24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 06.02.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir Feim-Lene Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is Opið laugardag 10-18 og sunnudag 13-18 Dúkar á veisluborðið Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Mjög sexí og flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- Mjúkt efni og styður vel í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- BARA flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 5.770,- 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Nei ég er ekkert að fara að hringja brjálaður í lögfræðinginn minn sko. Ég efast um að þeir hafi stolið þessu frá okkur, þó svo vissulega höfum við fengið hugmyndina fyrst. Iron Maiden hóf tónleikaferð sína, „Somewhere Back In Time“, á Indlandi í síðustu viku. Fyrstu tónleikarnir í Mumbai stóðu undir væntingum og sveitin spil- aði einungis lög af fyrstu skífum sínum, auk lagsins „Fear Of The Dark“, eins helsta smellsins. Með í för er uppvakningurinn Eddie í fullri stærð, en hann er lukkudýr sveitarinnar. Indverskir aðdá- endur yfirgáfu tónleikana í sjö- unda himni yfir vel heppnuðu kvöldi. re Iron Maiden hefur heimsferð „Það er alveg ljóst að það ber að upplýsa fólk um það í auglýsingum ef ekki er hægt að standa við það sem lofað er,“ segir Sigurjón Heið- arsson hjá Neytendastofu og vísar þá til þeirrar umræðu að fjar- skiptafyrirtæki selji viðskiptavin- um sínum ákveðinn nethraða án þess að geta ábyrgst það að not- andinn muni fá þann hraða að fullu. 24 stundir greindu frá því í gær að fjarskiptafyrirtækin gætu ekki ábyrgst að viðskiptavinir þeirra fengju allan þann hraða sem þeir greiddu fyrir sökum ýmissa ut- anaðkomandi ástæðna. Sigurjón vísar til laga um eftirlit með viðskiptaháttum en þar segir í sjöttu grein, sem snýr að auglýs- ingum: „Óheimilt er að veita rang- ar, ófullnægjandi eða villandi upp- lýsingar og þarna er greinilega um ófullnægjandi upplýsingar að ræða ef að til getur komið að þú kaupir þjónustu sem þú getur ekki nýtt þér.“ Hann segir ennfremur að ef fjar- skiptafyrirtækin vita af því að ekki munu allir viðskiptavinir geta nýtt sér þjónustuna þá beri þeim að greina frá því. „Þeir eiga ekki að selja hluti nema ganga úr skugga um að fólk geti nýtt þá.“ Sigurjón segir að Neytendastofu hafi ekki borist neinar ábendingar varðandi fullyrðingar fjarskiptafyr- irtækjanna um hraða nettenginga í auglýsingum en hann segir að það komi alveg fyrir að fólk kvarti und- an auglýsingum fjarskiptafyr- irtækja sem standast ekki. Hann bætir við að fyrirtæki sem senda frá sér villandi auglýsingar geti átt á hættu að verða sektuð. „Við höfum heimild til að sekta fyrirtæki um allt að 10 milljónir króna en það hefur ekki komið til svo stórra fjárhæða.“ vij Vafasamar fullyrðingar fjarskiptafyrirtækja ADSL-auglýsingar eru ófullnægjandi Árvakur/Ómar Hægvirkt net Umsaminn hraði á nettengingu kemst ekki alltaf til skila. Amy Winehouse fékk frí frá með- ferðinni til að hitta starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Lund- únum og sækja um landvist- arleyfi fyrir Grammy-verðlauna- afhendinguna. Hátíðin er um næstu helgi í L.A. en þar er söng- konan tilnefnd til sex Grammy- verðlauna. Amy var lögð inn á Capio Nightingale-stofnunina 24. janúar síðastliðinn, eftir að hún náðist á myndband við þá vafa- sömu iðju að reykja krakk. Hjúkrunarkona frá stofnuninni fylgdi henni til og frá sendi- ráðinu. re . Amy í fríi frá meðferðinni Snoop Dogg hefur lýst yfir stuðn- ingi við Barack Obama í kapp- hlaupinu um að verða forseti Bandaríkjanna. Rapparinn lofaði frambjóðanda demókrata og bar- áttu hans fyrir að verða fyrsti þel- dökki forsetinn. Í sjónvarpsþætt- inum Larry King Live sagðist Snoop svo líka styðja Hillary Clinton og neitaði að gefa upp hvort þeirra hann myndi sjálfur kjósa. „Ég tilheyri hvorki repú- blikanaflokknum né demókröt- um. Ég er í flokki glæpónanna,“ sagði Snoop. „Báðir fulltrúar eru þó góðir fyrir Ameríku því við þörfnumst breytinga,“ sagði hann ennfremur. re Snoop styður Obama Dagana 6. til 9. febrúar býður Alliance française, vináttufélag Frakklands og Íslands, upp á jap- ansk-franskan nýsirkus frá sýn- ingahópnum Oki Haiku Dan, sem kallast „Beinagrindin“. Sýningin er í senn sirkus, tónlist og dans- og ljósasýning. Japanski listamað- urinn Keisuke Kanaí leikur á frum- legan og skemmtilegan hátt með samspil ljóss og skugga. Oki Haiku Dan kom síðast til landsins árið 2004 og sýndi þá verkið „Hreyfa ekki hreyfa“ í Borg- arleikhúsinu. Beinagrindin verður sýnd á nýja sviði Borgarleikhússins dagana 6. og 8. febrúar. Nýsirkus- inn verður svo með opnunaratriði Vetrarhátíðar fimmtudagskvöldið 7. febrúar og með sirkussmiðju fyrir börn og unglinga í Gerðu- bergi laugardaginn 9. febrúar frá klukkan 13:00-16:00. Allar upplýsingar má finna á vefjunum www.borgarleikhus.is, www.vetrarhatid.is og www.af.is heida@24stundir.is Japansk-franskur nýsirkus Sirkussmiðja Oki Haiku Dan verð- ur með sirkussmiðju. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Bandaríski grínleikarinn Jack Black, sem margir kannast við úr myndunum School of Rock, King Kong og Nacho Libre, ýtir brátt úr vör sinni nýjustu mynd, Be Kind Rewind, sem sýnd verður hér á landi þann 29. febrúar næstkom- andi. Söguþráðurinn er furðu líkur gömlu atriði úr Svínasúpunni. Jack Black er Vídeó-Vigfús Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá að persóna Jacks eyðileggur óvart allar spólurnar á myndbandaleigunni sem hann vinnur á og neyðast þeir félagar til að endurleika allar myndirnar sjálfir. „Ég vissi ekki af þessu fyrr en 24 stundir bentu mér á þetta. Ég var reyndar búinn að gleyma þessu atriði, en þetta er greinilegur stuld- ur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, léttur í bragði. Margir muna eftir persónu Sveppa í atriðinu, þar sem hann leikur Vídeó-Vigfús sem lánar að- eins út myndir sem hann hefur sjálfur framleitt, til dæmis end- urgerð Terminator og einhverra blárra mynda með eiginkonu sinni, sem hann afgreiðir undir borðið. Aðhefst ekkert „Grínið fer í hringi. Allir grín- arar fá lánað héðan og þaðan og stundum fá einfaldlega ólíkir grín- istar sömu hugmyndina,“ sagði Sveppi, sem segist ekki ætla að að- hafast neitt frekar í mál- inu. „Nei, ég er ekk- ert að fara að hringja brjálaður í lögfræðinginn minn. Ég efast um að þeir hafi stolið þessu frá okkur, þó svo við höfum vissulega fengið hug- myndina fyrst. En það er kannski munurinn á Kananum og okkur, þeir gera heila bíómynd úr þessu, en við aðeins tveggja mínútna sketch,“ sagði Sveppi að lokum. Be Kind Rewind með Jack Black minnir á atriði með Sveppa Stelur stjarna úr Svínasúpunni? Söguþræði nýjustu myndar Jack Black, Be Kind Rewind, svipar grunsamlega mikið til at- riðis úr Svínasúpunni, sem sýnd var á Stöð 2. Vídeó-Vigfús? Persóna Jacks heitir reyndar Jerry í myndinni, en grínið er á sömu hugmynd byggt. Sveppi Segist ekkert ætla að aðhafast í málinu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.