24 stundir - 09.02.2008, Side 62

24 stundir - 09.02.2008, Side 62
62 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þetta er bara ótrúlegt. Ég nýt hverrar mínútu með honum og get ekki hætt að horfa á hann og læra inn á hann. Nú er Vetrarhátíð í bæ og í dag eru ansi sérstakir lúðrasveit- artónleikar í Hafnarhúsinu. Lúðra- sveit verkalýðsins heldur sína ár- legu barnatónleika og krakkar úr Skólahljómsveit Austurbæjar eru sérstakir gestir. Óli úr söngleiknum Abbababb kynnir tónleikana og syngur lagið „Rauða hauskúpan“ úr söngleiknum. Athygli vekur að á efnisskránni eru meðal annars lög með tónlist- armanninum Mika. „Við erum ekki að spila þessa hefðbundnu lúðrasveitarmarsa,“ segir þverflautuleikarinn Ása Björk Ólafsdóttir sem gekk aftur til liðs við sveitina fyrir tveimur árum eft- ir nokkurt hlé. „Stjórnandinn okk- ar, Snorri Heimisson, valdi tvö lög með Mika, en við spilum einnig nokkur leikhúslög og kynnum hvert hljóðfæri fyrir sig. Þetta er allt spurning um tónlistarlegt upp- eldi.“ Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð árið 1953, og meðlimir eru um 50. Samkvæmt heimasíðu hennar var hlutverk hennar upp- haflega að „efla tónmennt meðal verkalýðsins, leika á útifundum, í kröfugöngum og á öðrum sam- komum alþýðunnar“. Fjörið hefst klukkan 15.00 í dag, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. heida@24stundir.is Lúðrasveitin leikur stuðlög með Mika Lúðrasveit verkalýðs- ins Spilar óhefðbundin lúðrasveitarlög. Nýstárleg barnaskemmtun í dag Söngkonan Christina Aguilera segist ómögulega geta hætt að horfa á nýfæddan son sinn, Max Liron. Kveðst hún vart trúa því að hún hafi skapað drenginn og horfir hún dáleidd á hann öllum stundum. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég nýt hverrar mínútu með honum og get ekki hætt að horfa á hann og læra inn á hann. Þú heldur að þú hafir gert svo marga hluti í líf- inu, en þegar þú eignast barn kemstu að því að hitt er ekkert í samanburði,“ sagði söngkonan í fyrradag. hþ Horfir dáleidd á frumburðinn Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Heilsa 26. FEBRuar 2008 Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Flott snið komið aftur í B,C,D skálum en í nýjum lit en sama lága verðið kr. 2.350,- buxur fást í stíl á kr. 1.250,- Mjög fínlegur úr satín í BC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Alveg nýtt snið í BCD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Ofsa flott - splúnkunýtt Hæfileikameyjar Retro Stefsson Stöllurnar Þorbjörg Gunnarsdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir spiluðu í Ráðhúsinu. Kappklæddir Þeir Magnús Jóns- son og Guðmundur E.S. Lárusson brostu út í eitt. Gítargrip við Tjörnina Svavar Knútur tók fáein vel valin lög. Vetrarhátíð Reykjavíkur fer nú fram höfuðborgarbúum til upplyftingar í ofsaveðri og snjósköflum. Frá 7.-9. febrúar er rækilega skipulögð dagskrá út um borg og bý þar sem alls kyns menningartengdir viðburðir fara fram. Á fimmtudagskvöld lagði ljósmyndari 24 stunda leið sína í Ráð- húsið þar sem gleðibandið Retro Stefsson dró fram hljóðfæri sín og spila- þokka, fólk á besta aldri dansaði línudans auk þess sem akido-iðkendur sýndu gestum nokkur vel valin brögð. Síðasti dagur hátíðarinnar er í dag, laugardag en áhugasamir geta kynnt sér dagskrá á www.vetrarhatid.is. bjorg@24stundir.is Fjölmenning í Ráðhúsinu Dans, dans, línu, línudans Línudansarar voru í fáguðum og vel viðeig- andi búningum. Akido sýning Bellibrögð frá Japan voru kynnt gestum Vetrarhátíðar.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.