24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 29
24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 29
Hvað viltu gera í kirkjunni eftir
fermingu? Þú getur orðið starfs-
maður í barnastarfi, tekið þátt í
hjálparstarfshópi kirkjunnar, eða
jafnvel gengið í einhvern af kórum
kirkjunnar. Heimsóknarhópur er
starfræktur í söfnuðinum sem lítur
til gamals fólks og þeirra sem eru
sjúkir heima. Messuhópurinn tek-
ur á móti fólki sem kemur til
messu á sunnudögum og útdeilir
sálmabókum.
Hvað gerist eftir
fermingu?
Á þeim árum þegar munur ríkra
og fátækra var mjög sýnilegur á Ís-
landi var algengt að við fermingu
stæðu hlið við hlið fermingarbörn
sem áttu ekkert og börn ríkra for-
eldra. Fermingarkyrtlar og -hansk-
ar voru innleiddir til að muna að
fyrir augliti Guðs eru allir jafnir.
Fyrir utan þetta hafa kyrtlarnir og
hanskarnir táknræna merkingu.
Þeir eru hvítir til að minna á skírn-
arklæðin, sem alltaf eru hvít.
Hvers vegna
hvítir hanskar?
Í gegnum tíðina hafa rúm verið
vinsæl fermingargjöf og samkvæmt
Halldóri Snæland, deildarstjóra
Lystadúns Marco, er það enn svo.
„Við fermingu eru ákveðin tíma-
mót því unglingarnir eru búnir að
taka út stóran hluta af vextinum og
því komnir upp úr barnarúm-
unum, sem eru oft mjórri og með
lélegum dýnum. Við bjóðum upp á
mjög vönduð fermingarrúm og þar
á meðal eru amerísk rúm í tveimur
stærðum. Þetta eru mjög vandaðar
dýnur með mjúkri yfirdýnu og
þetta eru því svona meðalmjúk
rúm sem henta unglingum og létt-
ara fólki vel. Svo erum við með
evrópsk rúm sem koma frá stærsta
rúmframleiðanda í Evrópu, mjög
vönduð rúm sem eru ekki barna-
rúm í eiginlegri merkingu þess
orðs því þetta eru rúm með tvö-
földu fjaðrakerfi sem eru meðal
annars notuð á hótelum. Evrópsku
og amerísku rúmin eru byggð upp
á þann máta að það er undirdýna á
fótum og svo er önnur dýna ofan á.
Undirdýnan getur hvort heldur
verið hörð eða mjúk, allt eftir því
hve mjúkt rúm einstaklingurinn
vill fá. Því meiri fjöðrunardýpt í
rúminu því notalegra verður það
og því meiri ending verður á dýn-
unni. Í evrópsku rúmunum bjóð-
um við fleiri stærðir heldur en í
amerísku rúmunum. Við eigum
jafnvel botna sem eru upp í 210 cm
langir fyrir langa einstaklinga,“
segir Halldór og bætir við að
Lystadún Marco bjóði líka upp á
rúmteppi og undirdýnu með
áklæði sem passar saman. „Eins
bjóðum við upp á skápúða sem eru
nánast eins og höfðagaflar og þá
má klæða í sams konar áklæði og
rúmteppið. Skápúðinn gerir það
að verkum að þú liggur með beint
bak, hvort sem verið er að horfa á
sjónvarp, vinna í tölvu eða lesa.“
Lystadún Marco býður upp á vönduð fermingarrúm
Heildstætt útlit fyrir fermingarbarnið
KYNNING
Heildsætt útlit Fallegt fermingarrúm með skápúða og teppi í stíl.
Í upphafi 18. aldar var enn meiri
áhersla lögð á að allir gætu fræðst
um trúna og tileinkað sér hana
með lestri Biblíunnar og annarra
trúarrita. Ákveðnar reglur voru
settar um ferminguna og fræðslu í
kringum hana. Börn áttu í kring-
um 12 ára aldurinn að kynna sér
kristileg fræði og prestum bar
skylda til þess að ferma öll börn en
ýmis réttindi seinna meir voru háð
því að viðkomandi væri fermdur.
Reglur um
ferminguna