24 stundir - 19.04.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 24stundir
Bretar vilja efna til samstarfs við
íslenska vísindamenn í orkumál-
um, samkvæmt því sem Sue
Whitebread, framkvæmdastjóri
bresks ráðgjafafyrirtækis á sviði
orkumála, sagði á málþingi í Orku-
veitunni í vikunni.
„Whitbread fjallaði sérstaklega
um sjávarorku sem vaxtarbrodd í
endurnýjanlegri orku, en nú eru í
gangi um 84 þróunarverkefni á
sviði sjávarorku víðs vegar í heim-
inum,“ segir í fréttatilkynningu frá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem
ásamt iðnaðarráðuneytinu stóð
fyrir málþinginu.
Í máli Geirs Guðmundssonar,
verkefnisstjóra hjá Nýsköpunar-
miðstöðinni, kom fram að Breiða-
fjörður hentar sérstaklega vel fyrir
sjávarfallavirkjanir. hos
Bretar sýna áhuga á samstarfi í orkumálum
Samstarf um
sjávarfallavirkjanir
og að á stofnfundi áhugahópsins
hafi komið fram að sveitastjórn
hafi óskað eftir skýringum um
framtíðaráform nýrra eigenda en
ekki fengið svör.
Stóra byggðamálið
Sævar bendir á að þar sem Emax
sé með þjónustu á svæðinu tilheyr-
ir nettenging Hvalfjarðarsveitar
ekki undir verkefni Fjarskiptasjóðs.
„Við lendum því svolítið utangarðs
og erum upp á það komin að að-
ilinn sem er með þjónustuna hér
setji peninga í þetta. Svona er þetta
á fleiri stöðum á landinu.“
Segir hann aðgang að interneti
vera stórt byggðamál. „Það er upp-
lifunin í okkar sveitarfélagi að þetta
sé mjög stór þáttur þegar fólk er að
ákveða sig hvort það eigi að flytja
„Eitt af því sem við viljum gera
er að hvetja fólk sem er í svipaðri
stöðu til þess að mynda hóp og láta
heyra í sér því það þarf að gera eitt-
hvað í þessu,“ segir Sævar Finn-
bogason, talsmaður áhugahóps um
bættar nettengingar í Hvalfjarðar-
sveit, sem stofnaður var í vikunni.
„Við í Hvalfjarðarsveit búum við
þráðlausa nettengingu frá Emax
sem hefur reynst afar misjafnlega,
en samt greiðum við fyrir hana
sambærilegt verð og fólk gerir fyrir
góðar ADSL tengingar annars stað-
ar,“ segir hann. Ætlar hópurinn að
safna upplýsingum um gæði þeirr-
ar þjónustu sem fólk nýtur í dag og
halda til haga.
Jafnframt segir Sævar hópinn
hafa áhyggjur „af ítrekuðum eig-
endaskiptum Emax dreifikerfisins“
hingað eða ekki. Fólk notar netið
mikið og m.a. ræður aðgangur að
interneti því hvort fólk getur unnið
heiman frá sér eðaekki.“
thorakristin@24stundir.is
Áhugahópur um bætta nettengingu stofnaður í Hvalfjarðarsveit
Gott internet er byggðamál
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
11.00 Ég fer að hafa mig tilfyrir vinnuna. Ég
byrja alltaf svona um hádegið enda
er ég bara í hlutastarfi núna. Ég er
orðinn 75 ára gamall og vil ekki
hætta að vinna strax, en læt hluta-
starf nægja.
12.00 Er mættur upp íNýju Sendibílastöð-
ina, þar sem ég vinn, og byrja að
keyra þvers og kruss um borgina.
Þetta er þannig núna að við bíl-
stjórarnir erum alltaf með gems-
ann á okkur og svo er bara hringt í
okkur yfir daginn og okkur úthlut-
að verkefnum. Ég keyri núna frekar
lítinn sendiferðabíl og sendist á
honum um höfuðborgarsvæðið.
14.30 Ég tek mér stuttakaffipásu á sendi-
bílastöðinni. Það er mjög misjafnt
hvenær ég tek pásu enda fer það
bara eftir því hvernig stendur á
varðandi verkefni. Ég læt kaffipás-
una duga enda borða ég alltaf
kvöldmat heima með konunni
minni eftir vinnu.
17.30 Vinnudeginum mín-um er lokið, en hon-
um lýkur yfirleitt milli klukkan
fimm og sex. Það fer stundum eftir
traffíkinni, en ég er þó orðinn van-
ur að sneiða hjá þyngstu götunum
á háannatíma og fara aðrar leiðir
þá. Sem betur fer keyri ég um á
léttum flutningabíl ólíkt sumum
yngri kollegum mínum á stöðinni
og því ná lög um hvíldartíma flutn-
ingabílstjóra ekki yfir mig. Þeir
þurfa alltaf að stoppa bílinn eftir
ákveðið langan tíma því að annars
geta þeir verið sektaðir.
18.00 Ég er kominn heimog á frí um kvöldið,
enda er ég alveg hættur að vinna á
kvöldin og um helgar. Það er annað
en í gamla daga og það er skemmst
frá því að segja að konan mín
gleymir því ekki þegar dóttir mín
var um þriggja ára gömul. Hún
spurði eitt sinn: „Mamma, er pabbi
hættur að vera hjá okkur?“ Þá vann
ég myrkranna á milli enda ekki
annað í boði ef maður vildi eiga
bót fyrir rassinn á sér.
20.00 Kvöldmaturinn erbúinn og ég fer út í
hjóltúr. Það má segja að ég sé hálf-
gerður hreyfialki enda fer ég mikið
út að ganga eða hjóla til þess að
halda mér í formi, ásamt því sem
ég fer stundum í sund á morgnana.
Var kallaður
Sólarhringur
24stundir með Grími Ormssyni flutningabílstjóra á
Nýju Sendibílastöðinni
➤ Hefur starfað í Nýju Sendi-bílastöðinni við Knarrarvog í
fimmtíu ár.
➤ Keyrði áður á milli landshlutaá stórum flutningabílum, en
þá var yfirleitt minna að gera
yfir háveturinn og þeim mun
meira á vorin og á sumrin.
GRÍMURGrímur Ormsson hefur
starfað sem flutningabíl-
stjóri í hálfa öld og á
þeim tíma hefur mjög
margt breyst. „Ég var nú
alltaf kallaður Sólar-
hringurinn af hinum bíl-
stjórunum í gamla daga
af því að það var varla
að maður svæfi nokkuð,
maður var alltaf að
vinna. Svo kom það fyrir
að ég tognaði í bakinu
enda ekki öll þessi
tækni eins og núna til
þess að auðvelda vinn-
una við að setja inn í
bílana og taka úr þeim
aftur,“ segir hann.
Vinn hálfan daginn „Ég nenni
ekki að hætta alveg strax en
læt hlutastarf duga.“ Grímur
Ormsson að störfum.
24stundir/Valdís Thor
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar
hefur fest kaup á körfubíl.
Er haft eftir Þorbirni
Sveinssyni slökkviliðs-
stjóra í BB að bíllinn sé
bylting í starfi slökkviliðs-
ins þar sem hann nær upp
í allar hæstu byggingar á
Ísafirði. Keypti slökkvilið-
ið bílinn af Brunavörnum
Suðurnesja og greiddi fyr-
ir hann þrjár milljónir.
Bíllinn er af gerðinni
Volvo 720, árgerð 1981, en hefur verið árlega yfirfærður af verksmiðj-
unum og í fullkomnu standi að sögn Þorbjarnar. þkþ
Nýr körfubíll á Ísafirði
Stofnfundur Hollvinasamtaka
Hallargarðsins verður haldinn á
Fríkirkjuvegi 11 nk. sunnudag kl.
13. „Við viljum efla vitund fólks
um mikilvægi Hallargarðsins,“
segir Þorleifur Gunnlaugsson,
talsmaður hópsins. Meðal við-
burða er leiðsögn um húsið auk
þess sem Jón H. Björnsson lands-
lagsarkitekt og hönnuður garðs-
ins segir frá tilurð hans. þkþ
Hollvinasamtök
Hallargarðsins
BSRB hvetur til þess að þegar í stað
hefjist viðræður við fjármálaráðu-
neytið um skammtímasamning.
Þetta kemur fram í ályktun sem
stjórn BSRB sendi frá sér í gær.
Í ályktuninni ítrekar stjórn BSRB
mikilvægi þess að kjör innan al-
mannaþjónustunnar verði stór-
bætt. Víða sé við alvarlega mann-
eklu að stríða sem rekja megi til
bágra kjara og brýnt sé að taka af
alvöru á þeim vanda.
BSRB vill skammtímasamning