24 stundir - 09.02.2008, Page 64

24 stundir - 09.02.2008, Page 64
64 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Grínistinn Larry David, sem er meðal annars þekktur fyrir þætt- ina Curb Your Enthusiasm, hefur tekið að sér að leika í næstu mynd Woodys Allens samkvæmt heim- ildum Entertainment Weekly. Ekkert er vitað um titil eða sögu- þráð myndarinnar en leikkonan Evan Rachel Wood, ástkona rokk- arans Marilyn Manson, mun einnig leika í myndinni. vij Snillingar snúa bökum saman Kvikmyndasíð- an ShockTillYou- Drop.com hef- ur greint frá því að næsta kvikmynd leik- stjórans Alex- andre Aja, hrollvekjan Piranha, verði sýnd í þrívídd í kvikmyndahúsum. Myndin er endurgerð á sam- nefndri mynd frá árinu 1978. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að eftir að öflugur jarð- skjálfti skekur Havasu-vatn í Ari- zona opnast botn vatnsins og for- sögulegir, blóðþyrstir og ofvaxnir píranafiskar streyma út í vatnið til að gæða sér á sundfólki. vij Forsögulegur þrívíddarhrollur Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Var- iety er leikstjór- inn Martin Scor- sese um þessar mundir að und- irbúa gerð heim- ildarmyndar um reggae-goðsögnina Bob Marley. Scorsese gerir myndina í sam- starfi við Shangri-La Entertain- ment og Fortissimo Films en fullt samþykki fjölskyldu Marleys hef- ur fengist fyrir gerð mynd- arinnar. Áætlað er að frumsýna myndina 6. febrúar 2010 en þann dag hefði Marley orðið 65 ára, en hann lést árið 1981. vij Ævisaga Bobs Marleys í bígerð Undanfarna mánuði hafa sögu- sagnir verið á sveimi sem segja að hinn heimsfrægi kvikmynda- morðingi Jason Voorhees muni birtast í þáttaröðinni Supernat- ural. Framleiðandi þáttanna, McG, hefur nú gefið þessum sögusögn- um byr undir báða vængi í nýlegu viðtali við iF Magazine en þar gaf hann í skyn að mjög fræg persóna myndi koma fram í þáttaröðinni. Þar vilja spekingar á netinu meina að hann sé að tala um Jas- on. Jason er einn frægasti morðingi kvikmyndasögunnar og hefur hann birst í nálægt tíu myndum, fyrst í Friday the 13th Part 2 og nú síðast í myndinni Freddy vs. Jason árið 2003. vij Jason birtist í Supernatural Þann 28. mars verður frumsýnd í Bandaríkjunum nýjasta myndin í ádeilu- eða paródíugeiranum en hún ber nafnið Superhero Movie. Eins og nafnið gefur til kynna fá ofurhetjurnar hér að finna fyrir gríninu. David Zucker, framleiðandi myndarinnar, sagði í viðtali við USA Today að grínið beindist fyrst og fremst að Spiderman- myndunum en þó fengju aðrar myndir sinn skerf af kökunni. vij Grín gert að ofurhetjunum Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þessi ræða hreyfði við mér og snerti mig á þann veg sem ekkert hefur gert í langan tíma,“ sagði tónlistarmaðurinn Will.I.Am, sem er einnig þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Eyed Peas, um tilurð lagsins Yes We Can. Texti lagsins, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á netinu, er fenginn að láni úr ræðu sem for- setaframbjóðandinn Barack Obama flutti í New Hampshire. Einungis tveimur dögum eftir að Obama flutti ræðuna var lagið tilbúið og komið á netið þar sem milljónir manna hafa horft og hlustað á það á síðum eins og You- tube.com. Stjörnuprýtt stuðningslið Í laginu lætur Will.I.Am sér ekki nægja að syngja einn heldur fær hann dágott safn af stjörnum til að flytja lagið með sér og má til dæm- is nefna stjörnur á borð við Scar- lett Johansson, Kareem Abdul- Jabbar, Nicole Scherzinger og Adam Rodriguez sem þekktur er úr CSI-þáttunum. Lagið hefur hlotið góðan hljóm- grunn í herbúðum Obama og hef- ur meðal annars verið sett á op- inbera heimasíðu frambjóðandans. Will segir þó að hann hafi enn ekki fengið þakkir eða símtal frá Obama eða aðstoðarliði hans. „Þau hafa mörg mikilvægari verk- efni en að hringja í mig og segja takk fyrir. Ef þau hefðu tíma til að hringja í mig þá myndi ég fara að örvænta.“ Ræða forsetaframbjóðanda veitir Will.I.Am úr Black Eyed Peas innblástur Lag fyrir Barack Obama Skáldgyðjan Obama Will.I- .Am heillaðist af ræðu Obama og gerði úr henni lag. Eitt vinsælasta lagið á netinu um þessar mundir er lagið Yes We Can eftir tónlistarmanninn Will.I- .Am. Lagið er byggt á ræðu forsetaframbjóð- andans Barack Obama. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þessi ræða hreyfði við mér og snerti mig á þann veg sem ekkert hefur gert í langan tíma. Nú hefur verið tilkynnt um stærstu nöfnin sem spila á tónlistarhátíð- inni Glastonbury, sem haldin er ár hvert í júní á Englandi. Rapparinn Jay-Z og hljómsveitirnar Verve og Kings of Leon verða þessa heiðurs aðnjótandi að enda kvöldin í ár, en samstarfsaðili hátíðarinnar, tíma- ritið Q, greinir frá. Kings of Leon spila á Pýramídasviðinu föstudags- kvöldið 27. júní, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir enda kvöld þótt þeir hafi leikið áður á hátíðinni. Jay-Z kemur með fríðu föruneyti frá Bandaríkjunum og spilar á laugardagskvöld og breska sveitin Verve lokar hátíðinni á sunnudagskvöldið. Af öðrum atriðum sem eru staðfest eru Leonard Cohen, Neil Diamond og hljómsveitin British Sea Power með þeim bitastæðari. re Stærstu nöfnin staðfest

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.