24 stundir - 06.02.2008, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Vel til fundið hjá NASA að varpa
Across the Universe með Bítl-
unum út í geiminn. ...myndi ég
hafa lagt til að öllum lögum Geir-
mundar, Sú Ellen, Dúkkulísanna
og Baraflokksins yrði útvarpað
stöðugt frá jörðinni út í geim.
Öflugra innrásarvarnarkerfi er
ekki hægt að hugsa sér.“
Björgvin Valur
eyjan.is/goto/bjorgvin
„...það sem er kannski merkileg-
ast í þessari frétt er að þegar þeir
náðust úti í Garðabæ voru þjóf-
arnir á leið í andlitsbað og
brúnkusprey. Já, íslenskum þjóf-
um er greinilega umhugað um
útlit sitt og má búast við því að
þeir muni sitja í dómsölum kaffi-
brúnir og sætir, eða hvað…?“
Ívar Guðmundsson
blogg.visir.is/ivarg
„Á föstudaginn varð ég vitni að
nokkru sem ég get varla með
nokkru móti útskýrt, tilfinningin
var undarleg, ég nuddaði augun
trekk í trekk, til að sannreyna að
ekki væri um ofskynjanir að
ræða. Sá ég Birgi Ármannsson
þingmann Sjálfstæðisflokksins, í
gallabuxum.“
Guðmundur Brynjólfsson
blogg.visir.is/gb
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Ég er að fara að frumsýna 8. febr-
úar,“ segir athafnamaðurinn Óskar
Eiríksson, en hann er einn af fram-
leiðendum Sexy Laundry sem
verður sett upp í Hayworth-
leikhúsinu í Los Angeles. Holly-
wood-leikararnir Frances Fisher og
Paul Ben Victor fara með aðal-
hlutverk í sýningunni.
„Aðalástæðan fyrir því að við
frumsýnum í Hollywood er að við
erum með William Morris-
umboðsskrifstofuna í framleiðsl-
unni,“ segir Óskar. William Morris
er ein stærsta umboðsskrifstofa
Bandaríkjanna með margar af
stærstu stjörnum Hollywood á sín-
um snærum, eins og Denzel Wash-
ington, Scarlett Johansson og John
Travolta. Sýningunni í Hollywood
verður því ætlað að velta boltanum
af stað og opna fyrir möguleikana
á því að hún ferðist víðar.
Stefnt á Broadway
Óskar vinnur með yfirmanni
leiklistarsviðs William Morris að
uppsetningu Sexy Laundry, en
hann ku einnig vera umboðs-
maður fjölmargra stjarna í Holly-
wood. „Hann er með sambönd við
öll leikhúsin í Bandaríkjunum,“
segir Óskar. „Þegar hann sendir
póst og biður fólk um að koma að
sjá sýningu sem þeir framleiða þá
er mætt.“
Sexy Laundry verður
sýnt í nokkrar vikur í
Los Angeles, en svo
verður tekin
ákvörðun um
hvort hún ferðast
víðar eða hvort
það verður unnið
að því að koma
henni á svið á
Broadway.
„Leik- og
söngkonan
Bernadette Pet-
ers kemur á sýn-
inguna í næstu
viku, en hún lék
í Pink Cadillac
með Clint
Eastwood,“ segir Óskar. Peters er
einnig þekkt fyrir gestahlutverk sín
í þáttum á borð við Boston Legal
og Ally McBeal. „Þá tekur hún
ákvörðun hvort hún fari jafnvel
með kvenhlutverkið á Broadway.
Það er samt alveg óstaðfest og
ólíklegt. Hún er kannski of
stór til þess að stökkva inn í
lítið leikrit.“
Fleiri nöfn úr glysborg-
inni hafa verið nefnd til
sögunnar sem mögulegir
leikarar í sýningunni, en
Óskar leggur áherslu á
að ekki sé allt eins og
það sýnist í Holly-
wood. „Ameríkanar
kasta nöfnum hægri
vinstri þannig að ég
þori ekki einu sinni
að segja hvaða nöfn
hafa verið nefnd í
þessu samhengi.“
Óskar Eiríksson vinnur með stórum aðilum í Bandaríkjunum
Framleiðir Sexí
þvott í Hollywood
Óskar Eiríksson er einn af
framleiðendum leikrits-
ins Dirty Laundry sem
verður frumsýnt í vikunni
í Hollywood. Óskar stefn-
ir á að setja sýninguna á
svið á Broadway.
Árvakur/Golli
Óskar Eiríksson Setur
upp í Hollywood.
Bernadette Peters Íhugar að taka
að sér hlutverk í Sexy Laundry.
HEYRST HEFUR …
Líkt og alþjóð veit tók Sigurjón M. Egilsson, fyrr-
verandi ritstjóri DV, við ritstjórn Mannlífs fyrir
skemmstu og hefur eitt tölublað komið út undir
hans stjórn. Reynir Traustason tók við DV úr
höndum Sigurjóns og því er svolítið undarlegt að í
sölum kvikmyndahúsa borgarinnar skuli rúlla aug-
lýsingar frá DV þar sem Sigurjón staðhæfir að hann
sé ritstjóri DV. Ætli Reynir viti af þessu? tsk
Rás 2 hefur undanfarið verið að lýsa eftir þátttöku í
pönklagakeppni sem útvarpsstöðin stendur fyrir í
samvinnu við Þjóðleikhúsið. Sigurlögin á að nota í
nýjum söngleik Hallgríms Helgasonar, Ástin er
diskó – lífið er pönk. Nú hafa sex lög verið valin í
úrslit og má fara á síðuna www.ruv.is/heim/vefir/
poppland/ponk/ og hafa áhrif á hvaða pönkarar
rokka feitast. re
Lítið hefur heyrst frá tónlistarmanninum Herberti
Guðmundssyni undanfarin ár þótt athafnamað-
urinn Herbert Guðmundsson skjóti reglulega upp
kollinum. Nú heyrist að kappinn sé í hljóðveri að
taka upp efni á nýja breiðskífu ásamt kunnum upp-
tökustjóra. Spennandi verður að sjá hvað kemur út
úr því, en Herbert á sem kunnugt er hittara á borð
við Can’t Walk Away og Svaraðu kallinu. afb
„Mér finnst þetta náttúrulega al-
veg frábærar fréttir. Ég var mjög
svekktur yfir því að þeir skyldu
endursýna Fyrstu skrefin og Silvíu
Nótt í staðinn fyrir Jay Leno,“ segir
verslunarmaðurinn og Jay Leno-
aðdáandinn Árni Árnason.
Jay Leno snýr aftur á skjá lands-
manna næstkomandi mánudags-
kvöld, en Skjár einn hætti sýn-
ingum á þáttunum í október á
síðasta ári eftir að um 1.500 þættir
höfðu verið sýndir óslitið í átta ár.
Árni bloggaði um málið á sínum
tíma og sagðist eiga erfitt með að
sætta sig við ákvörðun Skjás eins.
Hann vonaði innilega að sjón-
varpsstöðin myndi endurskoða af-
stöðu sína, sem hún gerði og geta
því Árni og aðrir
aðdáendur
Leno tekið
gleði sína á
ný.
Spenntur
„Ég fagna
því innilega
að Jay
Leno sé
að
koma
aftur á
sjónvarpsskjáinn,“ segir Árni. „Ég
bíð spenntur eftir honum.“
Brotthvarf Leno af skjánum
vakti hörð viðbrögð á síðasta ári.
Yfir 1.100 aðdáendur spjallkóngs-
ins rituðu nafn sitt á undir-
skriftalista á Netinu og blogg-
heimar loguðu. Árni segist ekki
hafa kvartað á sínum tíma, enda lét
hann sér nægja að tjá sig á blogg-
síðu sinni.
atli@24stundir.is
Aðdáendur spjallþáttakóngsins gleðjast
Jay Leno snýr aftur
á skjá landsmanna
Endurfæddur Jay Leno snýr aftur
á mánudaginn.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
9 4 2 1 6 3 5 7 8
7 3 6 2 5 8 1 4 9
5 8 1 4 7 9 3 2 6
6 5 9 3 8 7 2 1 4
8 2 3 5 4 1 6 9 7
1 7 4 6 9 2 8 5 3
2 9 8 7 3 5 4 6 1
3 6 5 9 1 4 7 8 2
4 1 7 8 2 6 9 3 5
Hann er að koma! Mundu bara
allt sem ég kenndi þér.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Nei nei, við vorum með svo
mörg ofurmenni á svæðinu.
Jóhann, var þetta ekki verkefni fyrir Köngulóarmanninn?
Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja,
gerði upptæka tarantúlu-kónguló við húsleit í fyrrakvöld.
Brá tarantúlan á það ráð að reyna að flýja úr búri sínu en
náðist á síðustu stundu. Voru þar að verki vaskir starfs-
menn heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
PL 01 Svart PL 45 Silfur-
metallic
PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar -
metallic
Aluzink Kopar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700
www.funi.is – www.blikkas.is
Fr
u
m
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Litir í miklu úrvali
Það er engin ástæða til að horfa á heiminn
í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita
Glaður Árni gleðst yfir
endurkomu Jay Leno