24 stundir


24 stundir - 19.04.2008, Qupperneq 25

24 stundir - 19.04.2008, Qupperneq 25
24stundir LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 25 Helgið ykkur land! Nánari upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is og www.leirubakki.is Allir velkomnir að koma og skoða! Til sölu mjög fallegar lóðir í Fjallalandi við Leiru- bakka. Kjarri- og mosavaxið hraun. Sögufrægt hérað, mikil fjallasýn, veðursæld og hlý sumur. Endalausir útivistarmöguleikar. Allt eignarlóðir. Lóðirnar seljast með vegi að lóðamörkum, kalt vatn og rafmagn komið í götur. Hitaveita verður í boði. Golfvöllur í undirbúningi. Kaup á landi er örugg fjárfesting. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Fjölbreytileg þjónusta við lóðareigendur heima á Leirubakka: Verslun, bensínstöð, veitingahús, hótel, Heklusetur með Heklusýningu, hestaleiga, reiðskóli, skipulegar sögu- og menningargöngur og margt fleira. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Reykjavik Energy Invest (REI) á að einbeita sér að ráðgjöf og þróun- arverkefnum en selja á þau verkefni sem ekki falla í þann flokk ef tillaga meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem lögð var fyr- ir stjórnarfund í gær verður sam- þykkt. Afgreiðslu tillögunnar var frestað en til stendur að stjórnin fundi aftur um málið í næstu viku. Meirihlutinn í stjórn OR hittist á fimmtudagskvöld og ræddi ýmsar tillögur varðandi REI. Niðurstaða hans var ofangreind tillaga. Júlíus Vífill Ingvarsson, sem situr í stjórn OR fyrir hönd meirihlutans, segir að með tillögunni sé verið að draga úr áhættu REI í alþjóðlegum verk- efnum. „Með þessu erum við að gera félagið markvissara í því sem það getur sinnt og kannski líka að létta aðeins á allri þeirri umfjöllun og þeirri óþægilegu stöðu sem fé- lagið er stanslaust sett í þegar það fer af stað með einhver verkefni.“ Þvert á þverpólitíska sátt Í skýrslu stýrihóps um málefni REI, sem var birt 7. febrúar síðast- liðinn, segir: „Stýrihópurinn telur eðlilegt að REI verði áfram rekið með það hlutverk að sinna þróun- ar- og fjárfestingarverkefnum á er- lendri grund og það verði 100% í eigu OR. REI taki þátt í verkefnum erlendis eitt og sér eða með öðrum samkvæmt ákvörðun stjórnar OR hverju sinni.“ Þverpólitísk sátt var um þessa niðurstöðu. Viku síðar samþykkti eigendafundur OR að „Reykjavik Energy Invest verði að 100% í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og verði áfram rekið með það hlut- verk að sinna þróunar- og fjárfest- ingarverkefnum á erlendri grund.“ „Þessi tillaga er ekki í samræmi við neinar samþykktir. Hvorki eig- endafund Orkuveitunnar né nið- urstöðu stýrihópsins. Svo er núver- andi meirihluti búinn að vera að undirrita viljayfirlýsingar um verk- efni út um allan heim. Þessi tillaga útilokar að hægt verði að taka þátt í þeim verkefnum,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingar í stjórn OR. Hún segir þá stöðu sem upp er komin afar alvarlega gagn- vart þeim verkefnum sem OR hef- ur verið að vinna að í Djíbútí og nágrenni þess. „Þessi verkefni eru ekki skilgreind sem þróunarverk- efni. Alþjóðabankar eru að skoða þátttöku í verkefnunum og eru að fara að gefa umsögn sína um hvort þeir taki þátt í þeim og þá jafnvel með víkjandi lánum. Menn hafa búist við að sú umsögn verði mjög jákvæð. En það verður væntanlega upplausn á þessum verkefnum ef OR hleypur frá þessum skuldbind- ingum.“ Selja verkefnin  REI mun einbeita sér að ráðgjöf og þróunarverkefnum sam- kvæmt tillögu meirihlutans  Þvert á niðurstöðu stýrihópsins ➤ Í niðurstöðu stýrihóps vegnaREI er sagt að félagið eigi að sinna þróunar- og fjárfesting- arverkefnum á erlendri grundu. ➤ Eigendafundur OR samþykktisamhljóða tillögu viku síðar. HLUTVERK REI Breytingar Tillagan gerir ráð fyrir töluverðum breyt- ingum á tilgangi REI. ● 5. október 2007 „ Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við eigum ekki að vera að standa í samkeppni á innlendum markaði við einstaklinga eða félög sem geta sinnt verkefnum. Hvað varðar útrásina þá höfum við staðið að þessu af miklum krafti undanfarin 15-20 ár.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Morgunblaðinu, aðspurður um hvort að sú stefna OR að stunda nýsköpunarþróun stangist á við grundvallarsjónarmið Sjálfstæðismanna. ● 6. október „ Ef við hættum þessum útrásarverkefnum og leggjum þau niður núna þá værum við vissulega að tapa miklum peningum. Peningum sem við gerum okkur vonir um að geta gert eitthvað úr og vonandi ávaxtað áður en við los- um okkur úr þessari fjárfestingu.“ Júlíus Vífill Ingvarsson í Blaðinu/24stundum. ● 8. október „Það er í raun ekki samræmanlegt okkar áherslum að við séum að taka þátt í áhættusömum rekstri í fjarlægum löndum með einkaaðilum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í kvöldfréttum stöðvar tvö. ● 9. október „Við töldum að þetta væri rekstur sem borgin ætti ekki að vera í,“ Gísli Marteinn Baldursson á blaðamannafundi þar sem borgarstjórn- arflokkur sjálfstæðisflokks tilkynnti að selja ætti REI ● 3. nóvember „Þetta er ekkert sem er að fara að gerast á morgun en það er engin sér- stök ástæða fyrir Orkuveituna að hanga á eignarhlut sínum í REI.“ Júlíus Vífill Ingvarsson í Morgunblaðinu varðandi það hvort til greina komi að selja REI. ● 6. nóvember „Við sjálfstæðismenn erum alls ekki á móti orkuútrás en það er eins og hér hefur verið sagt, það er ekki sama hvernig að henni er staðið. Það er sérstaklega mik- ilvægt þegar REI fer af stað að það sníði sér stakk eftir vexti og taki ekki of mikla áhættu.“ Kjartan Magnússon á borgarstjórnarfundi. ● 6. nóvember „Eins og komið hefur fram þá hefur útrás Orkuveitu Reykjavíkur staðið frá árinu 2001 í gegnum Enex, Enex Kína og fleiri verkefni. Sjálfstæðismenn hafa alltaf stutt þau verkefni á þeirri einföldu forsendu að um sé að ræða hefðbundin verkefni Orkuveitu Reykjavíkur.“ Jórunn Frímannsdóttir á borgarstjórnarfundi. ● 23. nóvember „Ég held að í framtíðinni þá eigum við að vera opin fyrir því að félagið gangi til samstarfs við önnur félög og jafnvel um eignaraðild félagsins geti orðið í öðrum félögum sem eru að starfa að sömu verkefnum.“ Júlíus Vífill Ingvarsson í Kvöldfréttum Útvarps. ● 25. nóvember „Við höfum aldrei sagt að REI ætti ekki að vera í áhættusamri útrás. Til þess var það stofnað.“ Júlíus Vífill Ingvarsson í Fréttablaðinu. ● 7. febrúar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon segja í hádeg- isfréttum Stöðvar tvö að sátt ríki innan Sjálfstæðisflokksins um skýrslu stýrihópsins. ● 28. febrúar Svavar Halldórsson: „En sala á REI eins og til stóð um tíma, er hún inn í myndinni?“ Kjartan Magnússon: „Nei.“ Kvöldfréttir Sjónvarps. ● 3. mars „Það hefur ýmislegt breyst síðan, til dæmis að nú er ekki góður tími til að selja fyrirtækið yfirhöfuð. Þá lagði stýrihópurinn mikið á sig til að ná þverpólitískri samstöðu og eitt af því sem var ákveðið var að REI yrði áfram í 100% eigu borgarinnar.“ Kjartan Magnússon í Morgunblaðinu um breytingu á áformumu Sjálfstæðisflokksins með REI. ● 8. apríl „Reykjavík Energy Invest (REI) var stofnað til að vera í útrás og á meðan að fyrirtækið er til þá sinnir það því hlutverki sínu.“ Kjartan Magnússon í Morgunblaðinu. ● 17. apríl Flokkurinn hefur ekki „breytt neinu í því meginviðhorfi að hið op- inbera eigi ekki að vera í áhættusömum fjárfestingum í útlöndum.“ Kjartan Magnússon í 24 stundum. ● 16. apríl „Já, það getur aleg komið til greina. Ég held að við getum líka séð fyrir okkur, það eru margir möguleikar, það geta einkaaðilar komið inn í REI, þeir gætu jafnvel keypt fyrirtækið.“ Kjartan Magnússon í Kastljósi. ● 17. apríl „Mér finnst komið að þeim tímapunkti að við gefum bara skýr svör með það og að mínu mati eiga þau svör einfaldlega að vera þau að við viljum selja REI, losa okkur út úr þessu.“ Gísli Marteinn Baldursson í Síðdegisútvarpi Rásar tvö. ● 17. apríl „Nei, ég get það ekki, vegna þess að það segir klárlega í niðurstöðum stýrihópsins að REI og Orkuveitan skuli vera í 100 prósent í eigu almennings... En eignarhaldið er alveg klárt, það er í eigu Orkuveitunnar og í eigu al- mennings.“ Ólafur F. Magnússon í Kastljósi um hvort hann taki undir orð Kjartans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.