24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 64

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Grínistinn Larry David, sem er meðal annars þekktur fyrir þætt- ina Curb Your Enthusiasm, hefur tekið að sér að leika í næstu mynd Woodys Allens samkvæmt heim- ildum Entertainment Weekly. Ekkert er vitað um titil eða sögu- þráð myndarinnar en leikkonan Evan Rachel Wood, ástkona rokk- arans Marilyn Manson, mun einnig leika í myndinni. vij Snillingar snúa bökum saman Kvikmyndasíð- an ShockTillYou- Drop.com hef- ur greint frá því að næsta kvikmynd leik- stjórans Alex- andre Aja, hrollvekjan Piranha, verði sýnd í þrívídd í kvikmyndahúsum. Myndin er endurgerð á sam- nefndri mynd frá árinu 1978. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að eftir að öflugur jarð- skjálfti skekur Havasu-vatn í Ari- zona opnast botn vatnsins og for- sögulegir, blóðþyrstir og ofvaxnir píranafiskar streyma út í vatnið til að gæða sér á sundfólki. vij Forsögulegur þrívíddarhrollur Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Var- iety er leikstjór- inn Martin Scor- sese um þessar mundir að und- irbúa gerð heim- ildarmyndar um reggae-goðsögnina Bob Marley. Scorsese gerir myndina í sam- starfi við Shangri-La Entertain- ment og Fortissimo Films en fullt samþykki fjölskyldu Marleys hef- ur fengist fyrir gerð mynd- arinnar. Áætlað er að frumsýna myndina 6. febrúar 2010 en þann dag hefði Marley orðið 65 ára, en hann lést árið 1981. vij Ævisaga Bobs Marleys í bígerð Undanfarna mánuði hafa sögu- sagnir verið á sveimi sem segja að hinn heimsfrægi kvikmynda- morðingi Jason Voorhees muni birtast í þáttaröðinni Supernat- ural. Framleiðandi þáttanna, McG, hefur nú gefið þessum sögusögn- um byr undir báða vængi í nýlegu viðtali við iF Magazine en þar gaf hann í skyn að mjög fræg persóna myndi koma fram í þáttaröðinni. Þar vilja spekingar á netinu meina að hann sé að tala um Jas- on. Jason er einn frægasti morðingi kvikmyndasögunnar og hefur hann birst í nálægt tíu myndum, fyrst í Friday the 13th Part 2 og nú síðast í myndinni Freddy vs. Jason árið 2003. vij Jason birtist í Supernatural Þann 28. mars verður frumsýnd í Bandaríkjunum nýjasta myndin í ádeilu- eða paródíugeiranum en hún ber nafnið Superhero Movie. Eins og nafnið gefur til kynna fá ofurhetjurnar hér að finna fyrir gríninu. David Zucker, framleiðandi myndarinnar, sagði í viðtali við USA Today að grínið beindist fyrst og fremst að Spiderman- myndunum en þó fengju aðrar myndir sinn skerf af kökunni. vij Grín gert að ofurhetjunum Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þessi ræða hreyfði við mér og snerti mig á þann veg sem ekkert hefur gert í langan tíma,“ sagði tónlistarmaðurinn Will.I.Am, sem er einnig þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Eyed Peas, um tilurð lagsins Yes We Can. Texti lagsins, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á netinu, er fenginn að láni úr ræðu sem for- setaframbjóðandinn Barack Obama flutti í New Hampshire. Einungis tveimur dögum eftir að Obama flutti ræðuna var lagið tilbúið og komið á netið þar sem milljónir manna hafa horft og hlustað á það á síðum eins og You- tube.com. Stjörnuprýtt stuðningslið Í laginu lætur Will.I.Am sér ekki nægja að syngja einn heldur fær hann dágott safn af stjörnum til að flytja lagið með sér og má til dæm- is nefna stjörnur á borð við Scar- lett Johansson, Kareem Abdul- Jabbar, Nicole Scherzinger og Adam Rodriguez sem þekktur er úr CSI-þáttunum. Lagið hefur hlotið góðan hljóm- grunn í herbúðum Obama og hef- ur meðal annars verið sett á op- inbera heimasíðu frambjóðandans. Will segir þó að hann hafi enn ekki fengið þakkir eða símtal frá Obama eða aðstoðarliði hans. „Þau hafa mörg mikilvægari verk- efni en að hringja í mig og segja takk fyrir. Ef þau hefðu tíma til að hringja í mig þá myndi ég fara að örvænta.“ Ræða forsetaframbjóðanda veitir Will.I.Am úr Black Eyed Peas innblástur Lag fyrir Barack Obama Skáldgyðjan Obama Will.I- .Am heillaðist af ræðu Obama og gerði úr henni lag. Eitt vinsælasta lagið á netinu um þessar mundir er lagið Yes We Can eftir tónlistarmanninn Will.I- .Am. Lagið er byggt á ræðu forsetaframbjóð- andans Barack Obama. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þessi ræða hreyfði við mér og snerti mig á þann veg sem ekkert hefur gert í langan tíma. Nú hefur verið tilkynnt um stærstu nöfnin sem spila á tónlistarhátíð- inni Glastonbury, sem haldin er ár hvert í júní á Englandi. Rapparinn Jay-Z og hljómsveitirnar Verve og Kings of Leon verða þessa heiðurs aðnjótandi að enda kvöldin í ár, en samstarfsaðili hátíðarinnar, tíma- ritið Q, greinir frá. Kings of Leon spila á Pýramídasviðinu föstudags- kvöldið 27. júní, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir enda kvöld þótt þeir hafi leikið áður á hátíðinni. Jay-Z kemur með fríðu föruneyti frá Bandaríkjunum og spilar á laugardagskvöld og breska sveitin Verve lokar hátíðinni á sunnudagskvöldið. Af öðrum atriðum sem eru staðfest eru Leonard Cohen, Neil Diamond og hljómsveitin British Sea Power með þeim bitastæðari. re Stærstu nöfnin staðfest
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.