24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Það er versta tilfinning í heimi að vera svikin. En það
er enn verra að vita að þú munt aldrei aftur geta
treyst þeim eina sem þú ættir alltaf að geta treyst.
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Christiane Plante greindi frá því í
slúðurritinu The National Enquirer
að hún hefði átt í ástarsambandi við
glímuhetjuna Hulk Hogan, sem
heitir réttu nafni Terry Gene Bollea,
meðan hann var enn giftur eig-
inkonu sinni, Lindu.
Hinn 33 ára Plante hafði verið
dóttur Hogans, Brooke, til halds og
trausts við útgáfu plötu hennar
Undiscovered sem kom út árið
2006. Í kjölfar þess samstarfs urðu
Brooke og Christiane bestu vinkon-
ur en í kjölfar þessara opinberana er
líklegt að vinskapurinn sé fyrir bí.
Í ástlausu hjónabandi
Christiane segir við National En-
quirer að hjónaband Hogans hafi
verið í molum þegar samband
þeirra hófst. „Samband mitt við
Terry hófst á þeim tíma þegar Terry
og Linda höfðu áttað sig á því að
hjónabandinu væri lokið. Hún hafði
þegar farið frá honum en það hafði
ekki verið gengið frá því formlega.
Þetta virtist vera rétt á þeim tíma en ég
veit nú að þetta var rangt.“
Niðurbrotin dóttir
Brooke Hogan var að vonum
niðurbrotin þegar hún komst að
sambandi föðurs síns og bestu vin-
konunnar og hún tjáði sig um erf-
iðleika sína á bloggsíðu sinni. „Það
er versta tilfinning í heimi að vera
svikin. En það er enn verra að vita
að þú munt aldrei aftur geta treyst
þeim eina sem þú ættir alltaf að
geta treyst.“
HOGAN FJÖLSKYLDUSIRKUSINN
Christiane Plante
Lítið er vitað um hina 33 ára gömlu Plante fyrir utan aldur hennar, það að hún aðstoðaði Brooke
Hogan við vinnslu plötu sinnar og kom því reglulega fyrir í raunveruleikaþáttum Hogan fjöl-
skyldunnar. Slúðurmiðlar vestanhafs keppast nú við að finna myndir af stúlkunni og upplýsingar
um hana en þangað til verður Plante hálfgerð huldukona.
Nicholas Allan Bollea
Yngra barn Hulk og Lindu, fæddur
27. júlí 1990. Nick er mikill
bílaáhugamaður og hefur nokkrum
sinnum tekið þátt í löglegum aksturs-
keppnum. Nick lenti í alvarlegu bíl-
slysi þann 26. ágúst 2007 þar sem
hann tók þátt í ólöglegum götukapp-
akstri. Farþegi í bíl hans slasaðist
illa og mun að öllum líkindum þurfa
að dvelja á stofnun þar sem eftir er
ævinnar vegna heilaskaða. Nick var
kærður fyrir atvikið og bíður nú að
málið verði tekið fyrir.
Brooke Ellen Bollea
Fæddist þann 5. maí árið 1988.
Hún hefur ítrekað reynt að koma
sér á framfæri sem söngkona en
með litlum árangri. Hún, ásamt
öðrum fjölskyldumeðlimum,
urðu heimsfrægir með tilkomu
raunveruleikaþáttarins Hogan
Knows Best sem sýndur var á
sjónvarpsstöðinni VH-1. Hún gaf
út plötuna Undiscovered árið 2006
en það var við vinnslu þeirrar
plötu sem Christiana Plante kom
inn í líf fjölskyldunnar.
Linda Marie Bollea
Linda og Hulk kynntust á veitingastað
í Los Angeles árið 1981. Eftir að hafa
staðið í símasambandi um tveggja
ára skeið giftust þau við hátíðlega
athöfn. Linda vakti hneykslun
margra þegar hún birtist í
heimildarmyndinni Street
Racers árið 2005 en þar var
verið að lofsyngja ólöglegan
götukappakstur. Í myndinni
var Linda, ásamt dóttur sinni,
að reyna að fá unga drengi
til að koma í kappakstur
við sig.
Hulk Hogan (Terry Gene Bollea)
Sló í gegn í WWF fjölbragðaglímuheiminum
árið 1979 og hefur verið viðloðandi
glímu”íþróttina” alla tíð síðan.
Hóf leik í kvikmyndum árið
1983 og hefur meðal annars
leikið í kvikmyndum á borð
við Rocky 3, Mr. Nanny og
Santa with Muscles. Hann kvæntist
Lindu Claridge þann 18. desember
árið 1983 og eiga þau saman tvö börn.
Þann 20. nóvember 2007 sótti Linda um
skilnað en Hogan hafði ekki hugmynd
um skilnaðinn fyrr en blaðamenn höfðu
samband við hann.
Beljakinn Hulk Hogan er ekki við eina fjölina felldur
Í bólinu með vin-
konu dótturinnar
Dramanu hjá fyrrverandi
glímukappanum Hulk
Hogan ætlar seint að
linna. Nú hefur besta vin-
kona dóttur hans greint
frá ástarsambandi sínu
við hinn öfluga Hogan.
Tölvuleikir viggo@24stundir.is
Street-leikirnir hafa alltaf notið
vissra vinsælda. Hvort sem það er
körfubolti, amerískur fótbolti eða
alvöru fótbolti þá er ákeðin stemn-
ing sem fylgir því að spila sína
uppáhaldsíþrótt í heimi þar sem
þyngdarlögmálið er álíka mikils
virði og hlutabréf í Ku Klux Klan.
Í Fifa Street 3 er götufótbolti að-
almálið. Allar skærustu stjörnur
fótboltans hittast á hinum ýmsu
sparkvöllum víðsvegar um heim-
inn, til dæmis ofan á olíu-
borpöllum, og spila fótbolta með
þeim ýktustu brögðum og brellum
sem sjást í knattspyrnunni.
Fifa Street lítur vel út og spilun
hans er góð og því er það mjög
sorglegt að rýrt innihald leiksins
skuli skemma það allt saman. Leik-
urinn þjáist illa af efnisskorti og þá
sérstaklega hvað varðar spil-
unarmöguleika. Boðið er upp á
mjög einfaldan einspilunarmögu-
leika og netspilun en þar fyrir utan
er ekkert sem leikmenn geta dund-
að sér við. Þessi skortur á spil-
unarmöguleikum er tveggja fóta
tækling á spilun leiksins og í stað
þess að skora með tilþrifum haltrar
Fifa Street 3 að hliðarlínunni og
biður um skiptingu.
Sorglega rýrt inni-
hald skemmir fyrir
Grafík: 81% Ending: 11%
Spilun: 79% Hljóð: 67%
Fifa Street 3 (PS3/Xbox360) 3+
NIÐURSTAÐA: 60%
Flottur En spilunin
er ekki nógu góð.
Bizzaró
Aðþrengdur
Afsakið að ég er til!
KOMINN TÍMI Á AÐ GEFA EFTIR HANAKAMBINN
VÁ!! HVAÐ ER
ÞETTA FYRIR OFAN
HAUSINN Á ÞÉR?
THOMAS EDISON FÆR S ÍNA
FYRSTU HUGMYND
SJÁLFSHJÁLPAR
BÆKUR
LISTIN
AÐ VERA
STUTT-
ORÐUR
2. BINDI
FÁÐU
ÚTRÁS
MYNDASÖGUR
CLEAN – hreinsisápa
með þrefaldri virkni
Hreinsar í burtu
öll óhreinindi og
er sótthreinsandi.
Hentar öllum
húðgerðum.
Einstakur hreinsir
Fæst í Hagkaupum
og apótekum
um land allt
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta
Icelandic for foreigners
Framvegis oferuje kursy nauki języka
islandzkiego. New courses starting March 3rd.
www.framvegis.is / skraning@framvegis.is / 581 4914