24 stundir - 29.02.2008, Side 15

24 stundir - 29.02.2008, Side 15
Sigrún Ósk Sigurðardóttir skrifar: Talsvert hefur verið fjallað að undanförnu í 24 stundum um sunnlenskan bjór sem vænt- anlegur er á markað og starf- semi og reglur ÁTVR í því sam- bandi. Mér þótti ánægjulegt af því tilefni að eiga þess kost að útskýra í grein hvernig Sunn- lendingar eiga að geta notið bjórsins eins og aðrir í vínbúð- um og á veitingastöðum á Suð- urlandi þegar hann kemur á markað. Það var einnig gott að fá tæki- færi til að eyða þeim misskiln- ingi, sem fram kom í leiðara blaðsins, að bjór sem fram- leiddur er á Árskógsströnd eða Akureyri sé fluttur til Reykjavík- ur og síðan aftur til baka í vín- búðir í nágrenninu. Misskiln- ingur ritstjórans er sennilega sprottinn af því að þessi háttur var hafður á um nokkurra vikna skeið á síðasta ári sem liður í ákveðnum skipulagsbreytingum. Innan tíðar kemur sunnlenskur bjór á markað. Við hjá ÁTVR tökum auknu vöruvali vel og eigum von á að viðskiptavinir okkar geri það líka. Höfundur er aðstoðarforstjóri ÁTVR BRÉF TIL BLAÐSINS Árvakur/Skapti Hallgrímsson Væntanlegur Innan tíðar kem- ur sunnlenskur bjór á markað. 24stundir FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 15 Þór Sigfússon skrifar: Bréf til Kristínar Tómasdóttur pistlahöfundar 24 stunda Kæra Kristín! Í pistli þínum í 24 stundum á mið- vikudag segist þú hafa keypt tíma- bundna ferða- tryggingu hjá Sjóvá en að þú hafir ekki fengið farangurstjón bætt. Samkvæmt okkar bókum ertu vel tryggð hjá Sjóvá fyrir far- angurstjóni og því kemur mér þetta á óvart. Við finnum hins vegar ekkert um þetta mál hjá okkur og enginn kannast við að hafa rætt við þig en þú segist hafa rætt við á annan tug manna hjá Sjóvá vegna þessa máls. Við erum búin að reyna að ná í þig í síma og í tölvupósti en án árangurs og hvet ég þig til þess að hafa sam- band við mig í síma 4402001 svo við getum klárað þetta mál. Við viljum að viðskiptavinir okkar fái skýr svör og góða þjónustu. Höfundur er forstjóri Sjóvár BRÉF TIL BLAÐSINS Valdimar skrifar: Nú er nóg kom- ið og neytendur geta ekki staðið undir nafni ef þeir standa ekki upp og beita ol- íufélögin þving- unaraðgerðum. Hættum að kaupa bensín þar til bensínið er lækkað. Það gefur augaleið að einhvern tím- ann hlýtur að vera svigrúm til að lækka bensínið þar sem alltaf virðist vera svigrúm til að hækka það. Við höfum öll gott af að ganga svolítið. BRÉF TIL BLAÐSINS María skrifar: Ég verð að við- urkenna að ég er hálft í hvoru ánægð með dóm- inn sem féll ný- lega, þar sem um- mæli bloggara voru dæmd dauð og ómerk. Ég hef lengi undrast hvað fólk leyfir sér á bloggsíðum, sínum eigin eða í athugasemdaboxum á öðrum síð- um, og ég held að þessi dómur muni breyta þessum veruleika. Þrátt fyrir málfrelsi verðum við að sýna hvert öðru eðlilega virð- ingu og kurteisi og það er eitt- hvað sem hefur ekki viðgengist á mörgum bloggsíðum. Sumt sem ég hef lesið hefur hreinlega valdið óhug hjá mér vegna þess að fólk virðist ekki átta sig á að bloggið er fjölmiðill sem allir geta lesið. Vonandi breytist það nú. BRÉF TIL BLAÐSINS Ingimundur skrifar: Á ferðalagi mínu til New York á dögunum lenti ég í því að flugi mínu með Ice- landair var aflýst vegna veðurs, þrátt fyrir að önnur flug hefðu farið á sama tíma. Það var því ekki veðrið held- ur skortur á vélum sem var ástæðan. Slíkt verður maður að sætta sig við, en erfiðara er að sætta sig við ófullnægjandi við- brögð Icelandair við vandræð- unum. Upplýsingar til farþega voru af skornum skammti, til- kynning um að fluginu hefði verið aflýst kom ekki fyrr en um tveim tímum fyrir áætlaða brott- för og voru því farþegar flestir komnir í Leifsstöð. Eftir langa bið eftir upplýsingum var það ljóst að flugfélagið ætlaði ekkert að gera til að létta farþegum líf- ið. Við þurftum því að borga til að koma okkur aftur til Reykja- víkur, eða panta hótelgistingu í Keflavík. Flugfélagið aðstoðaði heldur ekki við breytingar á framhaldsflugum þeirra sem héldu áfram för. Farþegar voru fúlir og pirraðir. Það hefði ekki þurft mikið til að forðast það. Afsláttur í flugrútuna, tilboð á gistingu, bara eitthvað til að sýna að þeim var ekki alveg sama. Þetta hefur sennilega kost- að hvern farþega minnst 10.000 krónur, og álit þessara farþega á Icelandair verður aldrei samt. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.