24 stundir


24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 29.02.2008, Qupperneq 4
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það er alveg ljóst að ef þessi kaup brjóta í bága við samkeppnislög að mati samkeppniseftirlitsins þá verður ekkert af þeim,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um frumúrskurð Samkeppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðra kaupa OR á 14,65 prósent hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Samkvæmt úrskurðinum telur Samkeppniseftirlitið að það myndi stangast á við lög að OR eigi yfir 30 prósent hlut í HS. Aðilar málsins hafa frest til 10. mars til að skila andmælum vegna málsins. Júlíus Vífill segir að OR eigi eftir að lýsa skoðunum sínum á því og fara yfir lagalegar forsendur. „En það eru fyrirvarar í samkomulagi okkar við Hafnarfjarðarbæ varð- andi þennan þátt og menn geta rétt ímyndað sér hvort Orkuveitan ætli sér að fara gegn lögum í þessum efnum. Það kemur ekki til greina.“ Kaupin víst gerð án fyrirvara Orkuveitan á nú þegar 15,6 pró- sent í HS og myndi eiga samtals 30,25 prósent ef af kaupunum yrði. Samkvæmt frumúrskurðin- um er ekki ljóst hvort Samkeppniseftirlitið er að gera at- hugasemd við að OR eigi yfirhöf- uð í samkeppnisaðila sínum eða hvort fyrirtækið megi ekki eiga yf- ir 30 prósent. Gunnar Svavarsson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, segir að ef frumúrskurðurinn snúist um 30 prósent eignarhald sé lítið mál að selja OR aðeins minni hlut en ætl- að var í upphafi. „En ef þeir eru að tala um allt eignarhaldið þá höf- um við alltaf sagt að það sé vanda- mál kaupandans, Orkuveitu Reykjavíkur, vegna þess að kaupin eru gerð án fyrirvara. Hún hefur áður keypt af Grindavík, Reykja- nesbæ og Hafnarfirði og sveitar- félögin hafa auðvitað hafnað for- kaupsrétti á þeim hlutum sem fóru yfir til Geysis Green Energy. Það er mjög erfitt fyrir samkeppn- isyfirvöld að hoppa inn í og dæma að einhver sala sé óskyld þegar forkaupsréttarákvæðin eru út- runninn.“ Málið orðið farsi Guðbrandur Einarsson, sem sit- ur í stjórn HS, segir málið vera orð- ið farsa. „Manni er orða vant yfir þessum farsa sem er í gangi. Það hefði kannski mátt sjá þessa nið- urstöðu fyrir en við hljótum að spyrja okkur í framhaldinu að því hvort Reykjanesbær og Grindavík hafi mátt selja Orkuveitunni síð- asta sumar? Það þarf að svara því hvort Orkuveitan mátti yfirhöfuð kaupa hlut í Hitaveitunni.“ Kaupa ekki í óþökk laga  Orkuveitan kaupir ekki í Hitaveitu Suðurnesja ef það stangast á við lög  Hafnfirðingar segja enga slíka fyrirvara í kauptilboðinu ➤ Samkvæmt gerðum samn-ingi á að ganga frá kaupum OR á 14,65% hlut Hafnar- fjarðar í HS í næstu viku. ➤ Kaupin eiga að vera á geng-inu 7,0 og því á OR að greiða 7,6 milljarða fyrir hann. ➤ Samkvæmt verðmati semAskar Capital vann fyrir Hafn- arfjörð er raunvirði hlutar í HS 4,7. Kaupverðið sem OR á að greiða er því 2,5 millj- örðum yfir raunvirði. KAUPTILBOÐ OR Mynd/Gísli Sigurðsson Svartsengi Þrátt fyrir frumúrskurð sam- keppnisyfirvalda er framtíðareignarhald í Hitaveitu Suðurnesja enn óljóst. 4 FÖSTUDAGUR 29. FEBRÚAR 2008 24stundir Að meðaltali voru 5 klamydíutil- felli greind á degi hverjum hér á landi í fyrra, eða samtals 1863 tilfelli. Til að bregðast við aukinni tíðni kynsjúkdóma hafa Ástráður – for- varnarfélag læknanema, Jafningja- fræðslan og Félag um kynlíf og barn- eignir stofnað með sér samstarfshópinn SEKS sem mun blása til vitundarvakningar um notk- un smokksins með opnunarhátíð í Hinu húsinu í kvöld. „Við viljum þrýsta á stjórnvöld að niðurgreiða smokka,“ segir Ösp Árnadóttir, framkvæmdastjóri Jafn- ingjafræðslunnar. „Reynsla okkar af starfi með unglingum sýnir að kostn- aður er helsta ástæða þess að ungling- ar nota ekki smokka.“ Þá sé nauðsynlegt að vekja unglinga til vitundar um að tíðni kynsjúkdó- masmita sé að aukast. „Miðað við fyr- irspurnir sem Hinu húsinu og Ástráði berast hafa unglingar töluverðar áhyggjur af ótímabærum þungunum, en líta á kynsjúkdóma sem minna vandamál,“ segir Ösp. hos Vitundarvakning um noktun smokksins Smituðum fjölgar STUTT ● Skattsvikarar eltir út Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri hefur óskað eftir upplýs- ingum af lista þýskra skatta- yfirvalda með nöfnum 1400 manna sem grunaðir eru um að hafa svikið undan skatti í skjóli bankaleyndar í Liechtenstein. Hann sagði í fréttum Útvarps- ins, að embættið vildi beita sér með hraði í málinu. mbl ● Sparað í borginni Borg- arráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu Ólafs F. Magn- ússonar borgarstjóra um að- gerðir til aukins aðhalds við yfirstjórn borgarinnar sam- hliða þriggja ára áætlun. Þar segir að nauðsynlegt sé að kanna aðgerðir sem leitt geti til sparnaðar, sérstaklega kostnað við nefndir og ráð borgarinnar. mbl Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á létt kakómjólk í 330 ml plastflösku. Hæsta verð reyndist vera 23,5% hærra en það lægsta eða 23 króna munur. Þessi verðmunur er minni en oft kemur fram hjá matvöruverslunum. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 23,5% munur á kakómjólk Sonja McManus NEYTENDAVAKTIN Létt kakómjólk 330 ml. Verslun Verð Verðmunur Þín verslun Seljabraut 98 Krónan 99 1,0 % Nettó 100 2,0 % Hagkaup 117 19,4 % 11 - 11 119 21,4 % Samkaup - Strax 121 23,5 % Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að heimila Íslandspósti að fækka dreifingardögum úr fimm í þrjá á tveimur landpóstaleiðum sem farnar eru frá Patreksfirði og Króksfjarðarnesi. Ákvörðunin tek- ur til 45 heimila á þessum stöðum. Ákveði Íslandspóstur að nýta sér heimildina verður fjöldi heimila sem ekki fá fimm daga póstþjón- ustu 166 talsins, en þau voru 121 fyrir. Íslandspóstur sendi Póst- og fjarskiptastofnun bréf í lok septem- ber þar sem óskað var eftir því að dreifingardögum yrði fækkað. Í bréfinu segir að Íslandspóstur telji að fyrirtækið eigi erfitt með að tryggja hagkvæma og virka póst- þjónustu ef því verði gert að halda áfram að bjóða upp á fimm daga þjónustu til staða þar sem í senn séu fámennir og landfræðilega af- skekktir. Hár kostnaður við að þjónusta heimili í sveitum megi ekki leiða til kostnaðarhækkunar fyrir aðra notendur þjónustunnar. „Það er mikill kurr í fólkinu hér verði þessi þjónustuskerðing Pósts- ins að veruleika,“ segir Óskar Steingrímsson sveitarstjóri Reyk- hólahrepps. „Við teljum að allir eigi að sitja við sama borð í þessum efnum, sama hvar þeir búa á land- inu.“ Óskar útilokar ekki að sveit- arfélagið kæri ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar til úrskurðar- nefndar fjarskipta- og póstmála.. „Við erum alltaf með þessi mál til skoðunar enda er okkur uppá- lagt að reka fyrirtækið á sem hag- kvæmastan máta þannig að við skoðum þessi mál með reglulegu millibili.“ Þetta segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslands- pósts, aðspurður hvort fyrirtækið ætli að óska eftir fækkun póstdreif- ingadaga á fleiri stöðum á landinu. „Eins og er er ekkert slíkt í píp- unum hjá okkur, en það er hlut- verk okkar eins og annarra í rekstri að gæta hagkvæmis í rekstri fyr- irtækisins.“ aegir@24stundir.is Pósturinn má fækka póstdreifingardögum Kurr í íbúum vegna þjónustuskerðingar Árvakur/Sverrir Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.