fimm mínútur í einu enda hefur snjóað meira en undanfarin ár í fjöll suðvestanlands í vetur. Það útskýrir líklega þann mikla fjölda smáfólks sem renndi sér þar um brekkur um helgina og mörg hver með dyggri aðstoð pabba og mömmu í blíðskap- arveðri þótt kuldaboli væri ekki langt undan. Áfram er búist við lítilsháttar snjókomu fram yfir helgi og sitji vindar á sér ættu brekkur Blá- fjalla að iða af lífi á laugardag og sunnudag. Rjóð og sæl Langt er síðan jafn mikill og góður snjór hefur verið í Bláfjöllum og þessi unga mær beið ekki boðanna að setja skíðin undir sig. Hve glöð er vor æska …  Margt smáfólkið á skíðum í fyrsta sinn í snjóhvítum Bláfjöllum Engum feitum hesti hefur enn verið riðið af hálfu íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem æfir sig á Möltu þessi dægrin. Þar er Ólafur Jóhann- esson að keyra saman nýjan og gamlan mannskap en ár- angurinn er vægast sagt dap- urlegur. Tveir leikir, tvö töp og síðasti leikurinn í dag þegar Ísland mætir Armeníu. Ljóst má vera miðað við úrslitin hingað til að Ólafs bíður gríð- arlegt verk. Depurð Þótt New England Patriots hafi mistekist að komast ósigraðir gegnum tímabilið og skapa þannig söguna féll ann- að met rækilega þegar Patriots mættu Giants í Super Bowl- leiknum vestanhafs um helgina. Aldrei nokkurn tíma hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á nokkurn viðburð í sjónvarpi en mælingar sýna að 107 milljónir, tæpur þriðj- ungur allra íbúa landsins, sáu leikinn þegar mest var. Met Yfirmenn dönsku lýð- heilsustöðvarinnar eru agn- dofa yfir þeirri ákvörðun íþróttasambandsins að semja við hamborgarakeðjuna McDonalds sem einn að- alstyrktaraðila danskra af- reksíþróttamanna. Þykja það slæmar tvíbökur að tengja hamborgaraát við afrek á íþróttasviðinu. Eitthvað bogið Skipuleggjendur Dakar- rallsins sem hætta varð við í janúar hafa skipulagt nýtt rall á svipuðum forsendum en ólíkt leiðinlegra. Ekið verður um Ungverjaland og Rúmeníu sem seint jafnast á við skrauf- þurra Sahara-eyðimörkina. Nýtt Dakar SKEYTIN INN Ég get þetta alveg pabbi Fyrstu skref- in á skíðum geta verið vandasöm. Brettafólk Helmingur allra í Bláfjöllum um helgina léku sér á brettum. Fyrsta brunið Þessi 5 ára stúlka er að fara á skíði í fyrsta sinn. Árvakur/Ómar 6. febrúar 2008 Auglýsing Tillaga að deiliskipulagi í landi Mels, Borgarbyggð. Í samræmi við 25. grein skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgar- byggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagstillögu: Um er að ræða skipulag sem tekur til þriggja íbúðarhúsalóða og sex frístundlóða. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 6. febrúar til 19. mars og frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rennur út 19. mars 2008. Skila skal skriflegum athugasemdum til skipulags- og bygginganefndar í Ráðhús Borgar- byggðar Borgarbraut 14 311 Borgarnes. Hver sá sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast henni samþykkir. Borgarnesi 6. desember 2008 Verkefnastjóri skipulagsmála Borgarbyggðar.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.