24 stundir - 09.02.2008, Page 15

24 stundir - 09.02.2008, Page 15
24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 15 Lítil bleik gjöf fyrir stóru ástina Fí to n / S ÍA Við kynnum nýjan lit, bleikan iPod nano – tilvalinn fyrir ástina á Valentínusardaginn eða konudaginn. Þú getur fengið hann með sérstakri áletrun til elskunnar þinnar án aukakostnaðar. iPod nano fæst annað hvort 4 eða 8 GB og rúmar allt að 2.000 sönglög eða u.þ.b. 4–8 klst. af myndbandsefni. Ljósmyndin hér að ofan sýnir spilarann í raunstærð og með honum getur þú ekki aðeins hlustað á tónlist, heldur einnig horft á myndbönd. iPod nano bleikur, 8 GB – tilboð með séráletrun 24.990 kr. iPod nano Raunstærð: 52 x 70 x 6,5 mm Aðeins 49 g iPod nano Innifalið í tilboði: Sérmerktur elskunni þinni! Febrúar Ko nudagurinn Febrúar Valentín usardag urinn Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Tilboðið gildir til 24. febrúar. Ljósmyndir Rebekku Guð- leifsdóttur hafa notið vin- sælda á Yahoo Flickr- ljósmyndasíðunni um nokk- urt skeið en Rebekka uppgötvaði nýlega að myndir hennar hafa verið seldar í leyf- isleysi á iStockphoto- vefsíðunni. Sagt er frá því á fréttavefnum www.news.com að Rebekka fann 25 myndir sem hún hafði tekið og sett á eigin Flickr- síðu, til sölu á iStockphoto á fölskum forsendum. iStockphoto-ljósmyndasíðan sem er í eigu Getty Images hefur fjarlægt myndirnar. iStockphoto er myndabanki sem selur myndir. mbl.is Vinun er einkarekin þjónustu- miðstöð fyrir fatlað fólk, aldr- aða og aðra þá sem þurfa tímabundna aðstoð við dag- legar athafnir vegna veikinda og slysa. Þjónustan er per- sónumiðuð og tekur mið af þörfum einstaklinga sem fá þjónustu hvort sem er inni á heimili þeirra eða úti í sam- félaginu. Vinun veitir einnig ráðgjöf við að samþætta þjón- ustu og upplýsingar um leiðir þegar áföll verða í lífi fólks. Hér á landi er þjónusta af þessu tagi nýmæli en hefur verið vel tekið segir í frétta- tilkynningu. Fatlaðir og aldraðir Einkaþjón- ustumiðstöð Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur nú upp í Langholtskirkju óperu Moz- arts Brúðkaup Figarós. Söngvarar í uppsetningunni eru 39 af nemendum Söng- skólans. Sýningin á þessari þekktu gamanóperu er nokk- uð stytt og er í leikgerð leik- stjórans, Sibylle Köll, sem einnig er dansahöfundur. Þau samtöl sem ekki eru sungin fara fram á íslensku nútíma- máli, en öll söngatriði eru sungin á frummálinu, ítölsku. Sýningar verða tvær, á mánu- dag og miðvikudag. aak Ópera Söngskólans Brúðkaup í Langholti Vinsælar ljósmyndir Seldar í leyfisleysi Starfsmaður verktakafyrirtækisins Loftorku, sem ber ábyrgð á náttúruspjöllum í fjöru á norðanverðu Álftanesi, er samflokksmaður Sig- urðar Magnússonar, bæjarstjóra Álftaness, og formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins. Mörgum bílförmum af grjóti hefur verið sturtað í umrædda fjöru en fjaran er á náttúruminjaskrá og enginn sótti um leyfi til verksins hjá yfirvöld- um. Samkvæmt heimildum 24 stunda voru hlöss- in á annan tug talsins og vöktu töluverða athygli íbúa á Álftanesi. Aðspurður í aðalfréttatíma Sjónvarpsins á laugardagskvöld sagði bæjarstjórinn að sér væri ekki kunnugt um málið, en umræddar fram- kvæmdir hófust í byrjun janúar. „Ég vissi ekki af þessu og gaf fyrirmæli um að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar þegar ég frétti af þeim, enda verið að vinna þarna í al- gjöru leyfisleysi“ segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness. „Það er alveg ljóst að þarna er verið að vinna í einkalandi og einhver samtöl hafa átt sér stað á milli verktaka og landeiganda. Þarna er um að ræða verktaka sem hefur unnið árum saman fyrir bæði bæjaryfirvöld og einstaka landeigend- ur og ég er sannfærður um að hann hefði ekki gert þetta ef hann hefði talið sig vera að brjóta lög og reglur,“ segir Sigurður. „Mér finnst ekki trúverðug yfirlýsing bæjar- stjóra um að hann hafi ekki vitað af þessari framkvæmd. Samband bæjarstjórans við fram- kvæmdastjóra Loftorku er með þeim hætti að mér finnst ótrúlegt að þessa framkvæmd hafi aldrei borið á góma þeirra á milli,“ segir Guð- mundur G. Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóri. Verktaki sem annaðist jarðvegslosun í leyfisleysi á Álftanesi á sæti í nefnd sveitarfélagsins Bæjarstjóri vill ekki kannast við málið Álftanes Bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af því að sam- flokksmaður hans stæði fyrir framkvæmdum í fjörunni.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.