24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 15
24stundir LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 15 Lítil bleik gjöf fyrir stóru ástina Fí to n / S ÍA Við kynnum nýjan lit, bleikan iPod nano – tilvalinn fyrir ástina á Valentínusardaginn eða konudaginn. Þú getur fengið hann með sérstakri áletrun til elskunnar þinnar án aukakostnaðar. iPod nano fæst annað hvort 4 eða 8 GB og rúmar allt að 2.000 sönglög eða u.þ.b. 4–8 klst. af myndbandsefni. Ljósmyndin hér að ofan sýnir spilarann í raunstærð og með honum getur þú ekki aðeins hlustað á tónlist, heldur einnig horft á myndbönd. iPod nano bleikur, 8 GB – tilboð með séráletrun 24.990 kr. iPod nano Raunstærð: 52 x 70 x 6,5 mm Aðeins 49 g iPod nano Innifalið í tilboði: Sérmerktur elskunni þinni! Febrúar Ko nudagurinn Febrúar Valentín usardag urinn Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Tilboðið gildir til 24. febrúar. Ljósmyndir Rebekku Guð- leifsdóttur hafa notið vin- sælda á Yahoo Flickr- ljósmyndasíðunni um nokk- urt skeið en Rebekka uppgötvaði nýlega að myndir hennar hafa verið seldar í leyf- isleysi á iStockphoto- vefsíðunni. Sagt er frá því á fréttavefnum www.news.com að Rebekka fann 25 myndir sem hún hafði tekið og sett á eigin Flickr- síðu, til sölu á iStockphoto á fölskum forsendum. iStockphoto-ljósmyndasíðan sem er í eigu Getty Images hefur fjarlægt myndirnar. iStockphoto er myndabanki sem selur myndir. mbl.is Vinun er einkarekin þjónustu- miðstöð fyrir fatlað fólk, aldr- aða og aðra þá sem þurfa tímabundna aðstoð við dag- legar athafnir vegna veikinda og slysa. Þjónustan er per- sónumiðuð og tekur mið af þörfum einstaklinga sem fá þjónustu hvort sem er inni á heimili þeirra eða úti í sam- félaginu. Vinun veitir einnig ráðgjöf við að samþætta þjón- ustu og upplýsingar um leiðir þegar áföll verða í lífi fólks. Hér á landi er þjónusta af þessu tagi nýmæli en hefur verið vel tekið segir í frétta- tilkynningu. Fatlaðir og aldraðir Einkaþjón- ustumiðstöð Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur nú upp í Langholtskirkju óperu Moz- arts Brúðkaup Figarós. Söngvarar í uppsetningunni eru 39 af nemendum Söng- skólans. Sýningin á þessari þekktu gamanóperu er nokk- uð stytt og er í leikgerð leik- stjórans, Sibylle Köll, sem einnig er dansahöfundur. Þau samtöl sem ekki eru sungin fara fram á íslensku nútíma- máli, en öll söngatriði eru sungin á frummálinu, ítölsku. Sýningar verða tvær, á mánu- dag og miðvikudag. aak Ópera Söngskólans Brúðkaup í Langholti Vinsælar ljósmyndir Seldar í leyfisleysi Starfsmaður verktakafyrirtækisins Loftorku, sem ber ábyrgð á náttúruspjöllum í fjöru á norðanverðu Álftanesi, er samflokksmaður Sig- urðar Magnússonar, bæjarstjóra Álftaness, og formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins. Mörgum bílförmum af grjóti hefur verið sturtað í umrædda fjöru en fjaran er á náttúruminjaskrá og enginn sótti um leyfi til verksins hjá yfirvöld- um. Samkvæmt heimildum 24 stunda voru hlöss- in á annan tug talsins og vöktu töluverða athygli íbúa á Álftanesi. Aðspurður í aðalfréttatíma Sjónvarpsins á laugardagskvöld sagði bæjarstjórinn að sér væri ekki kunnugt um málið, en umræddar fram- kvæmdir hófust í byrjun janúar. „Ég vissi ekki af þessu og gaf fyrirmæli um að framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar þegar ég frétti af þeim, enda verið að vinna þarna í al- gjöru leyfisleysi“ segir Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness. „Það er alveg ljóst að þarna er verið að vinna í einkalandi og einhver samtöl hafa átt sér stað á milli verktaka og landeiganda. Þarna er um að ræða verktaka sem hefur unnið árum saman fyrir bæði bæjaryfirvöld og einstaka landeigend- ur og ég er sannfærður um að hann hefði ekki gert þetta ef hann hefði talið sig vera að brjóta lög og reglur,“ segir Sigurður. „Mér finnst ekki trúverðug yfirlýsing bæjar- stjóra um að hann hafi ekki vitað af þessari framkvæmd. Samband bæjarstjórans við fram- kvæmdastjóra Loftorku er með þeim hætti að mér finnst ótrúlegt að þessa framkvæmd hafi aldrei borið á góma þeirra á milli,“ segir Guð- mundur G. Gunnarsson, fyrrverandi bæjar- stjóri. Verktaki sem annaðist jarðvegslosun í leyfisleysi á Álftanesi á sæti í nefnd sveitarfélagsins Bæjarstjóri vill ekki kannast við málið Álftanes Bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af því að sam- flokksmaður hans stæði fyrir framkvæmdum í fjörunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.