24 stundir - 29.02.2008, Blaðsíða 30
Oftast liggur nokkurra vikna og
jafnvel mánaða undirbúningur að
veislum líkt og fermingarveislum.
Fyrst er að búa til gestalistann og
ákveða stað og stund. Sumir kjósa
að halda fermingarveisluna heima
á meðan aðrir vilja halda stærri
veislur í leigðum sölum. Síðan þarf
að hafa skreytingar og leirtau á
hreinu, það er að finna út hvar
maður getur fengið slíkt lánað sé
ekki nóg til heima við. Ef skemmti-
atriði eiga að vera í veislunni er
líka gott að þeir sem sjá um slíkt
undirbúi sig í tíma svo allt gangi
vel. Þá þarf að sjálfsögðu að finna
föt á fermingarbarnið og panta
tíma í hárgreiðslu eða klippingu.
Boðskortin
Nú eru sjálfsagt flestir búnir að
senda út boðskort og þeir sem ekki
komast jafnvel búnir að láta vita af
slíku. Það auðveldar alla skipu-
lagningu gífurlega að vita hve
mörgum maður á von á. Farðu yfir
listann af öllu sem til þarf og full-
vissaðu þig um að allt sé í góðum
málum. Nokkrum dögum fyrir
stóra daginn skaltu síðan yfirfara
allan tækjakost heimilisins og sjá
til þess að myndavélar og slíkt séu
fullhlaðnar og virki vel. Ef einhver
úr fjölskyldunni ætlar að taka
myndir getur verið gott að sá hinn
sami æfi sig fyrirfram til að kunna
almennilega á græjurnar.
Á fermingardaginn
Passaðu að föt fermingarbarns-
ins séu slétt og fín. Kannaðu veit-
ingamál um morguninn og sjáðu
til þess að allt sé í standi innanhúss
og utan ef halda á veisluna heima.
Ef fermingin er að morgni er gott
að allir fái sér staðgóðan morg-
unverð áður en haldið er í kirkj-
una. Sé fermingin hins vegar eftir
hádegi má eiga notalega stund
saman með nánustu fjölskyldunni
í hádeginu yfir léttu snarli.
Að mörgu þarf að hyggja fyrir fermingardaginn
Ekkert stress með minnislista
Á fermingardaginn
er notalegt að fjöl-
skyldan eigi góða
stund saman áður en
haldið er í kirkjuna.
30 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir
Fermingarfötin eru líklega eitt af
því sem skiptir fermingarbarnið
sjálft höfuðmáli og getur verið
vandasamt að finna þau réttu. Gef-
ið fermingarbarninu góðan tíma til
þess að kíkja í búðir og verið því
innan handar. Ekki reyna að
þröngva barninu í föt sem það
myndi undir öðrum kring-
umstæðum aldrei láta sjá sig í og
kaupið eitthvað klassískt sem hægt
er að nota oftar en einu sinni.
Fermingarfötin
skipta máli
Þrátt fyrir að fermingardagurinn sé
stór dagur í lífi flestra er óþarfi að
ætlast til þess sama af öllum eftir
einhverri forskrift að fermingu.
Það er ekki fyrir allar ferming-
arstúlkur að fara í hárgreiðslu og ef
fermingarbarn vill alls ekki fara
ætti ekki að neyða það til þess. Að-
stoðið það frekar við að gera hárið
eins og óskir standa til og fáið jafn-
vel hjálp frá vinum og vanda-
mönnum sem eru handlagnir.
Ekki það sama
fyrir alla
Fermingargjöfin getur verið höf-
uðverkur, sérstaklega ef þú þekkir
fermingarbarnið ekki mikið. Orða-
eða alfræðibækur eru alltaf góður
kostur, svo og inneign í bóka- eða
geisladiskabúðum. Þannig getur
fermingarbarnið valið sjálft og
orðið ánægt þannig að enginn
þurfi að verða vandræðalegur og
sitja uppi með eitthvað sem ekki
fellur að smekk. Jafnvel mætti líka
fá góð ráð frá foreldrum barnsins.
Vandræðalegar
fermingargjafir
Matreiðsluþættina Meistaramatur
má finna á Morgunblaðsvefnum
mörgum til gagns. Finna má þætt-
ina undir liðnum Fólkið. Þar má
horfa á frábærar leiðbeiningar að
auðveldum og ótrúlega fyrirhafn-
arlitlum bakstri á kransaköku fyrir
fermingarveisluna að hætti Örvars
Birgissonar landsliðsbakara. Örvar
bakar kransakökuna án þess að
nota form eða leggja í dýrar fjár-
festingar við verkið.
Kransaköku-
bakstur á mbl.is
Það er af sem áður var þegar
margra mánaða vinna var að und-
irbúa fermingarveislu. Heimilið
var þá gjarnan tekið í gegn frá
toppi til táar, nýjar innréttingar
keyptar, heimilið málað og fleira í
þeim dúr. Í dag snýst fermingin
frekar um fermingarbarnið sjálft
heldur en að halda stóra veisla.
Oftar en ekki fá fermingarbörnin
að velja hvernig og hvort þau vilja
halda veislu.
Snýst um
fermingarbarnið
10-50%
Vaxtalaus lán í 6 mánuði
Verslunin Rúmgott · smiðjuvegi 2 · Kópavogi · sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
www.rumgott.is
Vinsælu
Gel/ethanOl
eldstæðin
KOmin aftuR
BYltinG í sVefnlausnum
eitt Besta úRVal landsins á heilsudýnum
feRminGaR-
tilBOð
Frí legugreining
og fagleg ráðgjöf
á heilsudýnum.